Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru óseyrar?

Jón Eiríksson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi?

Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess.

Á mörgum erlendum tungum er orðið delta notað um óseyri. Það var gríski landfræðingurinn Heródótus, sem fyrstur notaði það orð um þríhyrnt landsvæði, sem áin Níl hefur byggt fram við ósa sína í Miðjarðarhaf. Landsvæðið hefur sömu lögun og gríski bókstafurinn delta. Innan jarðfræðinnar merkir óseyri hins vegar meira en þríhyrnda sléttu við árósa. Sumar óseyrar eru alls ekki þríhyrndar og aðrar sjást alls ekki nema kafað sé undir yfirborð sjávar.

Í hverri óseyri takast á annars vegar uppbyggjandi starf árinnar og hins vegar eyðandi öfl sjávarfalla og öldugangs sjávar eða stöðuvatns, sem taka við framburðinum. Óseyrar eru gjarnan flokkaðar eftir áhrifamætti þessara þriggja þátta (sjá 1. mynd).



1. mynd. Flokkun helstu óseyra á jörðinni.

Óseyrar myndast varla nema þar sem ein aðalá fellur til sjávar. Ef margar smáár renna til sjávar hlið við hlið má vænta þess að öll strandlengjan byggist smátt og smátt út í sjó. Á nútíma óseyrum eru oft víðáttumiklar mýrar og fen, sem eru mikilvæg fyrir lífríki jarðar. Landið er oft mjög frjósamt og þéttbýlt ef loftslag leyfir.

Í óseyralandslagi eru tvær aðaleiningar: Óseyrarpallur og óseyrarhlíð. Óseyrarhlíðin nær yfir strandlínuna og brekkusneiðinguna út frá ströndinni. Óseyrarpallurinn liggur lágt yfir sjávarmáli að baki óseyrarhlíðinni. Þar er víðáttumikið láglendi rétt við sjávarmál, ýmist ofan eða neðan þess. Um pallinn liggur net af farvegum, sem aðskilja flóðsléttur, stöðuvötn, víkur, leirur, fen, mýrar og saltfen, allt eftir aðstæðum. Einstöku sinnum er aðeins einn farvegur.

Svæðin milli farvega eru mjög háð loftslagi. Þarna þrífast fenjaskógar með miklu laufskrúði í hlýtempruðu loftslagi (Mississippi, Níger), en í þurru eða hálfþurru loftslagi ber meira á kalkútfellingum (Ebró), eða gifs og saltfenjum (Níl). Ef öldurót er mikið við ströndina teygja foksandssléttur sig oft inn frá fjörunni. Í heimskautaloftslagi og á sífrerasvæðum einkenna rústir, frostsprungur og túndrugróður óseyrarpallinn.



2. mynd. Óseyri Nílar og Miðjarðarhafið séð utan úr geimnum.
(Nile Basin Society´s Nile Photo Gallery)

Óseyrarhlíðin liggur undan árósnum. Þegar straumvatn berst út í kyrrt vatn verða snöggar breytingar á vökvaaflfræðilegum og efnafræðilegum aðstæðum. Blöndun árvatns og sjávar eða stöðuvatns hefur mikil áhrif á endanlega gerð óseyrarhlíða. Í fyrsta lagi geta árvatnið og sjórinn verið jafneðlisþung. Þá verður strax þrívíð blöndun og umsvifalaus setmyndun.

Eðlisþungt árvatn myndar hins vegar eðlisþyngdarstraum eftir botninum og árframburðurinn berst lengra frá ströndinni. Þá byggist óseyrarpallurinn hægt út. Eðlislétt árvatn myndar hins vegar ferskvatnsfleyg. Þannig er það við ósa Mississippi og Pó.

Afstæð eðlisþyngd sjávar er 1,025 en stöðuvatna frá 1,000-1,025 eða meiri. Fæstar ár eru eðlisþyngri en sjór. Aðstæður við árósa eru því oftast nær skoðaðar í ljósi ferskvatnsfleygs. Auk eðlisþyngdar koma til álita skriðþungi árvatnsins, þegar það kemur út úr ósunum, viðnám við botn í ósunum, og síðast en ekki síst atferli viðtakandans, sjávar eða stöðuvatns.

Talsverður hluti virkrar setmyndunar nú á tímum fer fram á óseyrum og margt bendir til að það hafi löngum verið svo í jarðsögunni. Þannig eru varðveitt þykk óseyrarsetlög allt frá forkambríum fram á kvarter. Óseyrar eru mjög misstórar, allt frá nokkrum ferkílómetrum upp í tugþúsundir ferkílómetra. Þær stærstu eru yfir 20.000 ferkílómetrar: Ganges-Brahmapútra, Níger, Mississippi, Lena, Órínókó og Níl (sjá 3. mynd). Þá er aðeins átt við þann hluta, sem stendur upp úr sjó. Neðansjávar nemur flatarmál Ganges-Brahmapútra óseyrarinnar fimmföldu flatarmáli Íslands.



3. mynd. Helstu óseyrasvæði heims táknuð með bláum þríhyrningum.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig verða óshólmar til?

Höfundur

jarðfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

3.5.2004

Spyrjandi

Sólveig Rós, f. 1987

Tilvísun

Jón Eiríksson. „Hvað eru óseyrar?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4207.

