Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?

Gylfi Magnússon

Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar.

Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn eiga einnig metið í fjölda á mann eða um 780 ökutæki á hverja 1.000 íbúa. Meðaltalið fyrir heiminn allan er um 120. Á Íslandi voru í desember árið 2000 skrásett ríflega 182.000 ökutæki sem gerir um 650 á hverja 1.000 íbúa. Af þessum ökutækjum voru um 159.000 fólksbílar.

Hlutdeild Bandaríkjamanna er enn meiri í orkunotkun bílaflotans því að þeir eiga stóra bíla og aka mikið. Áætlað er að árið 1999 hafi Bandaríkjamenn notað 49% af öllu bensíni sem notað var í heiminum og 39% af allri orku sem notuð var vegna samgangna.

Ford Model T.

Þess má geta að fyrsta ökutækið sem framleitt var í meira en milljón eintökum var Ford Model T, sem náði því marki árið 1922. Alls voru framleiddar um 16,5 milljónir eintaka á árunum 1908 til 1927. Metið var ekki slegið fyrr en 1973, af Volkswagen bjöllunni, sem hafði þá verið framleidd allt frá árinu 1938. Nú á Toyota Corolla metið en árið 2000 höfðu um 25 milljónir eintaka verið framleiddar frá árinu 1966.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.3.2003

Spyrjandi

Ingibjörg Daníelsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3205.

Gylfi Magnússon. (2003, 6. mars). Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3205

Gylfi Magnússon. „Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3205>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?
Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar.

Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn eiga einnig metið í fjölda á mann eða um 780 ökutæki á hverja 1.000 íbúa. Meðaltalið fyrir heiminn allan er um 120. Á Íslandi voru í desember árið 2000 skrásett ríflega 182.000 ökutæki sem gerir um 650 á hverja 1.000 íbúa. Af þessum ökutækjum voru um 159.000 fólksbílar.

Hlutdeild Bandaríkjamanna er enn meiri í orkunotkun bílaflotans því að þeir eiga stóra bíla og aka mikið. Áætlað er að árið 1999 hafi Bandaríkjamenn notað 49% af öllu bensíni sem notað var í heiminum og 39% af allri orku sem notuð var vegna samgangna.

Ford Model T.

Þess má geta að fyrsta ökutækið sem framleitt var í meira en milljón eintökum var Ford Model T, sem náði því marki árið 1922. Alls voru framleiddar um 16,5 milljónir eintaka á árunum 1908 til 1927. Metið var ekki slegið fyrr en 1973, af Volkswagen bjöllunni, sem hafði þá verið framleidd allt frá árinu 1938. Nú á Toyota Corolla metið en árið 2000 höfðu um 25 milljónir eintaka verið framleiddar frá árinu 1966.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:

Myndir:...