Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur hreysiköttur út?

Jón Már Halldórsson

Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.

Hreysikettir eru 17-33 cm á lengd og eru karldýrin oftast um helmingi lengri en kvendýrin. Hreysikettir hafa dæmigerða líkamsgerð víslu, þeir eru langir og grannvaxnir með stutta fótleggi. Höfuðlagið minnir mjög á minka. Þeir eru með stutt og kringlótt eyru, stór svört augu og löng veiðihár. Á veturna er feldurinn hvítur, rófuendinn helst þó svartur. Á sumrin fella hreysikettir hár og fá ljósbrúnan feld sem klárlega er aðlögun að barrskóga- og túndruumhverfinu sem þeir lifa í.




Lesefni um hreysiketti, heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.4.2003

Spyrjandi

Birkir Eyþór, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lítur hreysiköttur út?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3332.

Jón Már Halldórsson. (2003, 11. apríl). Hvernig lítur hreysiköttur út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3332

Jón Már Halldórsson. „Hvernig lítur hreysiköttur út?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3332>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur hreysiköttur út?
Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.

Hreysikettir eru 17-33 cm á lengd og eru karldýrin oftast um helmingi lengri en kvendýrin. Hreysikettir hafa dæmigerða líkamsgerð víslu, þeir eru langir og grannvaxnir með stutta fótleggi. Höfuðlagið minnir mjög á minka. Þeir eru með stutt og kringlótt eyru, stór svört augu og löng veiðihár. Á veturna er feldurinn hvítur, rófuendinn helst þó svartur. Á sumrin fella hreysikettir hár og fá ljósbrúnan feld sem klárlega er aðlögun að barrskóga- og túndruumhverfinu sem þeir lifa í.




Lesefni um hreysiketti, heimildir og myndir:...