Fyrir fáeinum árum kom höfundur þessa svars við í dýragarði í evrópskri borg þar sem tígrisdýr var geymt á litlum reit og gekk stöðugt í hringi. Samkvæmt dýralækni þá bendir slíkt atferli til þunglyndis líkt og fangar sem hafðir eru í þröngum klefum geta þjáðst af. Mönnum hefur orðið ljóst, sérstaklega í tengslum við alla umræðu um "mannúðlega meðferð" á dýrum, að þau eru ekki sálar- og tilfinningalaus heldur búa yfir flóknu tilfinningalífi líkt og mannfólkið. Menn sem hafa reynt að réttlæta slæma meðferð á dýrum hafa einmitt gripið til þeirrar röksemdar að dýr skorti allar tilfinningar. Ýmis fyrirtæki í lyfja- og snyrtiiðnaði hafa reynt að ýta undir slík rök en kröfur um aðbúnað tilraunadýra hafa engu að síður farið vaxandi. Mörg dýraverndunarsamtök hafa barist gegn notkun tilraunadýra, sérstaklega í snyrtivörugeiranum. Margar ógeðfelldar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum í þeim iðnaði og dýravinir benda á að þær þjóni ekki beint hagsmunum mannkyns eins og hægt er að færa rök fyrir um tilraunir í lyfjaiðnaði. Orsök þunglyndis í dýrum, líkt og hjá þunglyndri manneskju, er truflun á taugaboðefnabúskap í heila. Þessi búskapur er mjög áþekkur í heilum flestra spendýra. En hvað á að gera fyrir þunglyndan kött? Dýralæknar benda gæludýraeigendum á að sinna dýrinu betur, sýna því ástúð og umhyggju, en eftir því sem best er vitað er enn ekki hægt að kaupa "gleðipillur" fyrir ketti eða önnur dýr í Bandaríkjunum! Fyrst er þó nauðsynlegt að ganga úr skugga um það að gæludýrið sé ekki haldið neinum líkamlegum sjúkdómi sem getur haft slík áhrif á lundarfar dýrsins. Þeim sem vilja fræðast meira um þunglyndi meðal dýra er bent á vefsetrin tvö:
Fyrir fáeinum árum kom höfundur þessa svars við í dýragarði í evrópskri borg þar sem tígrisdýr var geymt á litlum reit og gekk stöðugt í hringi. Samkvæmt dýralækni þá bendir slíkt atferli til þunglyndis líkt og fangar sem hafðir eru í þröngum klefum geta þjáðst af. Mönnum hefur orðið ljóst, sérstaklega í tengslum við alla umræðu um "mannúðlega meðferð" á dýrum, að þau eru ekki sálar- og tilfinningalaus heldur búa yfir flóknu tilfinningalífi líkt og mannfólkið. Menn sem hafa reynt að réttlæta slæma meðferð á dýrum hafa einmitt gripið til þeirrar röksemdar að dýr skorti allar tilfinningar. Ýmis fyrirtæki í lyfja- og snyrtiiðnaði hafa reynt að ýta undir slík rök en kröfur um aðbúnað tilraunadýra hafa engu að síður farið vaxandi. Mörg dýraverndunarsamtök hafa barist gegn notkun tilraunadýra, sérstaklega í snyrtivörugeiranum. Margar ógeðfelldar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum í þeim iðnaði og dýravinir benda á að þær þjóni ekki beint hagsmunum mannkyns eins og hægt er að færa rök fyrir um tilraunir í lyfjaiðnaði. Orsök þunglyndis í dýrum, líkt og hjá þunglyndri manneskju, er truflun á taugaboðefnabúskap í heila. Þessi búskapur er mjög áþekkur í heilum flestra spendýra. En hvað á að gera fyrir þunglyndan kött? Dýralæknar benda gæludýraeigendum á að sinna dýrinu betur, sýna því ástúð og umhyggju, en eftir því sem best er vitað er enn ekki hægt að kaupa "gleðipillur" fyrir ketti eða önnur dýr í Bandaríkjunum! Fyrst er þó nauðsynlegt að ganga úr skugga um það að gæludýrið sé ekki haldið neinum líkamlegum sjúkdómi sem getur haft slík áhrif á lundarfar dýrsins. Þeim sem vilja fræðast meira um þunglyndi meðal dýra er bent á vefsetrin tvö: