Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kona?

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020)

Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungnari því að hugtakið kona er ekki bara líffræðilegt, heldur vísar það einnig til félags- og menningarlegra þátta. Spurningin er því í raun líka þessi: Hvaða samfélagslegu merkingu hefur það að vera kona? Um leið gefum við okkur að það að vera kona geti haft mismunandi merkingu í ólíkum þjóðfélögum og á ólíkum tímum.

Viðlíka spurning varð kveikjan að rúmlega 600 blaðsíðna bók franska heimspekingsins, rithöfundarins og femínistans Simone de Beauvoir (1908-1986), Hitt kynið (Le deuxième sexe), sem fyrst kom út í París í ársbyrjun 1949. Útgangspunktur bókarinnar var einmitt spurningin Hvað er kona? Niðurstaða Beauvoir hefur orðið mörgum femínistum hugleikin og hún kristallast í setningunni: „maður fæðist ekki kona, heldur verður kona.“ Þar með hafnaði Beauvoir ríkjandi hugmyndum um meðfætt eða náttúrulegt séreðli kvenna og lagði grunninn að svokallaðri mótunarhyggju. Í hálfa öld hafa femínistahreyfingar byggt málstað sinn og baráttu á niðurstöðu Beauvoir.

Flestallar skilgreiningar á hugtakinu kona ganga útfrá því að konur séu hluti tvenndarparsins karl/kona, þar sem karlinn er yfirskipaður konunni. Beauvoir benti á að karlmenn þyrftu aldrei að spyrja sig viðlíka spurningar, og mér vitanlega hefur enginn spurt Vísindavefinn spurningarinnar Hvað er karl? Karlmaðurinn er hið eðlilega viðmið en konan er frávikið eða „hitt kynið“ eins og Beauvoir orðaði það, sem þarfnast frekari útskýringa.

Algengt sjónarmið er að líta á kvenleikann sem einhverskonar vöntun eða skort. Samkvæmt sálgreinandanum Sigmund Freud (1856-1939) er helsta einkenni á tilvist konunnar vöntun á limnum. Tilvist hennar snýst þess vegna að miklu leyti um að bæta sér upp þennan skort, annað hvort með því að taka þátt í samförum við karlmann og fá þannig hin eftirsótta lim inn í sig einhverja stund, eða með því að eignast barn, en samkvæmt Freud er barnið uppbót konunnar fyrir liminn.

Beauvoir skrifar einnig um líffræðilegan þátt kvenkynsins og einföld skilgreining hennar er sú að kona sé móðurlíf, leg og eggjastokkar. Það er þekkt úr erfðafræði að tveir X-litningar eru nauðsynlegir til að stúlkubarn verði til. Á þessar líffræðilegu skilgreiningar reynir þegar börn fæðast með svokölluð „óræð kynfæri“. Kynfæri sem eru hvorki/né, bæði/og, en ekki annaðhvort/eða. Við slíkar aðstæður meta sérfræðingar hvort vænlegra sé að gera einstaklinginn að karli eða konu.

Á þessi mörk reynir einnig þegar einstaklingar ákveða að skipta um kyn. Verður einstaklingurinn kona við það eitt að klæðast kvenmannsfötum, taka upp kvenmannsnafn, og lýsa einlægum ásetningi sínum að hann vilji verða hún? Þarf viðkomandi einnig að fara í hormónameðferð og er nauðsynlegt að láta fjarlægja liminn og þarf síðan einnig að koma fyrir legi og leggöngum? Jafnvel þótt þetta sé allt framkvæmanlegt og gangi upp er ljóst að slíkir einstaklingar geta aldrei fætt börn en þýðir það að þeir séu ekki alvöru konur? Hér erum við strax komin í ógöngur, því þá erum við farin að gefa okkur að barneignir séu ein af skilgreiningarforsendum hugtaksins kona. Hvað þá með konur sem eru ófærar um að eignast börn? Eða konur sem geta eignast börn en ákveða að gera það ekki.

Eitt af því sem femínistar hafa gagnrýnt, eru þröngar og takmarkandi skilgreiningar á því hvað er kona og hvað konur geta gert. Konur eru rúmlega helmingur mannkyns og því ekki minnihlutahópur eða frávik sem taka þarf tillit til. Það að vera kona er því ekki eitthvað eitt og afmarkað. Konur eru margbreytilegur hópur, með ýmsar skoðanir, drauma og þrár og til þess að teljast fullgildir þátttakendur í samfélaginu ættu þær ekki að þurfa að aðlaga sig að lífsmynstri karla og leikreglum, heldur birtast sem fullgildir þátttakendur í öllum kimum samfélagsins. Ekki einungis á sviði fjölskyldu-, mennta- og menningarmála eða innan heilbrigðiskerfisins, heldur einnig í stjórnum og ráðum stórfyrirtækja eða þegar rætt er um fjármál eða önnur pólitísk hitamál í fjölmiðlum.

Heimildir:
  • Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (ritstj.), Simone de Beauvoir, heimspekingur, rithöfundur, femínisti. Háskólaútgáfan 1999.
  • Kessler, Suzanne J., (1990) „The medical construction of Gender. Case Management of Intersexed Infants.“ Sex/Machine Readings in Culture, Gender and Technology. Indiana University Press, Indiana 1998.

Höfundur

Útgáfudagur

14.1.2004

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Viggó Helgason, f. 1987

Tilvísun

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvað er kona?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3948.

