Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Jón Már Halldórsson

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fuglategunda sem hafa verið greindar á Indlandi (hvort sem um varpfugla eða flækinga er að ræða) er um 1200 eða rúmlega 13% af þekktum fuglategundum heimsins. Í landinu er að finna 209 froskdýrategundir og 456 skriðdýrategundir. Af þessum lista eru landlægar (sem aðeins finnast á Indlandi og hvergi annars staðar) tegundir spendýra um 33, 69 tegundir fugla, 204 skriðdýrategundir og 110 froskdýrategundir. Eins og glögglega sést á þessari talningu á landhryggdýrum, verður ekki gerð grein fyrir öllum þessum dýrum svo fullnægjandi sé en hér að neðan verður fjallað um helstu einkennisdýr indverskrar náttúru.

Þjóðardýr Indlands er bengal-tígrisdýrið (Panthera tigris tigris). Indland er aðalheimkynni tígrisdýra í heiminum og telja vísindamenn að aðeins um 3500 þeirra séu eftir á Indlandi á sífellt minnkandi búsvæði.

Asíski fíllinn (Elephas maximus) er stærsta landspendýr Indlands og finnst víða í skóglendi í þjóðgörðum en hefur farið fækkandi. Nashyrningar lifa einnig víða en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. Stórvaxnasta villinautið á Indlandi er gáruxinn (Bos gaurus). Stærstu karldýrin geta náð allt að 900 kg að þyngd. Hann lifir nú einungis í nokkrum þjóðgörðum, svo sem Kanha þjóðgarðinum sem er einn merkasti þjóðgarður Indlands. Samba-hjörturinn (Cervus unicolor) er skógarhjörtur og helsta fæða tígrisdýra. Hann lifir í litlum hjörðum í þéttu skóglendi og getur vegið allt að 250 kg og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Fjöldi dádýra lifir í skóglendi Indlands sem og villisvín og smærri spendýr, en af rándýrum má telja upp, utan tígrisdýrsins, hlébarða, villihunda og úlfa.

Margar kunnar slöngutegundir fyrirfinnast á Indlandi, svo sem indverska python-kyrkislanga (Python molurus), sem getur orðið allt að 10 m á lengd og vegið yfir 130 kg. Önnur stórvaxin kyrkislanga er bóan, en sennilega er "drottning" indverskra skriðdýra hin stórhættulega gleraugnaslanga, kóbran (Naja naja), sem hefur flest mannslíf á samviskunni af indverskum dýrum.

Margar stórbrotnar fuglategundir finnast á Indlandi og alls um 13% fuglategunda heimsins fyrir finnast á Indlandi í einhverjum mæli. Á þessari síðu má sjá lista yfir indverska fuglategundir bæði á latínu og ensku.

Nú við upphaf 21. aldar fór íbúafjöldi Indlands yfir einn milljarð og er Indland annað af tveimur ríkjum heims sem geta státað af slíkum mannfjölda. Íbúarfjöldinn hefur aukist stórkostlega á 50 árum og ljóst er að gengið hefur verið gríðarlega á villt svæði í landinu. Flest stór spendýr í indverskri náttúru eru komin í hættu eða verulega hættu á útrýmingu, en mikil vinna hefur verið lögð í að vernda þá fánu sem eftir er í þessu stóra landi. Til dæmis hafa stjórnvöld verið dugleg síðastliðin 20 ár við að stofna verndarsvæði og þjóðgarða og eru núna alls 88 þjóðgarðar á Indlandi og 490 verndarsvæði. Sum svæðin eru einstök svo sem Sundarbarn-votlendið þar sem finna má allt að 300 tígrisdýr. Dýrafræðingar hafa talið að fjöldi tegunda sem hafa verið greindar á Indlandi, sé alls rúmlega 89 þúsund talsins og er það um 7-8 % af heildarfjölda þekktra dýrategunda jarðar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.3.2003

Spyrjandi

Svanhvít Sigurðardóttir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3290.

Jón Már Halldórsson. (2003, 28. mars). Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3290

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3290>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?
Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fuglategunda sem hafa verið greindar á Indlandi (hvort sem um varpfugla eða flækinga er að ræða) er um 1200 eða rúmlega 13% af þekktum fuglategundum heimsins. Í landinu er að finna 209 froskdýrategundir og 456 skriðdýrategundir. Af þessum lista eru landlægar (sem aðeins finnast á Indlandi og hvergi annars staðar) tegundir spendýra um 33, 69 tegundir fugla, 204 skriðdýrategundir og 110 froskdýrategundir. Eins og glögglega sést á þessari talningu á landhryggdýrum, verður ekki gerð grein fyrir öllum þessum dýrum svo fullnægjandi sé en hér að neðan verður fjallað um helstu einkennisdýr indverskrar náttúru.

Þjóðardýr Indlands er bengal-tígrisdýrið (Panthera tigris tigris). Indland er aðalheimkynni tígrisdýra í heiminum og telja vísindamenn að aðeins um 3500 þeirra séu eftir á Indlandi á sífellt minnkandi búsvæði.

Asíski fíllinn (Elephas maximus) er stærsta landspendýr Indlands og finnst víða í skóglendi í þjóðgörðum en hefur farið fækkandi. Nashyrningar lifa einnig víða en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. Stórvaxnasta villinautið á Indlandi er gáruxinn (Bos gaurus). Stærstu karldýrin geta náð allt að 900 kg að þyngd. Hann lifir nú einungis í nokkrum þjóðgörðum, svo sem Kanha þjóðgarðinum sem er einn merkasti þjóðgarður Indlands. Samba-hjörturinn (Cervus unicolor) er skógarhjörtur og helsta fæða tígrisdýra. Hann lifir í litlum hjörðum í þéttu skóglendi og getur vegið allt að 250 kg og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Fjöldi dádýra lifir í skóglendi Indlands sem og villisvín og smærri spendýr, en af rándýrum má telja upp, utan tígrisdýrsins, hlébarða, villihunda og úlfa.

Margar kunnar slöngutegundir fyrirfinnast á Indlandi, svo sem indverska python-kyrkislanga (Python molurus), sem getur orðið allt að 10 m á lengd og vegið yfir 130 kg. Önnur stórvaxin kyrkislanga er bóan, en sennilega er "drottning" indverskra skriðdýra hin stórhættulega gleraugnaslanga, kóbran (Naja naja), sem hefur flest mannslíf á samviskunni af indverskum dýrum.

Margar stórbrotnar fuglategundir finnast á Indlandi og alls um 13% fuglategunda heimsins fyrir finnast á Indlandi í einhverjum mæli. Á þessari síðu má sjá lista yfir indverska fuglategundir bæði á latínu og ensku.

Nú við upphaf 21. aldar fór íbúafjöldi Indlands yfir einn milljarð og er Indland annað af tveimur ríkjum heims sem geta státað af slíkum mannfjölda. Íbúarfjöldinn hefur aukist stórkostlega á 50 árum og ljóst er að gengið hefur verið gríðarlega á villt svæði í landinu. Flest stór spendýr í indverskri náttúru eru komin í hættu eða verulega hættu á útrýmingu, en mikil vinna hefur verið lögð í að vernda þá fánu sem eftir er í þessu stóra landi. Til dæmis hafa stjórnvöld verið dugleg síðastliðin 20 ár við að stofna verndarsvæði og þjóðgarða og eru núna alls 88 þjóðgarðar á Indlandi og 490 verndarsvæði. Sum svæðin eru einstök svo sem Sundarbarn-votlendið þar sem finna má allt að 300 tígrisdýr. Dýrafræðingar hafa talið að fjöldi tegunda sem hafa verið greindar á Indlandi, sé alls rúmlega 89 þúsund talsins og er það um 7-8 % af heildarfjölda þekktra dýrategunda jarðar.

Heimildir og myndir:...