Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð hvíti maðurinn til?

Agnar Helgason

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?
Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundarinnar upp í ólíka kynstofna. Um þetta er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? Að því gefnu er ekki hægt að svara spurningunni beint eins og hún er lögð fram. Hins vegar má svara því hvers vegna menn koma fyrir í ólíkum litaafbrigðum.

Óneitanlega er sýnilegur útlitsmunur á einstaklingum sem tilheyra tegundinni Homo sapiens. Mest áberandi er munur á húðlit, háralit, stærð og á öðrum einkennum sem flokka má undir líkamsbyggingu og eru að mestu leyti erfðafræðilega ákvörðuð. Það er einmitt þessi útlitsmunur á einstaklingum sem leiddi fólk á fyrri tímum til þess að álykta ranglega að jafnmikill munur hlyti að vera á öllum erfðum einkennum einstaklinganna (og þeirra hópa sem þeir tilheyra).

Mismunur á húðlit fólks frá Afríku, Indlandi, Suður-Evrópu og Norður-Evrópu.

Taka verður fram að þótt mannshugurinn virðist hafa tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli staðalmynda, þá er reyndin sú að við finnum ekki eina gerð af dökkum húðlit, eina gerð af gul/rauðum húðlit og eina gerð af fölum húðlit, heldur er um að ræða ótrúlega fjölbreytt safn ólíkra húðlita sem mynda samfelldan litakvarða. Það sama á við um önnur útlitseinkenni sem nefnd voru hér á undan.

Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu Glogers, sem gildir um flestar dýrategundir, er vanalegt að finna dökklitaða hópa nær miðbaug, en fölari hópa fjær miðbaug. Talið er að um sé að ræða aðlögun vegna náttúruvals að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Hvað Homo sapiens varðar er talið að dökkur húðlitur hafi komið sér vel til að verjast sterkri geislun sólar á landsvæðum nálægt miðbaug, en á landsvæðum fjær miðbaug hafi hugsanlega verið hentugra að vera fölur til að nýta sér takmarkaða geislun sólar til að auðvelda framleiðslu á D-vítamíni (sem er meðal annars nauðsynlegt til að tryggja nægilega upptöku kalks úr þörmunum). Nánar má lesa um þetta efni í svari Einars Árnasonar við spurningunni Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?



Þrátt fyrir yfirborðskenndan útlitsmun milli einstaklinga erum við hins vegar öll nauðalík erfðafræðilega og náskyld ef miðað er við flestar aðrar tegundir. Ef teknir eru þeir tveir einstaklingar af tegund okkar sem eru fjarskyldastir í beinan kvenlegg, þá þarf ekki að fara lengra aftur en um 171 þúsund ár, eða um 5.700 kynslóðir, til að finna sameiginlega formóður þeirra í beinan kvenlegg.

Þetta dæmi hefur ef til vill sérstaka þýðingu fyrir Íslendinga sem eru margir hverjir uppteknir um þessar mundir við að rekja saman ættir sínar í Íslendingabók hinni nýju. Erfðafræðin getur veitt einstaka sýn á hið gríðarlega flókna en tiltölulega stutta ættartré sem tengir saman alla núlifandi (og fyrrverandi) einstaklinga okkar tegundar.

Mynd af fólki af ólíkum þjóðernum: Human Biological Adaptability

Mynd af spá um húðlit frumbyggja: Discover.com

Höfundur

líffræðilegur mannfræðingur hjá ÍE

Útgáfudagur

6.10.2003

Spyrjandi

Þórarinn Snorrason

Tilvísun

Agnar Helgason. „Hvenær varð hvíti maðurinn til?“ Vísindavefurinn, 6. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3778.

Agnar Helgason. (2003, 6. október). Hvenær varð hvíti maðurinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3778

Agnar Helgason. „Hvenær varð hvíti maðurinn til?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3778>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð hvíti maðurinn til?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?
Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundarinnar upp í ólíka kynstofna. Um þetta er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? Að því gefnu er ekki hægt að svara spurningunni beint eins og hún er lögð fram. Hins vegar má svara því hvers vegna menn koma fyrir í ólíkum litaafbrigðum.

Óneitanlega er sýnilegur útlitsmunur á einstaklingum sem tilheyra tegundinni Homo sapiens. Mest áberandi er munur á húðlit, háralit, stærð og á öðrum einkennum sem flokka má undir líkamsbyggingu og eru að mestu leyti erfðafræðilega ákvörðuð. Það er einmitt þessi útlitsmunur á einstaklingum sem leiddi fólk á fyrri tímum til þess að álykta ranglega að jafnmikill munur hlyti að vera á öllum erfðum einkennum einstaklinganna (og þeirra hópa sem þeir tilheyra).

Mismunur á húðlit fólks frá Afríku, Indlandi, Suður-Evrópu og Norður-Evrópu.

Taka verður fram að þótt mannshugurinn virðist hafa tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli staðalmynda, þá er reyndin sú að við finnum ekki eina gerð af dökkum húðlit, eina gerð af gul/rauðum húðlit og eina gerð af fölum húðlit, heldur er um að ræða ótrúlega fjölbreytt safn ólíkra húðlita sem mynda samfelldan litakvarða. Það sama á við um önnur útlitseinkenni sem nefnd voru hér á undan.

Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu Glogers, sem gildir um flestar dýrategundir, er vanalegt að finna dökklitaða hópa nær miðbaug, en fölari hópa fjær miðbaug. Talið er að um sé að ræða aðlögun vegna náttúruvals að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Hvað Homo sapiens varðar er talið að dökkur húðlitur hafi komið sér vel til að verjast sterkri geislun sólar á landsvæðum nálægt miðbaug, en á landsvæðum fjær miðbaug hafi hugsanlega verið hentugra að vera fölur til að nýta sér takmarkaða geislun sólar til að auðvelda framleiðslu á D-vítamíni (sem er meðal annars nauðsynlegt til að tryggja nægilega upptöku kalks úr þörmunum). Nánar má lesa um þetta efni í svari Einars Árnasonar við spurningunni Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?



Þrátt fyrir yfirborðskenndan útlitsmun milli einstaklinga erum við hins vegar öll nauðalík erfðafræðilega og náskyld ef miðað er við flestar aðrar tegundir. Ef teknir eru þeir tveir einstaklingar af tegund okkar sem eru fjarskyldastir í beinan kvenlegg, þá þarf ekki að fara lengra aftur en um 171 þúsund ár, eða um 5.700 kynslóðir, til að finna sameiginlega formóður þeirra í beinan kvenlegg.

Þetta dæmi hefur ef til vill sérstaka þýðingu fyrir Íslendinga sem eru margir hverjir uppteknir um þessar mundir við að rekja saman ættir sínar í Íslendingabók hinni nýju. Erfðafræðin getur veitt einstaka sýn á hið gríðarlega flókna en tiltölulega stutta ættartré sem tengir saman alla núlifandi (og fyrrverandi) einstaklinga okkar tegundar.

Mynd af fólki af ólíkum þjóðernum: Human Biological Adaptability

Mynd af spá um húðlit frumbyggja: Discover.com...