Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á. Hugsum okkur til dæmis að ég bjóði gestum í mat og meðal annars séu á boðstólum hjá mér grænar baunir úr dós. Það vill svo til að starfsmaður í baunaverksmiðjunni setti eitur í baunadósina og allir gestir mínir hrynja niður. Flestir eru sammála því að ég er ekki sek um að hafa myrt gestina þrátt fyrir að hafa veitt þeim baunirnar; ég setti ekki eitrið í dósina og vissi ekki af því. Réttmæti athafnar minnar (að veita grænar baunir) verður því ekki metið út frá þeirri tilviljun, sem ekki var á mína ábyrgð, að banvænt eitur skyldi vera í dósinni.

Það virðist því ganga gegn hugmyndum okkar um siðferði að þær hafi eitthvað með heppni að gera. Við getum verið gáfuð, rík og falleg af einskærri heppni en það hvort við erum góðar manneskjur sem breyta rétt á að vera eitthvað sem hafið er yfir heppni. Hugtakið siðferðileg heppni er samkvæmt þessu mótsagnakennt.

Moral Luck eftir Bernard William.

Málið er þó ekki svona einfalt. Ýmsir heimspekingar, meðal annars Bernard Williams og Thomas Nagel, hafa bent á að heppni og tilviljanir geta skipt máli í sambandi við siðferðilega dóma. Hugsum okkur tvo bílstjóra sem aka um með lélegar bremsur vegna trassaskapar. Annar er heppinn og lendir ekki í neinum óhöppum og drífur sig loks með bílinn á verkstæði. Hann skammast sín kannski svolítið fyrir trassaskapinn. Hinn bílstjórinn ekur á barn sem hleypur óvænt út á götuna. Hann nær ekki að stöðva bílinn í tæka tíð og barnið deyr. Ósjálfrátt dæmum við þennan óheppna bílstjóra harðar en hinn heppna og samviskubit hans er auðvitað margfalt á við samviskubit hins.

Við getum líka hugsað okkur þau Benna og Báru sem bæði ætla að fremja morð. Bára drepur fórnarlamb sitt og er svo ákærð fyrir morð. Fórnarlamb Benna er hins vegar nýkomið af sjálfsvarnarnámskeiði og yfirbugar hann. Benni er ákærður fyrir morðtilraun og hlýtur vægari dóm en Bára.

Í grein sinni „Moral luck“ fjallar Thomas Nagel um fjögur svið þar sem hægt er að tala um siðferðilega heppni:

  1. Upplagsheppni. Við erum misjöfn að upplagi. Sum erum við skapmikil og önnur ekki, sumt fólk er hjartahlýtt og örlátt meðan annað er eigingjarnt og illgjarnt. Að minnsta kosti að einhverju leyti stjórnast skapgerð okkar af hlutum sem við höfum ekki valið eða höfum ekki beina stjórn á. Þarna koma til erfðir og umhverfisþættir sem eru ekki á okkar valdi. Því má segja að það hvort við erum að upplagi líkleg til að fremja illvirki eða ekki stjórnist af heppni. Flestum finnst þó eðlilegt að leggja siðferðilegt mat á fólk á grundvelli upplags þess.
  2. Kringumstæðuheppni. Hvar við búum, hver við erum og á hvaða tímum við lifum setur kringumstæðum okkar og tækifærum skorður. Nagel tekur dæmi af Þjóðverja sem varð foringi í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Ef nasistar hefðu aldrei komist til valda, eða ef hann hefði flutt frá Þýskalandi 1930, hefði hann kannski lifað friðsælu lífi og aldrei framið þau illvirki sem hann framdi í útrýmingarbúðunum. Eins dæmum við oft fólk fyrir að velja rangt þegar um er að ræða val sem við höfum sjálf aldrei þurft að standa frammi fyrir.
  3. Orsakaheppni. Fyrri kringumstæður ákvarða, að minnsta kosti að einhverju leyti, það hvernig við erum og hvernig kringumstæður okkar eru nú.
  4. Útkomuheppni. Dæmin sem tekin voru hér að ofan, af bílstjórunum og Benna og Báru, varða útkomu athafnanna og það hvernig heppni (eða óheppni) geta haft áhrif á hana.

Hugmyndin um siðferðilega heppni er talin sýna fram á mótsögn í grundvallarhugmyndum okkar um siðferði. Okkur finnst að siðferðisdómar eigi með öllu að vera óháðir heppni og jafnframt er ljóst að heppni kemur heilmikið við sögu í siðferðisdómum. Báðar forsendurnar virðast réttar og eðlilegar og því er gjarnan litið svo á að hugtakið siðferðileg heppni leiði í ljós vanda sem ekki hefur verið leystur.