Jón Eiríksson. (2004, 3. maí). Hvað eru óseyrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4207

Jón Eiríksson. „Hvað eru óseyrar?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4207>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru óseyrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi?

Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess.

Á mörgum erlendum tungum er orðið delta notað um óseyri. Það var gríski landfræðingurinn Heródótus, sem fyrstur notaði það orð um þríhyrnt landsvæði, sem áin Níl hefur byggt fram við ósa sína í Miðjarðarhaf. Landsvæðið hefur sömu lögun og gríski bókstafurinn delta. Innan jarðfræðinnar merkir óseyri hins vegar meira en þríhyrnda sléttu við árósa. Sumar óseyrar eru alls ekki þríhyrndar og aðrar sjást alls ekki nema kafað sé undir yfirborð sjávar.

Í hverri óseyri takast á annars vegar uppbyggjandi starf árinnar og hins vegar eyðandi öfl sjávarfalla og öldugangs sjávar eða stöðuvatns, sem taka við framburðinum. Óseyrar eru gjarnan flokkaðar eftir áhrifamætti þessara þriggja þátta (sjá 1. mynd).



1. mynd. Flokkun helstu óseyra á jörðinni.

Óseyrar myndast varla nema þar sem ein aðalá fellur til sjávar. Ef margar smáár renna til sjávar hlið við hlið má vænta þess að öll strandlengjan byggist smátt og smátt út í sjó. Á nútíma óseyrum eru oft víðáttumiklar mýrar og fen, sem eru mikilvæg fyrir lífríki jarðar. Landið er oft mjög frjósamt og þéttbýlt ef loftslag leyfir.

Í óseyralandslagi eru tvær aðaleiningar: Óseyrarpallur og óseyrarhlíð. Óseyrarhlíðin nær yfir strandlínuna og brekkusneiðinguna út frá ströndinni. Óseyrarpallurinn liggur lágt yfir sjávarmáli að baki óseyrarhlíðinni. Þar er víðáttumikið láglendi rétt við sjávarmál, ýmist ofan eða neðan þess. Um pallinn liggur net af farvegum, sem aðskilja flóðsléttur, stöðuvötn, víkur, leirur, fen, mýrar og saltfen, allt eftir aðstæðum. Einstöku sinnum er aðeins einn farvegur.

Svæðin milli farvega eru mjög háð loftslagi. Þarna þrífast fenjaskógar með miklu laufskrúði í hlýtempruðu loftslagi (Mississippi, Níger), en í þurru eða hálfþurru loftslagi ber meira á kalkútfellingum (Ebró), eða gifs og saltfenjum (Níl). Ef öldurót er mikið við ströndina teygja foksandssléttur sig oft inn frá fjörunni. Í heimskautaloftslagi og á sífrerasvæðum einkenna rústir, frostsprungur og túndrugróður óseyrarpallinn.



2. mynd. Óseyri Nílar og Miðjarðarhafið séð utan úr geimnum.
(Nile Basin Society´s Nile Photo Gallery)

Óseyrarhlíðin liggur undan árósnum. Þegar straumvatn berst út í kyrrt vatn verða snöggar breytingar á vökvaaflfræðilegum og efnafræðilegum aðstæðum. Blöndun árvatns og sjávar eða stöðuvatns hefur mikil áhrif á endanlega gerð óseyrarhlíða. Í fyrsta lagi geta árvatnið og sjórinn verið jafneðlisþung. Þá verður strax þrívíð blöndun og umsvifalaus setmyndun.

Eðlisþungt árvatn myndar hins vegar eðlisþyngdarstraum eftir botninum og árframburðurinn berst lengra frá ströndinni. Þá byggist óseyrarpallurinn hægt út. Eðlislétt árvatn myndar hins vegar ferskvatnsfleyg. Þannig er það við ósa Mississippi og Pó.

Afstæð eðlisþyngd sjávar er 1,025 en stöðuvatna frá 1,000-1,025 eða meiri. Fæstar ár eru eðlisþyngri en sjór. Aðstæður við árósa eru því oftast nær skoðaðar í ljósi ferskvatnsfleygs. Auk eðlisþyngdar koma til álita skriðþungi árvatnsins, þegar það kemur út úr ósunum, viðnám við botn í ósunum, og síðast en ekki síst atferli viðtakandans, sjávar eða stöðuvatns.

Talsverður hluti virkrar setmyndunar nú á tímum fer fram á óseyrum og margt bendir til að það hafi löngum verið svo í jarðsögunni. Þannig eru varðveitt þykk óseyrarsetlög allt frá forkambríum fram á kvarter. Óseyrar eru mjög misstórar, allt frá nokkrum ferkílómetrum upp í tugþúsundir ferkílómetra. Þær stærstu eru yfir 20.000 ferkílómetrar: Ganges-Brahmapútra, Níger, Mississippi, Lena, Órínókó og Níl (sjá 3. mynd). Þá er aðeins átt við þann hluta, sem stendur upp úr sjó. Neðansjávar nemur flatarmál Ganges-Brahmapútra óseyrarinnar fimmföldu flatarmáli Íslands.



3. mynd. Helstu óseyrasvæði heims táknuð með bláum þríhyrningum.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig verða óshólmar til?...