Hjá Bandarísku manntalsskrifstofunni er einnig hægt að nálgast sambærilegar tölur fyrir afmörkuð svæði í heiminum og einstök lönd. Ef áætlanir ársins 2017 fyrir hverja heimsálfu eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að í heildina er mest fólksfjölgun á ári í Asíu enda er það fjölmennasta heimsálfan. Hlutfallsleg fjölgun er þó mest í Afríku. Jafnframt má sjá að í Evrópu eru fleiri dauðsföll en fæðingar á ári.
Tímaeining Fæðingar Andlát Fjölgun Ár 135.865.000 57.615.000 78.250.000 Mánuður 11.322.083 4.801.250 6.520.833 Dagur 372.233 157.849 214.384 Klukkustund 15.510 6.577 8.933 Mínúta 258 110 148 Sekúnda 4,3 1,8 2,5
Heimsálfa | Fæðingar | Andlát | Náttúruleg fjölgun* | Náttúrleg fjölgun (%) |
Afríka | 40.452.000 | 10.743.000 | 29.709.000 | 2,4 |
Asía | 72.316.000 | 31.401.000 | 40.915.000 | 0,9 |
Evrópa | 7.667.000 | 8.351.000 | -684.000 | -0,1 |
Eyjaálfa | 571.000 | 266.000 | 305.000 | 1,1 |
Norður-Ameríka | 4.433.000 | 2.991.000 | 1.442.000 | 0,8 |
Suður-Ameríka | 10.426.000 | 3.863.000 | 6.563.000 | 0,9 |