Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er algengasta fuglategund í heimi?

Jón Már Halldórsson

Heimildir eru ekki á einu máli um hvaða fuglategund telur flesta einstaklinga en hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum tegundum sem eru mjög fjölmennar.

Sennilega er fjölskipaðasta fuglategund heims grímuvefarinn (Quelea quelea, e. red-billed quelea) af ætt vefarafugla (Ploceidae, e. weaverbirds). Fuglafræðingar hafa reynt að geta sér til um fjölda grímuvefara, þeir hógværustu meta stofnstærðina á bilinu 3,7-6 milljarðar fugla en heyrst hafa ótrúlega háar tölur, allt að 20 milljarðar fugla.

Grímuvefari (Quelea quelea) er sennilega fjölskipaðasta fuglategund heims.

Grímuvefarinn lifir í Afríku sunnan Sahara. Náttúruleg fæða hans eru grasfræ en þegar fæðuframboð er takmarkað leitar hann á ræktarlönd bænda og gengur þá eins og engisprettufaraldur þar yfir og veldur mikilli eyðileggingu. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að reyna að takmarka tjónið sem grímuvefarinn veldur á uppskeru og sumar aðferðir verið mjög róttækar. Jafnvel hefur verið gripið til þess bragðs að eyðileggja varpsvæði vefarans með sprengiefni. Árangurinn hefur þó verið takmarkaður.

Af sjófuglum er hafsvala (Oceanites oceanicus, e storm petrel) sennilega fjölskipuðust og er heildarstofnstærðin metin á nærri einn milljarð einstaklinga.

Starinn (Sturnus vulgaris, e. starling) er annar fugl sem vegnar ákaflega vel og hefur tekist að aðlagast lífinu með mannskepnunni. Þessi litli spörfugl hefur aukið við útbreiðsluna í Evrópu á undanförnum áratugum og nam meðal annars land hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar.

Starinn barst til Norður-Ameríku fyrir rúmri öld þegar Eugene nokkur Schieffelin flutti 120 stara frá Evrópu og sleppti þeim lausum í Central Park í New York. Störunum vegnaði gríðarlega vel í þessum nýju heimkynnum sínum og juku jafnt og þétt við útbreiðslu sína þar til þeir námu land við strendur Kyrrahafsins árið 1959.

Stari (Sturnus vulgaris.

Bandarískir fuglafræðingar meta nú heildarstofnstærð starans í Norður-Ameríku í kringum 200 milljónir fugla sem að öllum líkindum eru komnir af þeim 120 fuglum sem Schieffelin flutti til álfunnar. Talið er að um þriðjungur starastofnsins sé í Norður-Ameríku og því gæti heildarstofnstærðin verið um 600 milljónir fugla.

Hænsnfuglar af tegundinni Gallus gallus og undirtegundinni domesticus koma einnig sterklega til greina sem fjölskipaðasta fuglategund heims en þá með þeim formerkjum að um alifugla er að ræða. Hænsnfuglar eru í haldi manna um allan heim og sennilegt þykir að heildarfjöldi hænsnfugla af þessari deilitegund séu yfir sex milljarðar. Lesa má meira um hænsnfugla í svari sama höfndar við spurningunni Hefur íslenska hænan sérstakt fræðiheiti?

Heimildir og myndir:

Vísindavefurinn þakkar Yann Kolbeinssyni fyrir að benda á að nú er heitið grímuvefari notað yfir Quelea quelea. Eldra heiti var blóðnefsvefari.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.7.2004

Síðast uppfært

18.1.2023

Spyrjandi

Karl Rúnar Martinsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er algengasta fuglategund í heimi?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4432.

Jón Már Halldórsson. (2004, 29. júlí). Hver er algengasta fuglategund í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4432

Jón Már Halldórsson. „Hver er algengasta fuglategund í heimi?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasta fuglategund í heimi?
Heimildir eru ekki á einu máli um hvaða fuglategund telur flesta einstaklinga en hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum tegundum sem eru mjög fjölmennar.

Sennilega er fjölskipaðasta fuglategund heims grímuvefarinn (Quelea quelea, e. red-billed quelea) af ætt vefarafugla (Ploceidae, e. weaverbirds). Fuglafræðingar hafa reynt að geta sér til um fjölda grímuvefara, þeir hógværustu meta stofnstærðina á bilinu 3,7-6 milljarðar fugla en heyrst hafa ótrúlega háar tölur, allt að 20 milljarðar fugla.

Grímuvefari (Quelea quelea) er sennilega fjölskipaðasta fuglategund heims.

Grímuvefarinn lifir í Afríku sunnan Sahara. Náttúruleg fæða hans eru grasfræ en þegar fæðuframboð er takmarkað leitar hann á ræktarlönd bænda og gengur þá eins og engisprettufaraldur þar yfir og veldur mikilli eyðileggingu. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að reyna að takmarka tjónið sem grímuvefarinn veldur á uppskeru og sumar aðferðir verið mjög róttækar. Jafnvel hefur verið gripið til þess bragðs að eyðileggja varpsvæði vefarans með sprengiefni. Árangurinn hefur þó verið takmarkaður.

Af sjófuglum er hafsvala (Oceanites oceanicus, e storm petrel) sennilega fjölskipuðust og er heildarstofnstærðin metin á nærri einn milljarð einstaklinga.

Starinn (Sturnus vulgaris, e. starling) er annar fugl sem vegnar ákaflega vel og hefur tekist að aðlagast lífinu með mannskepnunni. Þessi litli spörfugl hefur aukið við útbreiðsluna í Evrópu á undanförnum áratugum og nam meðal annars land hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar.

Starinn barst til Norður-Ameríku fyrir rúmri öld þegar Eugene nokkur Schieffelin flutti 120 stara frá Evrópu og sleppti þeim lausum í Central Park í New York. Störunum vegnaði gríðarlega vel í þessum nýju heimkynnum sínum og juku jafnt og þétt við útbreiðslu sína þar til þeir námu land við strendur Kyrrahafsins árið 1959.

Stari (Sturnus vulgaris.

Bandarískir fuglafræðingar meta nú heildarstofnstærð starans í Norður-Ameríku í kringum 200 milljónir fugla sem að öllum líkindum eru komnir af þeim 120 fuglum sem Schieffelin flutti til álfunnar. Talið er að um þriðjungur starastofnsins sé í Norður-Ameríku og því gæti heildarstofnstærðin verið um 600 milljónir fugla.

Hænsnfuglar af tegundinni Gallus gallus og undirtegundinni domesticus koma einnig sterklega til greina sem fjölskipaðasta fuglategund heims en þá með þeim formerkjum að um alifugla er að ræða. Hænsnfuglar eru í haldi manna um allan heim og sennilegt þykir að heildarfjöldi hænsnfugla af þessari deilitegund séu yfir sex milljarðar. Lesa má meira um hænsnfugla í svari sama höfndar við spurningunni Hefur íslenska hænan sérstakt fræðiheiti?

Heimildir og myndir:

Vísindavefurinn þakkar Yann Kolbeinssyni fyrir að benda á að nú er heitið grímuvefari notað yfir Quelea quelea. Eldra heiti var blóðnefsvefari....