Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er vinnutími Indverja?

JGÞ

Svonefnd verksmiðjulög á Indlandi sem að stofninum til eru frá árinu 1948 en endurskoðuð 1987, kveða á um 48 stunda vinnuviku hjá fullorðnum. Þeir sem stunda skrifstofuvinna vinna að jafnaði 35-40 stunda vinnuviku.

Samkvæmt verksmiðjulögunum skal vinnutími takmarkast við 9 stundir á degi hverjum og að jafnaði er fyrsti dagur í hverri viku frídagur.

Alls konar undantekningar gilda um vinnutíma Indverja en að jafnaði skal vinnudagurinn ekki vera lengri en 12 stundir og vinnustundir á viku skulu ekki vera fleiri en 60.

Sérstök ákvæði gilda um vinnutíma kvenna. Samkvæmt lögunum skulu konur ekki hefja störf í verksmiðjum fyrir klukkan 6 á morgnana og vinnu þeirra skal vera lokið klukkan 7 á kvöldin. Ríkisstjórnin getur aukið vinnutíma kvenna en samkvæmt lögunum er skýrt kveðið á um það að konur skuli ekki vinna eftir klukkan 10 á kvöldin og fyrir klukkan 5 á morgnana.

Um unglinga gilda aðrar reglur um vinnutíma en ekki er hægt að ráða börn 14 ára og yngri í vinnu samkvæmt lögunum.



Mynd: Sameinuðu þjóðirnar: Mannréttindi og börn

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2003

Spyrjandi

Marta Blöndal, f. 1988

Tilvísun

JGÞ. „Hver er vinnutími Indverja?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3221.

JGÞ. (2003, 11. mars). Hver er vinnutími Indverja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3221

JGÞ. „Hver er vinnutími Indverja?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3221>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er vinnutími Indverja?
Svonefnd verksmiðjulög á Indlandi sem að stofninum til eru frá árinu 1948 en endurskoðuð 1987, kveða á um 48 stunda vinnuviku hjá fullorðnum. Þeir sem stunda skrifstofuvinna vinna að jafnaði 35-40 stunda vinnuviku.

Samkvæmt verksmiðjulögunum skal vinnutími takmarkast við 9 stundir á degi hverjum og að jafnaði er fyrsti dagur í hverri viku frídagur.

Alls konar undantekningar gilda um vinnutíma Indverja en að jafnaði skal vinnudagurinn ekki vera lengri en 12 stundir og vinnustundir á viku skulu ekki vera fleiri en 60.

Sérstök ákvæði gilda um vinnutíma kvenna. Samkvæmt lögunum skulu konur ekki hefja störf í verksmiðjum fyrir klukkan 6 á morgnana og vinnu þeirra skal vera lokið klukkan 7 á kvöldin. Ríkisstjórnin getur aukið vinnutíma kvenna en samkvæmt lögunum er skýrt kveðið á um það að konur skuli ekki vinna eftir klukkan 10 á kvöldin og fyrir klukkan 5 á morgnana.

Um unglinga gilda aðrar reglur um vinnutíma en ekki er hægt að ráða börn 14 ára og yngri í vinnu samkvæmt lögunum.



Mynd: Sameinuðu þjóðirnar: Mannréttindi og börn...