Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nei, bandaríski seðlabankinn (Federal Reserve Bank) er ríkisstofnun, líkt og almennt tíðkast með seðlabanka. Æðstu stjórnendur bankans eru tilnefndir af forsetanum og tilnefningin staðfest af öldungadeildinni.
Höfuðstöðvar bandaríska seðlabankans.
Það er hins vegar rétt að hluta af starfsemi seðlabankans er skipt á tólf banka sem hver um sig þjónar tilteknum hluta Bandaríkjanna og þessir bankar eru hlutafélög sem hafa ýmis einkenni einkafyrirtækja. Hlutaféð er í eigu fjármálafyrirtækja sem hver hinna svæðisbundnu seðlabanka þjónar.
Þrátt fyrir að svæðisbundnu seðlabankarnir séu þannig hlutafélög og að nafninu til í einkaeigu þá eru þeir ekki reknir sem einkafyrirtæki. Þeir stefna ekki að hagnaði, ekki er hægt að eiga viðskipti með hlutaféð og ekki greiddur arður af því fyrir utan 6% vexti á ári. Annar hagnaður af rekstri seðlabankans bandaríska rennur til ríkisins.
Mynd:
Gylfi Magnússon. „Er það satt að bandaríski seðlabankinn sé einkarekinn?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3982.
Gylfi Magnússon. (2004, 2. febrúar). Er það satt að bandaríski seðlabankinn sé einkarekinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3982
Gylfi Magnússon. „Er það satt að bandaríski seðlabankinn sé einkarekinn?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3982>.