Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hljóð myndast til dæmis þegar sameindir lofts sveiflast í fasa, þannig að bylgjur dreifast út frá hljóðgjafa. Tónhæðin ræðst af tíðni sveiflanna, en tíðnina er unnt að mæla af mikilli nákvæmni. Þegar tíðnin töfaldast hækkar tónninn um eina áttund.
Í vestrænni tónlist er áttundinni skipt upp í í tólf tóna og eru þeir nákvæmlega skilgreindir, þannig er til dæmis tónninn einstrikað a 440 sveiflur á sekúndu.
Ef söngvari sem ætlar sér að syngja tiltekinn tón hittir ekki nákvæmlega á rétta tíðni, þá syngur hann einfaldlega falskt og skiptir þá ekki máli hvernig rödd hann hefur. Gott tóneyra skiptir því miklu máli til að fólk geti sungið og því er mikil áhersla lögð á þennan þátt í námi söngvara og í kórastarfi. Sama á við um strengjaleikara aðra en gítarleikara og þá sem leika á blásturshljóðfæri.
Strengjaleikarar þurfa sjálfir að mynda hinn rétta tón og þurfa að hitta nákvæmlega á réttan stað á fingurbrettinu. Blásarar mynda tóninn með því að ýta niður ákveðnum klöppum eða tökkum á hljóðfærinu, en fínstillingu er náð með stöðu varanna.
Píanóleikarar og gítarleikarar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að spila falskt ef hljóðfærið er rétt stillt, því að hver nóta á píanóinu gefur aðeins einn óbreytanlegan tón og hvert band á gítarhálsinum sömuleiðis.
Niðurstaðan er því sú að það er hægt að syngja falskt, það er meira að segja nokkuð algengt að fólk syngi falskt.
Karólína Eiríksdóttir. „Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4421.
Karólína Eiríksdóttir. (2004, 23. júlí). Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4421
Karólína Eiríksdóttir. „Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4421>.