Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?

JGÞ

Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu.

Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert er heimildargildi Landnámu?

Aðrir nafngreindir menn eins og Hrafna-Flóki og Garðar Svavarsson komu hingað á undan Ingólfi en þeir hófu ekki búsetu hér.

Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum? kemur fram að þrællinn Náttfari var fyrstur til að hefja ævilanga búsetu á Íslandi. Þegar Landnámabók var rituð hefur ríkum bændum og höfðingjum ekki þótt við hæfi að marka upphaf landnáms norrænna höfðingja við undankomu þræls Garðars Svavarssonar. Síðan þá hefur það verið hefð að telja Ingólf Arnarson fyrsta landnámsmanninn.

Um Papa á Íslandi er hægt að lesa í svari Axels Kristinssonar við spurningunni Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? Þar segir í lokaorðunum:
Engar áþreifanlegar sannanir eru fyrir veru Papa á Íslandi og full ástæða til að efast um að þeir hafi verið hér. Á hinn bóginn er heldur engin ástæða til að útiloka það.

Höfundur

Útgáfudagur

4.5.2004

Spyrjandi

Hólmfríður Hannesdóttir, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4225.

JGÞ. (2004, 4. maí). Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4225

JGÞ. „Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4225>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu.

Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert er heimildargildi Landnámu?

Aðrir nafngreindir menn eins og Hrafna-Flóki og Garðar Svavarsson komu hingað á undan Ingólfi en þeir hófu ekki búsetu hér.

Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum? kemur fram að þrællinn Náttfari var fyrstur til að hefja ævilanga búsetu á Íslandi. Þegar Landnámabók var rituð hefur ríkum bændum og höfðingjum ekki þótt við hæfi að marka upphaf landnáms norrænna höfðingja við undankomu þræls Garðars Svavarssonar. Síðan þá hefur það verið hefð að telja Ingólf Arnarson fyrsta landnámsmanninn.

Um Papa á Íslandi er hægt að lesa í svari Axels Kristinssonar við spurningunni Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? Þar segir í lokaorðunum:
Engar áþreifanlegar sannanir eru fyrir veru Papa á Íslandi og full ástæða til að efast um að þeir hafi verið hér. Á hinn bóginn er heldur engin ástæða til að útiloka það.
...