Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?

ÞV

Fertugsaldur hefst þegar aldur manns kemst á fjórða tuginn í árum talið. Það gerist þegar hann verður þrítugur. Þá eru liðin 30 ár eða þrír tugir ára frá því að hann fæddist og fjórði tugurinn hefst. Ekki eru sýnilega neinar mótsagnir eða vandræði sem geti hlotist af þessum skilningi.


Fertugsaldur hefst við þrítugsafmæli.

Þar sem mörgum er sjálfsagt í fersku minni umræðan um aldamótin er ef til vill rétt að benda á muninn á því hvernig við teljum aldur manna annars vegar og ár í tímatalinu hins vegar. Árið 2000 er tvöþúsundasta árið frá upphafi tímatalsins. Þegar við segjum hins vegar að maður sé þrítugur eða 30 ára þá er miðað við árin sem liðin eru enda segjum við þá líka á íslensku að hann sé á þrítugasta og fyrsta ári. Segja má í vissum skilningi að "árið 0" sé til þegar við lýsum aldri manna, því að á fyrsta ári er barnið einmitt "0 ára". Árið 0 var hins vegar ekki til í tímatalinu eins og oft hefur verið bent á.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.5.2000

Spyrjandi

Karl Pétur Jónsson

Tilvísun

ÞV. „Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=403.

ÞV. (2000, 10. maí). Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=403

ÞV. „Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kemst maður á fertugsaldur? Er það við þrítugasta afmælisdaginn eða þann þrítugasta og fyrsta?
Fertugsaldur hefst þegar aldur manns kemst á fjórða tuginn í árum talið. Það gerist þegar hann verður þrítugur. Þá eru liðin 30 ár eða þrír tugir ára frá því að hann fæddist og fjórði tugurinn hefst. Ekki eru sýnilega neinar mótsagnir eða vandræði sem geti hlotist af þessum skilningi.


Fertugsaldur hefst við þrítugsafmæli.

Þar sem mörgum er sjálfsagt í fersku minni umræðan um aldamótin er ef til vill rétt að benda á muninn á því hvernig við teljum aldur manna annars vegar og ár í tímatalinu hins vegar. Árið 2000 er tvöþúsundasta árið frá upphafi tímatalsins. Þegar við segjum hins vegar að maður sé þrítugur eða 30 ára þá er miðað við árin sem liðin eru enda segjum við þá líka á íslensku að hann sé á þrítugasta og fyrsta ári. Segja má í vissum skilningi að "árið 0" sé til þegar við lýsum aldri manna, því að á fyrsta ári er barnið einmitt "0 ára". Árið 0 var hins vegar ekki til í tímatalinu eins og oft hefur verið bent á.

Mynd: