Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir passía?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá átti samkvæmt helgisiðareglum að lesa alla píslarsöguna við guðsþjónustu á föstudaginn langa. Elsti textinn er Kirkjuskipunin eða Ordinansía frá 1541 þar sem segir að presturinn skuli á föstudaginn langa stíga í predikunarstól
…og lesi fram heila passíuna hvað eftir annað svo sem hún er samanlesin og útskrifuð eftir guðspjallamönnum af Doctor Johanne pomerano allt að upprisunnar historia…
Í Grallaranum frá 1594 er líka talað um passíuna í þessu sambandi en í yngri þýðingu af Ordinansíunni frá því í lok 16. aldar er talað um píningarhistoríuna. (Sjá Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 136 og 190). Þessi passía eða píningarhistoría sem Ordinansían vitnar til var rit sem út kom 1558 í þýðingu Odds Gottskálkssonar og hét Historian pínunnar og upprisu Drottins vors Jesú Christí út af fjórum guðspjallamönnum af D. Johanni Bugenhagen Pommerano að nýju með athygli saman lesin. Þegar farið var að gefa út handbækur presta í lok 16. aldar var píslarsagan prentuð í þeim og allt fram á 19. öld. Síðan á 19. öld hefur píslarsagan oft verið gefin út sérstaklega, síðast með 79. útgáfu Passíusálmanna 1991.

Hallgrímur Pétursson orti Passíusálma sína út frá píslarsögunni eins og hún birtist í handbók presta um hans daga. Sálmar hans hafa frá upphafi gengið undir heitinu Passíusálmar, þótt þeir hafi verið gefnir út undir mismunandi heitum í mismunandi útgáfum. Á vef Ríkisútvarpsins er að finna mjög skemmtilega samantekt Ólafs Pálmasonar um útgáfusögu og heiti Passíusálmanna.

Á barokktímanum sömdu tónskáld verk sem byggðust á píslarsögu einstakra guðspjallamanna og nefndu Passion. Frægust eru að líkindum verk J.S. Bachs, St. Matthäus Passion og St. Johannes Passion sem hafa verið flutt hér á landi undir heitunum Matteusarpassían og Jóhannesarpassían.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.6.2003

Spyrjandi

Erna Þráinsdóttir

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað þýðir passía?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3470.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2003, 2. júní). Hvað þýðir passía? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3470

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað þýðir passía?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá átti samkvæmt helgisiðareglum að lesa alla píslarsöguna við guðsþjónustu á föstudaginn langa. Elsti textinn er Kirkjuskipunin eða Ordinansía frá 1541 þar sem segir að presturinn skuli á föstudaginn langa stíga í predikunarstól

…og lesi fram heila passíuna hvað eftir annað svo sem hún er samanlesin og útskrifuð eftir guðspjallamönnum af Doctor Johanne pomerano allt að upprisunnar historia…
Í Grallaranum frá 1594 er líka talað um passíuna í þessu sambandi en í yngri þýðingu af Ordinansíunni frá því í lok 16. aldar er talað um píningarhistoríuna. (Sjá Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 136 og 190). Þessi passía eða píningarhistoría sem Ordinansían vitnar til var rit sem út kom 1558 í þýðingu Odds Gottskálkssonar og hét Historian pínunnar og upprisu Drottins vors Jesú Christí út af fjórum guðspjallamönnum af D. Johanni Bugenhagen Pommerano að nýju með athygli saman lesin. Þegar farið var að gefa út handbækur presta í lok 16. aldar var píslarsagan prentuð í þeim og allt fram á 19. öld. Síðan á 19. öld hefur píslarsagan oft verið gefin út sérstaklega, síðast með 79. útgáfu Passíusálmanna 1991.

Hallgrímur Pétursson orti Passíusálma sína út frá píslarsögunni eins og hún birtist í handbók presta um hans daga. Sálmar hans hafa frá upphafi gengið undir heitinu Passíusálmar, þótt þeir hafi verið gefnir út undir mismunandi heitum í mismunandi útgáfum. Á vef Ríkisútvarpsins er að finna mjög skemmtilega samantekt Ólafs Pálmasonar um útgáfusögu og heiti Passíusálmanna.

Á barokktímanum sömdu tónskáld verk sem byggðust á píslarsögu einstakra guðspjallamanna og nefndu Passion. Frægust eru að líkindum verk J.S. Bachs, St. Matthäus Passion og St. Johannes Passion sem hafa verið flutt hér á landi undir heitunum Matteusarpassían og Jóhannesarpassían. ...