Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna skelfur maður af kulda?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svar við spurningunni:
Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?
Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær upplýsingar frá hitanemum á yfirborði líkamans sem haldast í hendur við hitastig umhverfisins. Einnig fær hún vitneskju um hitastig blóðsins.

Falli hitastig umhverfisins greina hitanemarnir í húðinni það (og seinna þeir sem fylgjast með hitastigi blóðsins). Sem svar við þessari breytingu sendir undirstúkan taugaboð sem setja í gang ýmis ferli sem stuðla að aukinni varmamyndun í líkamanum og draga úr varmatapi. Hvort tveggja leiðir til þess að líkamshiti hækkar.

Ferlin sem um ræðir eru eftirfarandi:
  • Æðaþrenging: Driftaugaboð örva þrengingu æða í húðinni sem dregur úr flæði heits blóðs úr innri líffærum til húðarinnar. Þetta dregur úr varmaflutningi frá innri líffærum til yfirborðsins og stuðlar þar með að hækkun líkamshita.
  • Hraðari efnaskipti: Driftaugar örva nýrnahettumerg til að seyta adrenalíni og noradrenalíni í blóðið. Þessi hormón auka efnaskipti (bruna) frumnanna sem hefur í för með sér aukna varmamyndun.
  • Skjaldkirtilshormón: Skjaldkirtillinn örvast til að seyta hormónum sínum í blóðið. Þau hafa svipuð áhrif og merghormónin sem nefnd eru hér að ofan, það er auka bruna og þar með varmamyndun.
  • Beinagrindarvöðvar: Margir vöðvar í líkamanum koma fyrir í pörum þannig að þegar annar dregst saman slaknar á hinum og öfugt. Örvun varmamyndandi hluta hitastillistöðvar í undirstúku örvar þá hluta heilans sem auka spennu í vöðvum. Eftir því sem spenna vöðvanna eykst tognar á þeim en við það fer af stað togviðbragð sem endar með því að þeir dragast saman. Sá samdráttur veldur togi á mótvöðvum þeirra sem á endanum leiðir til samdráttar þeirra síðarnefndu og svo koll af kolli. Þessi síendurtekna hringrás kallast skjálfti. Skjálfti eykur hraða varmamyndunar. Þegar skjálfti er í hámarki getur varmamyndun orðið fjórfalt hraðari en við eðlilegar kringumstæður.

Eins og þessi upptalning ber með sér er skjálfti beinagrindarvöðva eitt þeirra ferla sem stuðla að því að hækka líkamshitann ef hann hefur lækkað, eins og gerist í kulda. Glamrið í tönnunum er í raun einungis afleiðing af skjálfta í kjálkavöðvunum. Við hann rekast tennur í efri og neðri gómi saman og þá heyrist glamrið.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.

Höfundur

Útgáfudagur

1.3.2004

Spyrjandi

Sverrir Guðmundsson
Hjalti Þórðarson
Einar Guðnason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna skelfur maður af kulda?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4031.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 1. mars). Hvers vegna skelfur maður af kulda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4031

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna skelfur maður af kulda?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4031>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna skelfur maður af kulda?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?
Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær upplýsingar frá hitanemum á yfirborði líkamans sem haldast í hendur við hitastig umhverfisins. Einnig fær hún vitneskju um hitastig blóðsins.

Falli hitastig umhverfisins greina hitanemarnir í húðinni það (og seinna þeir sem fylgjast með hitastigi blóðsins). Sem svar við þessari breytingu sendir undirstúkan taugaboð sem setja í gang ýmis ferli sem stuðla að aukinni varmamyndun í líkamanum og draga úr varmatapi. Hvort tveggja leiðir til þess að líkamshiti hækkar.

Ferlin sem um ræðir eru eftirfarandi:
  • Æðaþrenging: Driftaugaboð örva þrengingu æða í húðinni sem dregur úr flæði heits blóðs úr innri líffærum til húðarinnar. Þetta dregur úr varmaflutningi frá innri líffærum til yfirborðsins og stuðlar þar með að hækkun líkamshita.
  • Hraðari efnaskipti: Driftaugar örva nýrnahettumerg til að seyta adrenalíni og noradrenalíni í blóðið. Þessi hormón auka efnaskipti (bruna) frumnanna sem hefur í för með sér aukna varmamyndun.
  • Skjaldkirtilshormón: Skjaldkirtillinn örvast til að seyta hormónum sínum í blóðið. Þau hafa svipuð áhrif og merghormónin sem nefnd eru hér að ofan, það er auka bruna og þar með varmamyndun.
  • Beinagrindarvöðvar: Margir vöðvar í líkamanum koma fyrir í pörum þannig að þegar annar dregst saman slaknar á hinum og öfugt. Örvun varmamyndandi hluta hitastillistöðvar í undirstúku örvar þá hluta heilans sem auka spennu í vöðvum. Eftir því sem spenna vöðvanna eykst tognar á þeim en við það fer af stað togviðbragð sem endar með því að þeir dragast saman. Sá samdráttur veldur togi á mótvöðvum þeirra sem á endanum leiðir til samdráttar þeirra síðarnefndu og svo koll af kolli. Þessi síendurtekna hringrás kallast skjálfti. Skjálfti eykur hraða varmamyndunar. Þegar skjálfti er í hámarki getur varmamyndun orðið fjórfalt hraðari en við eðlilegar kringumstæður.

Eins og þessi upptalning ber með sér er skjálfti beinagrindarvöðva eitt þeirra ferla sem stuðla að því að hækka líkamshitann ef hann hefur lækkað, eins og gerist í kulda. Glamrið í tönnunum er í raun einungis afleiðing af skjálfta í kjálkavöðvunum. Við hann rekast tennur í efri og neðri gómi saman og þá heyrist glamrið.

Heimild:

Gerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings. ...