Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?

Helgi Gunnlaugsson

Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:
  • fjármunabrot
  • manndráp og líkamsmeiðingar
  • kynferðisbrot
  • fíkniefnabrot
  • öll önnur afbrot.
Þrír mælikvarðar voru notaðir á ítrekunartíðni til að fá heildarmynd af endurteknum afbrotum á Íslandi; ný afskipti lögreglu, nýr dómur og ný fangelsun.

Fram kom að fimm árum eftir afplánun refsingar höfðu tæplega 50 prósent þeirra sem höfðu verið fangelsaðir fyrir fjármunabrot verið fangelsaðir á ný en innan við 15 prósent þeirra sem höfðu verið fangelsaðir fyrir kynferðisbrot. Þessar niðurstöður koma heim og saman við erlendar mælingar. Almennt er ítrekunartíðni lægst hjá þeim sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot.

Lesandinn sér væntanlega af þessu að kynferðisbrotamenn eru miklu síður síbrotamenn en aðrir afbrotamenn.

Heimild:
  • Eric Baumer, Helgi Gunnlaugsson, Kristrún Kristinsdóttir og Richard Wright (2001). Ítrekunartíðni afbrota á Íslandi: Rannsókn á afturhvarfi brotamanna til afbrotahegðunar eftir úttekt refsingar. Háskólafjölritun: Reykjavík.

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.12.2003

Spyrjandi

Arndís María Erlingsdóttir, f. 1984
Róbert Michelsen, f. 1984

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3930.

Helgi Gunnlaugsson. (2003, 23. desember). Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3930

Helgi Gunnlaugsson. „Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3930>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:

  • fjármunabrot
  • manndráp og líkamsmeiðingar
  • kynferðisbrot
  • fíkniefnabrot
  • öll önnur afbrot.
Þrír mælikvarðar voru notaðir á ítrekunartíðni til að fá heildarmynd af endurteknum afbrotum á Íslandi; ný afskipti lögreglu, nýr dómur og ný fangelsun.

Fram kom að fimm árum eftir afplánun refsingar höfðu tæplega 50 prósent þeirra sem höfðu verið fangelsaðir fyrir fjármunabrot verið fangelsaðir á ný en innan við 15 prósent þeirra sem höfðu verið fangelsaðir fyrir kynferðisbrot. Þessar niðurstöður koma heim og saman við erlendar mælingar. Almennt er ítrekunartíðni lægst hjá þeim sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot.

Lesandinn sér væntanlega af þessu að kynferðisbrotamenn eru miklu síður síbrotamenn en aðrir afbrotamenn.

Heimild:
  • Eric Baumer, Helgi Gunnlaugsson, Kristrún Kristinsdóttir og Richard Wright (2001). Ítrekunartíðni afbrota á Íslandi: Rannsókn á afturhvarfi brotamanna til afbrotahegðunar eftir úttekt refsingar. Háskólafjölritun: Reykjavík.
...