Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?

Arnar Árnason

Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi.

MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA-gráðu og doktorsgráðu og oftast veittar eftir eins árs fullt framhaldsnám í háskóla, eða tveggja ára hlutanám.

MA stendur fyrir Master of Arts, MSc fyrir Master of Science. Hvaða gráðu stúdentar útskrifast með, fer eftir því við hvaða háskóladeild (Faculty) þeir hafa stundað nám sitt. Fög eins og efnafræði og eðlisfræði eru undantekingarlítið, eða undantekningarlaust, innan raunvísindadeildar og nemar útskrifast því þaðan með MSc-gráðu. Fög eins og enska og bókmenntir eru alla jafnan innan hugvísindadeildar og nemar útskrifast því þaðan með MA-gráðu.



Birkbeck háskóli í London er meðal þeirra bresku skóla sem bjóða bæði upp á MA og MSc nám í kynjafræði.

Í öðrum tilvikum eru línur ekki eins skýrar. Þannig er það til dæmis í sumum af þeim skólum þar sem félagsleg og líffræðileg mannfræði eru kenndar innan sömu skorar (department), að boðið er upp á MA-nám í félagsmannfræði og MSc-nám í líffræðilegri mannfræði og framhaldsnemar útskrifast ýmist með MA- eða MSc-gráðu eftir því hvora leiðina þeir velja. Engin ákveðin regla virðist ráða hvar nýleg fög, eins og kynjafræði, lenda og stundum ekki annað að sjá en þar ráði saga, hefðir og innri pólitík viðkomandi stofnanna. Málið flækist svo enn frekar með því að margir breskir háskólar virðast hafa tekið þá stefnu að leiða sjálfa sig í gegnum endalausar skipulagsbreytingar, þar sem deildir verða skólar (Schools) og skólar verða stofnanir og stofnanir verða deildir (einhverjir munu víst hafa starfa af skipulagsbreytingum þessum).

Nú getur maður ímyndað sér að MSc-nám byggi kannski meira á raunvísindalegum fræðum og aðferðum, en MA-námið. Það er þó engan veginn öruggt og gott ráð að kanna ítarlega uppbyggingu námsins í hverju tilviki, hvernig námsmati er háttað, hvaða námskeið boðið er upp á, hver eru skyldunámskeið og svo framvegis. Um að gera er að hafa samband við þær deildir sem spyrjanda/lesanda líst á og spyrja í þaula. Breskir háskólar geta haft talsverðar tekjur af framhaldsnemum frá löndum eins og Íslandi og taka þeim því yfirleitt fagnandi.

Mynd: guardian.co.uk. Sótt 30. 10. 2008.


Hér fylgja hlekkir sem spyrjandi sendi okkur á skóla sem bjóða upp á mismunandi gráður fyrir meistaranám í kynjafræði:

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

29.9.2003

Spyrjandi

Hildur Fjóla Antonsdóttir

Tilvísun

Arnar Árnason. „Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?“ Vísindavefurinn, 29. september 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3764.

Arnar Árnason. (2003, 29. september). Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3764

Arnar Árnason. „Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?

Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi.

MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA-gráðu og doktorsgráðu og oftast veittar eftir eins árs fullt framhaldsnám í háskóla, eða tveggja ára hlutanám.

MA stendur fyrir Master of Arts, MSc fyrir Master of Science. Hvaða gráðu stúdentar útskrifast með, fer eftir því við hvaða háskóladeild (Faculty) þeir hafa stundað nám sitt. Fög eins og efnafræði og eðlisfræði eru undantekingarlítið, eða undantekningarlaust, innan raunvísindadeildar og nemar útskrifast því þaðan með MSc-gráðu. Fög eins og enska og bókmenntir eru alla jafnan innan hugvísindadeildar og nemar útskrifast því þaðan með MA-gráðu.



Birkbeck háskóli í London er meðal þeirra bresku skóla sem bjóða bæði upp á MA og MSc nám í kynjafræði.

Í öðrum tilvikum eru línur ekki eins skýrar. Þannig er það til dæmis í sumum af þeim skólum þar sem félagsleg og líffræðileg mannfræði eru kenndar innan sömu skorar (department), að boðið er upp á MA-nám í félagsmannfræði og MSc-nám í líffræðilegri mannfræði og framhaldsnemar útskrifast ýmist með MA- eða MSc-gráðu eftir því hvora leiðina þeir velja. Engin ákveðin regla virðist ráða hvar nýleg fög, eins og kynjafræði, lenda og stundum ekki annað að sjá en þar ráði saga, hefðir og innri pólitík viðkomandi stofnanna. Málið flækist svo enn frekar með því að margir breskir háskólar virðast hafa tekið þá stefnu að leiða sjálfa sig í gegnum endalausar skipulagsbreytingar, þar sem deildir verða skólar (Schools) og skólar verða stofnanir og stofnanir verða deildir (einhverjir munu víst hafa starfa af skipulagsbreytingum þessum).

Nú getur maður ímyndað sér að MSc-nám byggi kannski meira á raunvísindalegum fræðum og aðferðum, en MA-námið. Það er þó engan veginn öruggt og gott ráð að kanna ítarlega uppbyggingu námsins í hverju tilviki, hvernig námsmati er háttað, hvaða námskeið boðið er upp á, hver eru skyldunámskeið og svo framvegis. Um að gera er að hafa samband við þær deildir sem spyrjanda/lesanda líst á og spyrja í þaula. Breskir háskólar geta haft talsverðar tekjur af framhaldsnemum frá löndum eins og Íslandi og taka þeim því yfirleitt fagnandi.

Mynd: guardian.co.uk. Sótt 30. 10. 2008.


Hér fylgja hlekkir sem spyrjandi sendi okkur á skóla sem bjóða upp á mismunandi gráður fyrir meistaranám í kynjafræði:...