Heimild og mynd:

  • Thomas Nagel (1979), Mortal Questions, Cambridge: Cambridge University Press.
  • Moral Luck: Amazon.com

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

9.4.2003

Síðast uppfært

22.1.2021

Spyrjandi

Sóley Jónasdóttir

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3322.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 9. apríl). Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3322

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3322>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?
Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á. Hugsum okkur til dæmis að ég bjóði gestum í mat og meðal annars séu á boðstólum hjá mér grænar baunir úr dós. Það vill svo til að starfsmaður í baunaverksmiðjunni setti eitur í baunadósina og allir gestir mínir hrynja niður. Flestir eru sammála því að ég er ekki sek um að hafa myrt gestina þrátt fyrir að hafa veitt þeim baunirnar; ég setti ekki eitrið í dósina og vissi ekki af því. Réttmæti athafnar minnar (að veita grænar baunir) verður því ekki metið út frá þeirri tilviljun, sem ekki var á mína ábyrgð, að banvænt eitur skyldi vera í dósinni.

Það virðist því ganga gegn hugmyndum okkar um siðferði að þær hafi eitthvað með heppni að gera. Við getum verið gáfuð, rík og falleg af einskærri heppni en það hvort við erum góðar manneskjur sem breyta rétt á að vera eitthvað sem hafið er yfir heppni. Hugtakið siðferðileg heppni er samkvæmt þessu mótsagnakennt.

Moral Luck eftir Bernard William.

Málið er þó ekki svona einfalt. Ýmsir heimspekingar, meðal annars Bernard Williams og Thomas Nagel, hafa bent á að heppni og tilviljanir geta skipt máli í sambandi við siðferðilega dóma. Hugsum okkur tvo bílstjóra sem aka um með lélegar bremsur vegna trassaskapar. Annar er heppinn og lendir ekki í neinum óhöppum og drífur sig loks með bílinn á verkstæði. Hann skammast sín kannski svolítið fyrir trassaskapinn. Hinn bílstjórinn ekur á barn sem hleypur óvænt út á götuna. Hann nær ekki að stöðva bílinn í tæka tíð og barnið deyr. Ósjálfrátt dæmum við þennan óheppna bílstjóra harðar en hinn heppna og samviskubit hans er auðvitað margfalt á við samviskubit hins.

Við getum líka hugsað okkur þau Benna og Báru sem bæði ætla að fremja morð. Bára drepur fórnarlamb sitt og er svo ákærð fyrir morð. Fórnarlamb Benna er hins vegar nýkomið af sjálfsvarnarnámskeiði og yfirbugar hann. Benni er ákærður fyrir morðtilraun og hlýtur vægari dóm en Bára.

Í grein sinni „Moral luck“ fjallar Thomas Nagel um fjögur svið þar sem hægt er að tala um siðferðilega heppni:

  1. Upplagsheppni. Við erum misjöfn að upplagi. Sum erum við skapmikil og önnur ekki, sumt fólk er hjartahlýtt og örlátt meðan annað er eigingjarnt og illgjarnt. Að minnsta kosti að einhverju leyti stjórnast skapgerð okkar af hlutum sem við höfum ekki valið eða höfum ekki beina stjórn á. Þarna koma til erfðir og umhverfisþættir sem eru ekki á okkar valdi. Því má segja að það hvort við erum að upplagi líkleg til að fremja illvirki eða ekki stjórnist af heppni. Flestum finnst þó eðlilegt að leggja siðferðilegt mat á fólk á grundvelli upplags þess.
  2. Kringumstæðuheppni. Hvar við búum, hver við erum og á hvaða tímum við lifum setur kringumstæðum okkar og tækifærum skorður. Nagel tekur dæmi af Þjóðverja sem varð foringi í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Ef nasistar hefðu aldrei komist til valda, eða ef hann hefði flutt frá Þýskalandi 1930, hefði hann kannski lifað friðsælu lífi og aldrei framið þau illvirki sem hann framdi í útrýmingarbúðunum. Eins dæmum við oft fólk fyrir að velja rangt þegar um er að ræða val sem við höfum sjálf aldrei þurft að standa frammi fyrir.
  3. Orsakaheppni. Fyrri kringumstæður ákvarða, að minnsta kosti að einhverju leyti, það hvernig við erum og hvernig kringumstæður okkar eru nú.
  4. Útkomuheppni. Dæmin sem tekin voru hér að ofan, af bílstjórunum og Benna og Báru, varða útkomu athafnanna og það hvernig heppni (eða óheppni) geta haft áhrif á hana.

Hugmyndin um siðferðilega heppni er talin sýna fram á mótsögn í grundvallarhugmyndum okkar um siðferði. Okkur finnst að siðferðisdómar eigi með öllu að vera óháðir heppni og jafnframt er ljóst að heppni kemur heilmikið við sögu í siðferðisdómum. Báðar forsendurnar virðast réttar og eðlilegar og því er gjarnan litið svo á að hugtakið siðferðileg heppni leiði í ljós vanda sem ekki hefur verið leystur.

Heimild og mynd:

  • Thomas Nagel (1979), Mortal Questions, Cambridge: Cambridge University Press.
  • Moral Luck: Amazon.com
...