Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?

Rögnvaldur G. Möller

Það eru til listar sem geta hjálpað til við að finna góða skóla en ekki er til neinn listi yfir „bestu“ skólana á heimsvísu.

Hvað er „besti“ skólinn fer eftir mörgum atriðum. Nám sem hentar einum kann að vera hundónýtt fyrir annan. Síðan koma inn í atriði eins og kostnaður við námið og hvernig það er að búa á viðkomandi stað.

Þegar hugsað er um fyrstu háskólagráðu þá er ekki víst að stærstu skólarnir sem hafa bestu og frægustu stærðfræðingana í kennaraliðinu bjóði endilega upp á besta menntun – líklegt er að nemendur sjái lítið af þeim frægu og fínu mönnum. Það er líka mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum – sumum kann að henta best að vera í litlum skóla þar sem nemendur fá mikinn stuðning frá kennurum, en öðrum gæti hentað betur að vera í stórum skóla með miklu frjálsræði.

Samt hefur verið reynt að meta gæði náms á ýmsan hátt og búa til lista. Bretar hafa gengið einna lengst og hefur hver háskóli verið metinn til stiga sem eiga að sýna gæði kennslunnar. Þessi aðferðafræði er vægast sagt umdeild enda byggir stigagjöfin á ýmsum formlegum atriðum sem margir telja að hafi lítið að gera með gæði náms eða kennslu. Þeir skólar í Bretlandi sem hafa fullt hús stiga og ættu samkvæmt því að bjóða upp á besta námið til fyrstu háskólagráðu í stærðfræði eru háskólarnir í Bath og Birmingham. Frekari samanburð á háskólum í Bretlandi (þar sem allar námsgreinar eru metnar) má til dæmis finna í The Times Good University Guide en töflurnar má skoða í vefútgáfu dagblaðins The Times. Samanburð á bandarískum háskólum má til dæmis finna á usnews.com, samkvæmt þeim samanburði er Princeton-háskóli besti háskólinn í Bandaríkjunum.



Frá Bath á Englandi.

Þegar kemur að framhaldsnámi mundu flestir segja að best sé að stunda nám við stóran og virtan skóla með stórri og öflugri deild. Kostirnir eru margir: margir nemendur í framhaldsnámi sem styðja hvorn annan, meira framboð námskeiða og fyrirlestra, betri og stærri bókasöfn og stöðugt gegnumstreymi fræðimanna frá öðrum skólum í lengri og styttri heimsóknum.

Aftur hafa Bretar gengið einna lengst í því að gefa skólum einkunnir fyrir frammistöðu. Í hreinni stærðfræði fá háskólarnir í Cambridge, Edinborg og Oxford ásamt Imperial College í London hæstu einkunn. Í hagnýtri stærðfræði eru það háskólarnir í Bath, Bristol, Cambridge, Durham og Warwick, ásamt Imperial College, sem fá hæstu einkunn.

Í Bandaríkjunum mundu flestir nefna Princeton, MIT, Chicago, og Berkeley meðal skóla í fremstu röð. Þó að hér hafi eingöngu verið rætt um skóla í Bandaríkjunum og Bretlandi þá eru engu síðri skólar í öðrum löndum, til dæmis Frakklandi og Þýskalandi.

Mynd: Information landscapes for a learning society

Höfundur

Rögnvaldur G. Möller

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2003

Spyrjandi

Grétar Amazeen

Efnisorð

Tilvísun

Rögnvaldur G. Möller. „Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3848.

Rögnvaldur G. Möller. (2003, 10. nóvember). Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3848

Rögnvaldur G. Möller. „Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3848>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?
Það eru til listar sem geta hjálpað til við að finna góða skóla en ekki er til neinn listi yfir „bestu“ skólana á heimsvísu.

Hvað er „besti“ skólinn fer eftir mörgum atriðum. Nám sem hentar einum kann að vera hundónýtt fyrir annan. Síðan koma inn í atriði eins og kostnaður við námið og hvernig það er að búa á viðkomandi stað.

Þegar hugsað er um fyrstu háskólagráðu þá er ekki víst að stærstu skólarnir sem hafa bestu og frægustu stærðfræðingana í kennaraliðinu bjóði endilega upp á besta menntun – líklegt er að nemendur sjái lítið af þeim frægu og fínu mönnum. Það er líka mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum – sumum kann að henta best að vera í litlum skóla þar sem nemendur fá mikinn stuðning frá kennurum, en öðrum gæti hentað betur að vera í stórum skóla með miklu frjálsræði.

Samt hefur verið reynt að meta gæði náms á ýmsan hátt og búa til lista. Bretar hafa gengið einna lengst og hefur hver háskóli verið metinn til stiga sem eiga að sýna gæði kennslunnar. Þessi aðferðafræði er vægast sagt umdeild enda byggir stigagjöfin á ýmsum formlegum atriðum sem margir telja að hafi lítið að gera með gæði náms eða kennslu. Þeir skólar í Bretlandi sem hafa fullt hús stiga og ættu samkvæmt því að bjóða upp á besta námið til fyrstu háskólagráðu í stærðfræði eru háskólarnir í Bath og Birmingham. Frekari samanburð á háskólum í Bretlandi (þar sem allar námsgreinar eru metnar) má til dæmis finna í The Times Good University Guide en töflurnar má skoða í vefútgáfu dagblaðins The Times. Samanburð á bandarískum háskólum má til dæmis finna á usnews.com, samkvæmt þeim samanburði er Princeton-háskóli besti háskólinn í Bandaríkjunum.



Frá Bath á Englandi.

Þegar kemur að framhaldsnámi mundu flestir segja að best sé að stunda nám við stóran og virtan skóla með stórri og öflugri deild. Kostirnir eru margir: margir nemendur í framhaldsnámi sem styðja hvorn annan, meira framboð námskeiða og fyrirlestra, betri og stærri bókasöfn og stöðugt gegnumstreymi fræðimanna frá öðrum skólum í lengri og styttri heimsóknum.

Aftur hafa Bretar gengið einna lengst í því að gefa skólum einkunnir fyrir frammistöðu. Í hreinni stærðfræði fá háskólarnir í Cambridge, Edinborg og Oxford ásamt Imperial College í London hæstu einkunn. Í hagnýtri stærðfræði eru það háskólarnir í Bath, Bristol, Cambridge, Durham og Warwick, ásamt Imperial College, sem fá hæstu einkunn.

Í Bandaríkjunum mundu flestir nefna Princeton, MIT, Chicago, og Berkeley meðal skóla í fremstu röð. Þó að hér hafi eingöngu verið rætt um skóla í Bandaríkjunum og Bretlandi þá eru engu síðri skólar í öðrum löndum, til dæmis Frakklandi og Þýskalandi.

Mynd: Information landscapes for a learning society ...