Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sólin stór?

Tryggvi Þorgeirsson

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar?

Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annars efnis í sólkerfinu. Stærðarhlutföllin koma fram í grófum dráttum á myndinni hér til hliðar.

Geisli (radíus) sólar, það er vegalengdin frá miðju hennar og út að yfirborði, er 696.000 km. Það er 109 sinnum meira en geisli jarðar. Þetta þýðir, ef við berum saman stærð jarðar og sólar, hvort sem talað er um geisla, þvermál eða ummál, að þá er sólin 109 sinnum stærri en jörðin.

Sé rúmmálið skoðað er munurinn hins vegar mun meiri. Rúmmál sólar er um 1,41 1018 rúmkílómetrar, sem er um 1,3 milljón sinnum meira en rúmmál jarðar. Vegna þess að eðlismassi sólar er töluvert lægri en eðlismassi jarðar munar ekki eins miklu á massanum, en massi sólar er 330.000 sinnum meiri en massi jarðar (af þessu má sjá að eðlismassi jarðar er næstum 4 sinnum meiri en eðlismassi sólar).

Ef við athugum jöfnuna fyrir rúmmál kúlu (V) með geisla r sjáum við ástæðuna fyrir því að munurinn á rúmmáli er svo miklu meiri en munurinn á geislanum:



Eins og hér sést er rúmmál kúlulaga hlutar í hlutfalli við geisla hlutarins í þriðja veldi. Það þýðir til dæmis, ef geisli hlutar A er 4 sinnum stærri en geisli hlutar B, að þá er rúmmál A 64 sinnum meira en rúmmál B (4 x 4 x 4 = 64).

Fjallað er um hita sólar í þessu svari sama höfundar.

Sagt er frá myndun og þróun sólarinnar í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni: Af hverju er sólin til?

Heimildir:

Freedman, R. A., og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.4.2000

Spyrjandi

Sara Rut Ágústsdóttir, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað er sólin stór?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=354.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 19. apríl). Hvað er sólin stór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=354

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað er sólin stór?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar?

Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annars efnis í sólkerfinu. Stærðarhlutföllin koma fram í grófum dráttum á myndinni hér til hliðar.

Geisli (radíus) sólar, það er vegalengdin frá miðju hennar og út að yfirborði, er 696.000 km. Það er 109 sinnum meira en geisli jarðar. Þetta þýðir, ef við berum saman stærð jarðar og sólar, hvort sem talað er um geisla, þvermál eða ummál, að þá er sólin 109 sinnum stærri en jörðin.

Sé rúmmálið skoðað er munurinn hins vegar mun meiri. Rúmmál sólar er um 1,41 1018 rúmkílómetrar, sem er um 1,3 milljón sinnum meira en rúmmál jarðar. Vegna þess að eðlismassi sólar er töluvert lægri en eðlismassi jarðar munar ekki eins miklu á massanum, en massi sólar er 330.000 sinnum meiri en massi jarðar (af þessu má sjá að eðlismassi jarðar er næstum 4 sinnum meiri en eðlismassi sólar).

Ef við athugum jöfnuna fyrir rúmmál kúlu (V) með geisla r sjáum við ástæðuna fyrir því að munurinn á rúmmáli er svo miklu meiri en munurinn á geislanum:



Eins og hér sést er rúmmál kúlulaga hlutar í hlutfalli við geisla hlutarins í þriðja veldi. Það þýðir til dæmis, ef geisli hlutar A er 4 sinnum stærri en geisli hlutar B, að þá er rúmmál A 64 sinnum meira en rúmmál B (4 x 4 x 4 = 64).

Fjallað er um hita sólar í þessu svari sama höfundar.

Sagt er frá myndun og þróun sólarinnar í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni: Af hverju er sólin til?

Heimildir:

Freedman, R. A., og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company....