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). (2004, 14. janúar). Hvað er kona? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3948

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Hvað er kona?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kona?
Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungnari því að hugtakið kona er ekki bara líffræðilegt, heldur vísar það einnig til félags- og menningarlegra þátta. Spurningin er því í raun líka þessi: Hvaða samfélagslegu merkingu hefur það að vera kona? Um leið gefum við okkur að það að vera kona geti haft mismunandi merkingu í ólíkum þjóðfélögum og á ólíkum tímum.

Viðlíka spurning varð kveikjan að rúmlega 600 blaðsíðna bók franska heimspekingsins, rithöfundarins og femínistans Simone de Beauvoir (1908-1986), Hitt kynið (Le deuxième sexe), sem fyrst kom út í París í ársbyrjun 1949. Útgangspunktur bókarinnar var einmitt spurningin Hvað er kona? Niðurstaða Beauvoir hefur orðið mörgum femínistum hugleikin og hún kristallast í setningunni: „maður fæðist ekki kona, heldur verður kona.“ Þar með hafnaði Beauvoir ríkjandi hugmyndum um meðfætt eða náttúrulegt séreðli kvenna og lagði grunninn að svokallaðri mótunarhyggju. Í hálfa öld hafa femínistahreyfingar byggt málstað sinn og baráttu á niðurstöðu Beauvoir.

Flestallar skilgreiningar á hugtakinu kona ganga útfrá því að konur séu hluti tvenndarparsins karl/kona, þar sem karlinn er yfirskipaður konunni. Beauvoir benti á að karlmenn þyrftu aldrei að spyrja sig viðlíka spurningar, og mér vitanlega hefur enginn spurt Vísindavefinn spurningarinnar Hvað er karl? Karlmaðurinn er hið eðlilega viðmið en konan er frávikið eða „hitt kynið“ eins og Beauvoir orðaði það, sem þarfnast frekari útskýringa.

Algengt sjónarmið er að líta á kvenleikann sem einhverskonar vöntun eða skort. Samkvæmt sálgreinandanum Sigmund Freud (1856-1939) er helsta einkenni á tilvist konunnar vöntun á limnum. Tilvist hennar snýst þess vegna að miklu leyti um að bæta sér upp þennan skort, annað hvort með því að taka þátt í samförum við karlmann og fá þannig hin eftirsótta lim inn í sig einhverja stund, eða með því að eignast barn, en samkvæmt Freud er barnið uppbót konunnar fyrir liminn.

Beauvoir skrifar einnig um líffræðilegan þátt kvenkynsins og einföld skilgreining hennar er sú að kona sé móðurlíf, leg og eggjastokkar. Það er þekkt úr erfðafræði að tveir X-litningar eru nauðsynlegir til að stúlkubarn verði til. Á þessar líffræðilegu skilgreiningar reynir þegar börn fæðast með svokölluð „óræð kynfæri“. Kynfæri sem eru hvorki/né, bæði/og, en ekki annaðhvort/eða. Við slíkar aðstæður meta sérfræðingar hvort vænlegra sé að gera einstaklinginn að karli eða konu.

Á þessi mörk reynir einnig þegar einstaklingar ákveða að skipta um kyn. Verður einstaklingurinn kona við það eitt að klæðast kvenmannsfötum, taka upp kvenmannsnafn, og lýsa einlægum ásetningi sínum að hann vilji verða hún? Þarf viðkomandi einnig að fara í hormónameðferð og er nauðsynlegt að láta fjarlægja liminn og þarf síðan einnig að koma fyrir legi og leggöngum? Jafnvel þótt þetta sé allt framkvæmanlegt og gangi upp er ljóst að slíkir einstaklingar geta aldrei fætt börn en þýðir það að þeir séu ekki alvöru konur? Hér erum við strax komin í ógöngur, því þá erum við farin að gefa okkur að barneignir séu ein af skilgreiningarforsendum hugtaksins kona. Hvað þá með konur sem eru ófærar um að eignast börn? Eða konur sem geta eignast börn en ákveða að gera það ekki.

Eitt af því sem femínistar hafa gagnrýnt, eru þröngar og takmarkandi skilgreiningar á því hvað er kona og hvað konur geta gert. Konur eru rúmlega helmingur mannkyns og því ekki minnihlutahópur eða frávik sem taka þarf tillit til. Það að vera kona er því ekki eitthvað eitt og afmarkað. Konur eru margbreytilegur hópur, með ýmsar skoðanir, drauma og þrár og til þess að teljast fullgildir þátttakendur í samfélaginu ættu þær ekki að þurfa að aðlaga sig að lífsmynstri karla og leikreglum, heldur birtast sem fullgildir þátttakendur í öllum kimum samfélagsins. Ekki einungis á sviði fjölskyldu-, mennta- og menningarmála eða innan heilbrigðiskerfisins, heldur einnig í stjórnum og ráðum stórfyrirtækja eða þegar rætt er um fjármál eða önnur pólitísk hitamál í fjölmiðlum.

Heimildir:
  • Irma Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (ritstj.), Simone de Beauvoir, heimspekingur, rithöfundur, femínisti. Háskólaútgáfan 1999.
  • Kessler, Suzanne J., (1990) „The medical construction of Gender. Case Management of Intersexed Infants.“ Sex/Machine Readings in Culture, Gender and Technology. Indiana University Press, Indiana 1998.

...