Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?

Sigurður Guðmundsson

Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:
  1. Allsherjarnefnd
  2. Efnahags- og viðskiptanefnd
  3. Félagsmálanefnd
  4. Fjárlaganefnd
  5. Heilbrigðis- og trygginganefnd
  6. Iðnaðarnefnd
  7. Landbúnaðarnefnd
  8. Menntamálanefnd
  9. Samgöngunefnd
  10. Sjávarútvegsnefnd
  11. Umhverfisnefnd
  12. Utanríkismálanefnd
Fastanefndir Alþingis eru skipaðar þingmönnum og er kosið til nefndanna á fyrsta fundi hvers þings, samanber 2. mgr. 13. gr. þskl. Allar fastanefndirnar eru skipaðar 9 þingmönnum nema fjárlaganefnd, sem skipuð er 11 þingmönnum. Auk þess skal skipa 9 varamenn fyrir utanríkismálanefnd, sbr. 1. mgr. 14. gr. þskl.

Hlutverk fastanefnda kemur fram í 1. mgr. 23. gr. þskl. en þar segir að „[t]il fastanefnda getur þingið vísað þeim þingmálum sem lögð eru fram og þörf þykir að nefnd íhugi.“ Samkvæmt þessu er þingi í sjálfsvald sett hvort það vísar máli til nefndar. Það er þó yfirleitt gert því að mikilvæg málefnavinna er unninn á nefndasviði Alþingis. Aðeins í tilviki fjárlaga, fjáraukalaga, lánsfjárlaga og laga um samþykkt á ríkisreikningi er þingi skylt að vísa máli til fjárlaganefndar, sbr. 1. mgr. 25. gr. þskl.

Þingmálum er yfirleitt vísað til nefndar eftir 1. umræðu á Alþingi. Heimilt er þó að vísa þingmáli til nefndar á hverju stigi þess, sbr. 1. mgr. 23. gr. þskl. Skylt er að vísa fjárlagafrumvarpi til fjárlaganefndar eftir 2. umræðu, sbr. 1. mgr. 25. gr. þskl. Samkvæmt 26. gr. þskl. er nefnd heimilt að fjalla um önnur mál en þau, sem vísað er til hennar.

Þegar nefnd fær þingmál til umfjöllunar fara fram almennar umræður um málið innan nefndarinnar en auk þess hefur nefnd heimild samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þskl. til að óska eftir skriflegum umsögnum um þingmálið frá aðilum utan þings og taka við gestum og hlýða á mál þeirra.

Í áðurnefndri 1. mgr. 23. gr. þskl. kemur fram að málum skal vísað til fastanefnda Alþingis eftir efni þeirra og skuli „hafa um það hliðsjón af skiptingu málefna í Stjórnarráðinu“. Þetta merkir einfaldlega að þeim þingmálum, sem samkvæmt efni sínu heyra undir landbúnaðarráðuneyti, skuli vísa til landbúnaðarnefndar, þingmálu, sem heyra undir samgönguráðuneyti skuli vísa til samgöngunefndar og svo framvegis.

Um verkefni allsherjarnefndar segir í 1. mgr. 23. gr. þskl. að “[t]il allsherjarnefndar skuli vísa dómsmálum, kirkjumálum, byggðamálum og öðrum þeim málum sem þingið ákveður.” Með öðrum orðum er meðal annars þeim þingmálum, sem samkvæmt efni sínu heyra undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti, vísað til allsherjarnefndar. Fleiri málum er einnig vísað þangað svo sem hinu umdeilda fjölmiðlafrumvarpi á vordögum 2004, en því frumvarpi var vísað til allsherjarnefndar eftir 1. og 2. umræðu á þingi.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

23.6.2004

Spyrjandi

Kristinn Pálsson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2004, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4367.

Sigurður Guðmundsson. (2004, 23. júní). Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4367

Sigurður Guðmundsson. „Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2004. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4367>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?
Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:

  1. Allsherjarnefnd
  2. Efnahags- og viðskiptanefnd
  3. Félagsmálanefnd
  4. Fjárlaganefnd
  5. Heilbrigðis- og trygginganefnd
  6. Iðnaðarnefnd
  7. Landbúnaðarnefnd
  8. Menntamálanefnd
  9. Samgöngunefnd
  10. Sjávarútvegsnefnd
  11. Umhverfisnefnd
  12. Utanríkismálanefnd
Fastanefndir Alþingis eru skipaðar þingmönnum og er kosið til nefndanna á fyrsta fundi hvers þings, samanber 2. mgr. 13. gr. þskl. Allar fastanefndirnar eru skipaðar 9 þingmönnum nema fjárlaganefnd, sem skipuð er 11 þingmönnum. Auk þess skal skipa 9 varamenn fyrir utanríkismálanefnd, sbr. 1. mgr. 14. gr. þskl.

Hlutverk fastanefnda kemur fram í 1. mgr. 23. gr. þskl. en þar segir að „[t]il fastanefnda getur þingið vísað þeim þingmálum sem lögð eru fram og þörf þykir að nefnd íhugi.“ Samkvæmt þessu er þingi í sjálfsvald sett hvort það vísar máli til nefndar. Það er þó yfirleitt gert því að mikilvæg málefnavinna er unninn á nefndasviði Alþingis. Aðeins í tilviki fjárlaga, fjáraukalaga, lánsfjárlaga og laga um samþykkt á ríkisreikningi er þingi skylt að vísa máli til fjárlaganefndar, sbr. 1. mgr. 25. gr. þskl.

Þingmálum er yfirleitt vísað til nefndar eftir 1. umræðu á Alþingi. Heimilt er þó að vísa þingmáli til nefndar á hverju stigi þess, sbr. 1. mgr. 23. gr. þskl. Skylt er að vísa fjárlagafrumvarpi til fjárlaganefndar eftir 2. umræðu, sbr. 1. mgr. 25. gr. þskl. Samkvæmt 26. gr. þskl. er nefnd heimilt að fjalla um önnur mál en þau, sem vísað er til hennar.

Þegar nefnd fær þingmál til umfjöllunar fara fram almennar umræður um málið innan nefndarinnar en auk þess hefur nefnd heimild samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þskl. til að óska eftir skriflegum umsögnum um þingmálið frá aðilum utan þings og taka við gestum og hlýða á mál þeirra.

Í áðurnefndri 1. mgr. 23. gr. þskl. kemur fram að málum skal vísað til fastanefnda Alþingis eftir efni þeirra og skuli „hafa um það hliðsjón af skiptingu málefna í Stjórnarráðinu“. Þetta merkir einfaldlega að þeim þingmálum, sem samkvæmt efni sínu heyra undir landbúnaðarráðuneyti, skuli vísa til landbúnaðarnefndar, þingmálu, sem heyra undir samgönguráðuneyti skuli vísa til samgöngunefndar og svo framvegis.

Um verkefni allsherjarnefndar segir í 1. mgr. 23. gr. þskl. að “[t]il allsherjarnefndar skuli vísa dómsmálum, kirkjumálum, byggðamálum og öðrum þeim málum sem þingið ákveður.” Með öðrum orðum er meðal annars þeim þingmálum, sem samkvæmt efni sínu heyra undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti, vísað til allsherjarnefndar. Fleiri málum er einnig vísað þangað svo sem hinu umdeilda fjölmiðlafrumvarpi á vordögum 2004, en því frumvarpi var vísað til allsherjarnefndar eftir 1. og 2. umræðu á þingi....