Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:51 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:51 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hveraörverur?

Jakob K. Kristjánsson

Hveraörverur eru, eins og nafnið bendir til, örverur sem lifa í hverum. Þessar örverur geta verið margbreytilegar og tilheyra öllum þremur ríkjum lífvera, það er ríkjum heilkjörnunga (eukarya), baktería eða gerla (bacteria) og fornbaktería (archaea).

Þær heilkjarna örverur sem finnast í hverum, eins og til dæmis hitakærir sveppir, geta vaxið við allt að 60°C. Þegar hitinn er kominn upp fyrir 60-62°C geta einungis dreifkjörnungar lifað.

Hæsta hitastig sem vitað er að bakteríur geti vaxið við er 95°C og eru það tegundir af ættkvíslinni Aquifex. Um er að ræða nokkuð algengar tegundir í brennisteinsríkum vatnshverum og mynda bakteríurnar þá gjarnan langa, þunna gráleita þræði í vatninu. Þær nærast á orku úr vetni og brennisteinsvetni, sem oft er mikið af í gasuppstreymi í hverum.

Fornbakteríur finnast einnig við mismunandi hitastig en þær geta hins vegar vaxið við enn hærri hita en bakteríurnar eða allt að 113°C, sem er hæsta vaxtarhitastig sem þekkt er fyrir nokkra lífveru. Þetta heimsmet í hitaþoli eiga fornbakteríur af ættkvíslinni Pyrolobus úr neðansjávarhverum.



Skoðið einnig svör Guðmundar Pálmasonar og Halldórs Ármannssonar við spurningunum:

Mynd af Aquifex bakteríu: Genome News Network

Mynd af fornbakteríum: Universität Regensburg

Höfundur

rannsóknarprófessor við líffræðiskor HÍ, forstjóri Prokaria

Útgáfudagur

12.5.2003

Spyrjandi

Valgerður Benediktsdóttir,
f. 1984

Tilvísun

Jakob K. Kristjánsson. „Hvað eru hveraörverur?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2003, sótt 28. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3407.

Jakob K. Kristjánsson. (2003, 12. maí). Hvað eru hveraörverur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3407

Jakob K. Kristjánsson. „Hvað eru hveraörverur?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2003. Vefsíða. 28. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3407>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hveraörverur?
Hveraörverur eru, eins og nafnið bendir til, örverur sem lifa í hverum. Þessar örverur geta verið margbreytilegar og tilheyra öllum þremur ríkjum lífvera, það er ríkjum heilkjörnunga (eukarya), baktería eða gerla (bacteria) og fornbaktería (archaea).

Þær heilkjarna örverur sem finnast í hverum, eins og til dæmis hitakærir sveppir, geta vaxið við allt að 60°C. Þegar hitinn er kominn upp fyrir 60-62°C geta einungis dreifkjörnungar lifað.

Hæsta hitastig sem vitað er að bakteríur geti vaxið við er 95°C og eru það tegundir af ættkvíslinni Aquifex. Um er að ræða nokkuð algengar tegundir í brennisteinsríkum vatnshverum og mynda bakteríurnar þá gjarnan langa, þunna gráleita þræði í vatninu. Þær nærast á orku úr vetni og brennisteinsvetni, sem oft er mikið af í gasuppstreymi í hverum.

Fornbakteríur finnast einnig við mismunandi hitastig en þær geta hins vegar vaxið við enn hærri hita en bakteríurnar eða allt að 113°C, sem er hæsta vaxtarhitastig sem þekkt er fyrir nokkra lífveru. Þetta heimsmet í hitaþoli eiga fornbakteríur af ættkvíslinni Pyrolobus úr neðansjávarhverum.



Skoðið einnig svör Guðmundar Pálmasonar og Halldórs Ármannssonar við spurningunum:

Mynd af Aquifex bakteríu: Genome News Network

Mynd af fornbakteríum: Universität Regensburg...