Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?

Sigurður Guðmundsson

Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:
Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi.
Í lögunum er einnig fjallað um starfssvið umboðsmanns Alþingis (3. gr.), hvernig mál geta komið til kasta embættisins (annars vegar með kvörtun, sbr. 4. og 6. gr., og hins vegar að frumkvæði embættisins sjálfs, sbr. 5. gr.), hvaða heimildir umboðsmaður hefur til rannsóknar máls (7. gr.) og hvernig málum getur lokið eftir að þau koma til kasta umboðsmanns (10., 11. og 2. mgr. 12. gr.)



Álit umboðsmanns og frekari upplýsingar um embættið er að finna á heimasíðu embættisins Umboðsmaður Alþingis.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

27.2.2004

Spyrjandi

Kamilla Guðmundsdóttir

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2004, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4023.

Sigurður Guðmundsson. (2004, 27. febrúar). Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4023

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2004. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4023>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:

Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi.
Í lögunum er einnig fjallað um starfssvið umboðsmanns Alþingis (3. gr.), hvernig mál geta komið til kasta embættisins (annars vegar með kvörtun, sbr. 4. og 6. gr., og hins vegar að frumkvæði embættisins sjálfs, sbr. 5. gr.), hvaða heimildir umboðsmaður hefur til rannsóknar máls (7. gr.) og hvernig málum getur lokið eftir að þau koma til kasta umboðsmanns (10., 11. og 2. mgr. 12. gr.)



Álit umboðsmanns og frekari upplýsingar um embættið er að finna á heimasíðu embættisins Umboðsmaður Alþingis....