Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?

Gunnlaugur Björnsson

Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára.

Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að sólkerfið hafi myndast þegar stórt rykský tók að falla saman. Frumsól byrjaði að myndast í miðjunni, en umhverfis var skífulaga hjúpur úr ryki og gasi og ef til vill einstaka smáhnullungum. Allt var þetta efni á braut um hina nýmynduðu frumsól. Agnirnar í hjúpnum rákust hver á aðra og hnoðuðust við það saman í stærri einingar. Auk þess urðu árekstrarnir til þess að brautir agnanna um frumsólina, sem lágu allar í sömu sléttu eða plani, urðu nánast hringlaga. Þessar stækkandi einingar á braut um frumsólina voru byggingarefni reikistjarnanna. Þær voru áþekkar smástirnum að stærð og gerð og hafa verið nefndar reikisteinar á íslensku. Reikisteinarnir söfnuðust svo smátt og smátt saman og mynduðu innri reikistjörnur sólkerfisins, hinar svonefndu jarðstjörnur. Talið er að smástirnin í smástirnabeltinu séu líka gerð úr þessu byggingarefni.

Öllu óljósari er myndunarsaga ytri reikistjarnanna sem flestar eru úr gasblöndum ýmiss konar. Líklegast er þó að þær hafi myndast með svipuðum hætti og innri reikistjörnurnar en hafi getað stækkað miklu meira. Það stafar af því að þær eru svo miklu lengra frá sól og hitastig því lægra þar úti. Rokgjörn og létt efni rjúka því síður burt áður en þau festast í þyngdarsviði reikisteinanna og reikistjarnanna.

Myndunarsaga reikistjarnanna hefur að líkindum spannað nokkra tugi milljóna ára. Líklegt er að allar reikistjörnurnar hafi verið að myndast jafnt og þétt og samhliða á þessu tímabili og því er ekki hægt að útnefna eina sem þá elstu. Auk þess kynni að verða erfitt að skilgreina nákvæmlega hvenær reikistjarna teldist fullmótuð eða "fædd". Þó telja menn að myndun Úranusar og Neptúnusar hafi tekið lengstan tíma, allt að 100 milljón árum og gætu þær því talist yngstu reikistjörnur sólkerfisins.

Sjá nánar um myndun jarðar og annarra reikistjarna sólkerfisins í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til? Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? er fjallað stuttlega um, hvernig sólin varð til.

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

5.4.2000

Spyrjandi

Tómas Kristjánsson 15 ára

Efnisorð

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=320.

Gunnlaugur Björnsson. (2000, 5. apríl). Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=320

Gunnlaugur Björnsson. „Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=320>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?
Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára.

Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að sólkerfið hafi myndast þegar stórt rykský tók að falla saman. Frumsól byrjaði að myndast í miðjunni, en umhverfis var skífulaga hjúpur úr ryki og gasi og ef til vill einstaka smáhnullungum. Allt var þetta efni á braut um hina nýmynduðu frumsól. Agnirnar í hjúpnum rákust hver á aðra og hnoðuðust við það saman í stærri einingar. Auk þess urðu árekstrarnir til þess að brautir agnanna um frumsólina, sem lágu allar í sömu sléttu eða plani, urðu nánast hringlaga. Þessar stækkandi einingar á braut um frumsólina voru byggingarefni reikistjarnanna. Þær voru áþekkar smástirnum að stærð og gerð og hafa verið nefndar reikisteinar á íslensku. Reikisteinarnir söfnuðust svo smátt og smátt saman og mynduðu innri reikistjörnur sólkerfisins, hinar svonefndu jarðstjörnur. Talið er að smástirnin í smástirnabeltinu séu líka gerð úr þessu byggingarefni.

Öllu óljósari er myndunarsaga ytri reikistjarnanna sem flestar eru úr gasblöndum ýmiss konar. Líklegast er þó að þær hafi myndast með svipuðum hætti og innri reikistjörnurnar en hafi getað stækkað miklu meira. Það stafar af því að þær eru svo miklu lengra frá sól og hitastig því lægra þar úti. Rokgjörn og létt efni rjúka því síður burt áður en þau festast í þyngdarsviði reikisteinanna og reikistjarnanna.

Myndunarsaga reikistjarnanna hefur að líkindum spannað nokkra tugi milljóna ára. Líklegt er að allar reikistjörnurnar hafi verið að myndast jafnt og þétt og samhliða á þessu tímabili og því er ekki hægt að útnefna eina sem þá elstu. Auk þess kynni að verða erfitt að skilgreina nákvæmlega hvenær reikistjarna teldist fullmótuð eða "fædd". Þó telja menn að myndun Úranusar og Neptúnusar hafi tekið lengstan tíma, allt að 100 milljón árum og gætu þær því talist yngstu reikistjörnur sólkerfisins.

Sjá nánar um myndun jarðar og annarra reikistjarna sólkerfisins í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð jörðin til? Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? er fjallað stuttlega um, hvernig sólin varð til....