Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?

Magnús Viðar Skúlason

Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt:
Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum og hljóðritum, þar á meðal hljómplötum, án samþykkis framleiðanda uns liðin eru 50 ár frá næstu áramótum eftir að frumupptaka var framkvæmd. Sé upptöku dreift til almennings innan greinds verndartímabils skal vernd þó haldast í 50 ár frá næstu áramótum eftir fyrstu dreifingu.
Þarna er greint frá þeirri vernd sem hljóðritun, sem í þessu tilfelli á við tónlist, nýtur og öll upptaka eða eftirgerð til almennings er sögð óheimil. Hinsvegar má búa til eintök í eigin þágu og undir það fellur upptaka á eigin söng eða hljóðfæraleik á lagi eftir annan höfund. En samkvæmt ofantalinn grein er hverskyns dreifing á efninu og þá um leið öll viðskipti bönnuð með slíkar upptökur. Dreifing til almennings í þessu tilfelli myndi þá einnig falla undir nánustu ættingja og vini.

Skoðið einnig svar Jóns Elvars Guðmundssonar við spurningunni Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.4.2003

Síðast uppfært

13.4.2021

Spyrjandi

Karl Njálsson, f. 1988

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3337.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 14. apríl). Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3337

Magnús Viðar Skúlason. „Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3337>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?
Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt:

Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum og hljóðritum, þar á meðal hljómplötum, án samþykkis framleiðanda uns liðin eru 50 ár frá næstu áramótum eftir að frumupptaka var framkvæmd. Sé upptöku dreift til almennings innan greinds verndartímabils skal vernd þó haldast í 50 ár frá næstu áramótum eftir fyrstu dreifingu.
Þarna er greint frá þeirri vernd sem hljóðritun, sem í þessu tilfelli á við tónlist, nýtur og öll upptaka eða eftirgerð til almennings er sögð óheimil. Hinsvegar má búa til eintök í eigin þágu og undir það fellur upptaka á eigin söng eða hljóðfæraleik á lagi eftir annan höfund. En samkvæmt ofantalinn grein er hverskyns dreifing á efninu og þá um leið öll viðskipti bönnuð með slíkar upptökur. Dreifing til almennings í þessu tilfelli myndi þá einnig falla undir nánustu ættingja og vini.

Skoðið einnig svar Jóns Elvars Guðmundssonar við spurningunni Er ólöglegt að afrita tónlist ef flytjendur njóta höfundaréttar?...