Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er á merki Háskóla Íslands?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans stökk Aþena þar út í fullum herklæðum með miklu ópi.

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena.

Heiða Björk Sturludóttir hefur skrifað stutta grein um merki Háskóla Íslands og þar kemur fram að elstu heimildina um það sé að finna í bréfi frá Birni M. Ólsen rektor Háskólans til Finns Jónssonar prófessors, dagsettu 26. október 1911. Vel getur þó verið að merkið hafi verið komið í notkun mun fyrr og Heiða Björk hefur tvær tilgátur um tilurð merkisins:
Við vitum að innsiglið var komið í notkun þann 26. október 1911 og jafnvel mun fyrr. Möguleiki er að þegar forstöðumönnum presta-, laga-, og læknaskólans var falið að semja frumvarp til laga um stofnun háskóla árið 1907, hafi þeir einnig ákveðið merki Háskólans. Þeir sniðu frumvarp sitt að miklu leyti eftir hinum nýju háskólalögum Norðmanna en innsigli þeirra er einmitt Aþena, reyndar í líkamsstærð. Annar möguleiki er sá að Björn M. Ólsen hafi fengið hugmyndina að Aþenuinnsiglinu þegar hann var í fyrstu embættisför sinni sem rektor Háskóla Íslands í Oslóarháskóla á haustdögum 1911. Hann gæti hafa látið hanna og smíða innsiglið í Osló eða í Kaupmannahöfn á leiðinni heim ef hann hefur þá haft viðkomu þar.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á merkinu í áranna rás sem hafa miðað að því að færa það til samræmis við nútímann og tíðarandann hverju sinni.

Hér sést þróun merkis Háskóla Íslands frá 1970-2010. Ofar í svarinu sést svo merki sem tekið var í notkun 2021.

Ýmsar uppfinningar eru eignaðar gyðjunni Aþenu. Hún átti til að mynda að hafa fundið upp plóginn til að yrkja jörðina, kennt mönnunum skipasmíðar og hvernig ætti að vefa og spinna. Af henni og sjávarguðinum Póseidoni lærðu mennirnir að temja hesta.

Aþena er einnig kunn fyrir að hafa verið stríðsgyðja en hún hafði litla ánægju af átökum ólíkt stríðsguðinum Aresi. Hún vildi frekar leysa friðsamlega úr deilum og halda friðinn. Sem dæmi um góðmennsku hennar er sagan af spámanninum Teiresíasi sem Aþena sló blindu þegar hann kom henni á óvart og sá hana allsnakta. Í stað sjónarinnar veitti hún honum skyggnigáfu og Teiresías varð einn mesti spámaður og sjáandi sem fornar grískar sagnir geta um.

Mynd eftir ítalska listamanninn Sandro Botticelli (1445-1510) af Pallas Aþenu að temja kentár.

Höfundur þakkar Ásdísi Káradóttur skjalaverði við Skjalasafn HÍ fyrir að benda honum á heimildir í Fréttabréfi Háskóla Íslands um merki Háskólans.

Heimildir og myndir:

Svarið var lítillega uppfært 30.9.2021.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.2.2004

Síðast uppfært

1.10.2021

Spyrjandi

Þórir Halldórsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er á merki Háskóla Íslands?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3996.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 10. febrúar). Hver er á merki Háskóla Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3996

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er á merki Háskóla Íslands?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3996>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er á merki Háskóla Íslands?
Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans stökk Aþena þar út í fullum herklæðum með miklu ópi.

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena.

Heiða Björk Sturludóttir hefur skrifað stutta grein um merki Háskóla Íslands og þar kemur fram að elstu heimildina um það sé að finna í bréfi frá Birni M. Ólsen rektor Háskólans til Finns Jónssonar prófessors, dagsettu 26. október 1911. Vel getur þó verið að merkið hafi verið komið í notkun mun fyrr og Heiða Björk hefur tvær tilgátur um tilurð merkisins:
Við vitum að innsiglið var komið í notkun þann 26. október 1911 og jafnvel mun fyrr. Möguleiki er að þegar forstöðumönnum presta-, laga-, og læknaskólans var falið að semja frumvarp til laga um stofnun háskóla árið 1907, hafi þeir einnig ákveðið merki Háskólans. Þeir sniðu frumvarp sitt að miklu leyti eftir hinum nýju háskólalögum Norðmanna en innsigli þeirra er einmitt Aþena, reyndar í líkamsstærð. Annar möguleiki er sá að Björn M. Ólsen hafi fengið hugmyndina að Aþenuinnsiglinu þegar hann var í fyrstu embættisför sinni sem rektor Háskóla Íslands í Oslóarháskóla á haustdögum 1911. Hann gæti hafa látið hanna og smíða innsiglið í Osló eða í Kaupmannahöfn á leiðinni heim ef hann hefur þá haft viðkomu þar.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á merkinu í áranna rás sem hafa miðað að því að færa það til samræmis við nútímann og tíðarandann hverju sinni.

Hér sést þróun merkis Háskóla Íslands frá 1970-2010. Ofar í svarinu sést svo merki sem tekið var í notkun 2021.

Ýmsar uppfinningar eru eignaðar gyðjunni Aþenu. Hún átti til að mynda að hafa fundið upp plóginn til að yrkja jörðina, kennt mönnunum skipasmíðar og hvernig ætti að vefa og spinna. Af henni og sjávarguðinum Póseidoni lærðu mennirnir að temja hesta.

Aþena er einnig kunn fyrir að hafa verið stríðsgyðja en hún hafði litla ánægju af átökum ólíkt stríðsguðinum Aresi. Hún vildi frekar leysa friðsamlega úr deilum og halda friðinn. Sem dæmi um góðmennsku hennar er sagan af spámanninum Teiresíasi sem Aþena sló blindu þegar hann kom henni á óvart og sá hana allsnakta. Í stað sjónarinnar veitti hún honum skyggnigáfu og Teiresías varð einn mesti spámaður og sjáandi sem fornar grískar sagnir geta um.

Mynd eftir ítalska listamanninn Sandro Botticelli (1445-1510) af Pallas Aþenu að temja kentár.

Höfundur þakkar Ásdísi Káradóttur skjalaverði við Skjalasafn HÍ fyrir að benda honum á heimildir í Fréttabréfi Háskóla Íslands um merki Háskólans.

Heimildir og myndir:

Svarið var lítillega uppfært 30.9.2021....