Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna dó flökkudúfan út?

Jón Már Halldórsson

Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu.

Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norður-Ameríku hafi flökkudúfur verið langalgengustu fuglarnir í álfunni. Talið er að heildarfjöldi fugla af þessari tegund hafi verið allt að 25% af öllum varpfuglum í álfunni og að stofnstærðin hafi verið margir milljarðar einstaklinga.

Til eru frásagnir frá 17. og 18. öld af gríðarlegum fjölda flökkudúfna og er ein slík frá James nokkrum Audubon. Hann varð vitni að svo miklum fjölda fugla að það tók hópinn þrjá daga að fljúga yfir bæinn sem hann var staddur í. Mat hann fjöldann vera vel yfir milljarð fugla, hvernig svo sem hann fór nú að því. En áður en 19. öldin var öll voru flökkudúfur nánast horfnar af yfirborði jarðar.



Teikning af flökkudúfum úr bók sem kom út rétt fyrir miðja 19. öld. Efri fuglinn er kvenfugl.

Ýmislegt stuðlaði að útrýmingu flökkudúfna. Þegar Evrópumenn settust að á þeim svæðum þar sem flökkudúfur héldu til hjuggu þeir skóglendi sem voru mikilvæg fæðusvæði fyrir fuglana. Auk þess var stunduð gríðarleg ofveiði á dúfunum. Á 19. öld var meira að segja starfsstétt sem sérhæfði sig í dúfnaveiðum, svokallaðir dúfnaveiðimenn (e. Pigeon hunters). Hænsnfuglum Evrópumanna, sem fluttir voru yfir hafið, fylgdu sjúkdómar sem bárust í flökkudúfurnar. Sérstaklega skæður var veirusjúkdómur sem nefnist Newcastle disease og hjó hann stór skörð í stofna flökkudúfna. Við þetta bættist að kvenfuglar flökkudúfna verptu yfirleitt aðeins einu eggi og það gerði stofninn enn viðkvæmari en ella.

Svo fór að við lok 19. aldar, nánar tiltekið árið 1900, var síðasta villta flökkudúfan skotin og síðasti fugl tegundarinnar, kvendúfan Martha, gaf upp öndina í dýragarðinum í Cincinnati árið 1914. Nú eru aðeins nokkur uppstoppuð eintök til á vísindasöfnum og í háskólum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir, mynd og frekari fróðleikur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.10.2004

Spyrjandi

Edda Karlsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna dó flökkudúfan út?“ Vísindavefurinn, 19. október 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4565.

Jón Már Halldórsson. (2004, 19. október). Hvers vegna dó flökkudúfan út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4565

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna dó flökkudúfan út?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4565>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna dó flökkudúfan út?
Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu.

Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norður-Ameríku hafi flökkudúfur verið langalgengustu fuglarnir í álfunni. Talið er að heildarfjöldi fugla af þessari tegund hafi verið allt að 25% af öllum varpfuglum í álfunni og að stofnstærðin hafi verið margir milljarðar einstaklinga.

Til eru frásagnir frá 17. og 18. öld af gríðarlegum fjölda flökkudúfna og er ein slík frá James nokkrum Audubon. Hann varð vitni að svo miklum fjölda fugla að það tók hópinn þrjá daga að fljúga yfir bæinn sem hann var staddur í. Mat hann fjöldann vera vel yfir milljarð fugla, hvernig svo sem hann fór nú að því. En áður en 19. öldin var öll voru flökkudúfur nánast horfnar af yfirborði jarðar.



Teikning af flökkudúfum úr bók sem kom út rétt fyrir miðja 19. öld. Efri fuglinn er kvenfugl.

Ýmislegt stuðlaði að útrýmingu flökkudúfna. Þegar Evrópumenn settust að á þeim svæðum þar sem flökkudúfur héldu til hjuggu þeir skóglendi sem voru mikilvæg fæðusvæði fyrir fuglana. Auk þess var stunduð gríðarleg ofveiði á dúfunum. Á 19. öld var meira að segja starfsstétt sem sérhæfði sig í dúfnaveiðum, svokallaðir dúfnaveiðimenn (e. Pigeon hunters). Hænsnfuglum Evrópumanna, sem fluttir voru yfir hafið, fylgdu sjúkdómar sem bárust í flökkudúfurnar. Sérstaklega skæður var veirusjúkdómur sem nefnist Newcastle disease og hjó hann stór skörð í stofna flökkudúfna. Við þetta bættist að kvenfuglar flökkudúfna verptu yfirleitt aðeins einu eggi og það gerði stofninn enn viðkvæmari en ella.

Svo fór að við lok 19. aldar, nánar tiltekið árið 1900, var síðasta villta flökkudúfan skotin og síðasti fugl tegundarinnar, kvendúfan Martha, gaf upp öndina í dýragarðinum í Cincinnati árið 1914. Nú eru aðeins nokkur uppstoppuð eintök til á vísindasöfnum og í háskólum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir, mynd og frekari fróðleikur: ...