Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Einar Örn Þorvaldsson

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur.

Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sama hátt og gert er með til dæmis örgjörva. Einungis er hægt að mæla hraðann með tilteknar einingar kerfisins í huga, til dæmis hraða samskipta milli ákveðins vefþjóns og ákveðinnar notendatölvu.

Sá hraði verður aldrei meiri en hraði hægasta hlekksins í kerfinu og er misjafnt hver sá hlekkur er. Oftast er það tenging notendatölvu við þjónustuaðila, það er, sá hraði sem mótald venjulegra tölvunotenda vinnur á. Nú um stundir er algengt að heyra auglýsingar þar sem 256 kb/s eða 512 kb/s tengingar eru boðnar [Í dag(16.07.2010) er boðið upp á tengingar með um 12 til 50Mb/s]. Notandi með tengingu upp á 256 kb/s getur því sagt að hámarkshraði upplýsinga af Internetinu til hans séu 256 kílóbitar (kb) á sekúndu, eða 32 kílóbæti (kB) á sekúndu. Þegar notendur eru komnir með háhraðatengingar af þessu tagi er ekki víst að tenging þeirra sé hægasti hlekkurinn; vel getur verið að netþjónar sem þeir tengjast nái ekki að metta tenginguna.

Tengingar fyrirtækja við netið eru gjarnan hraðari og eru jafnvel farnar að nálgast þann hraða að innanhúsnetkerfið verður takmarkandi þáttur. Slík netkerfi eru oftast 10 eða 100 megabitar en líklega er stutt að bíða þess að gígabita netkerfi verði komin í almenna notkun.

Í stuttu máli: ekki er hægt að tala um vinnsluhraða Internetsins nema tiltaka nákvæmlega hvaða einingar þess átt er við.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: ECHO Online

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.2.2003

Spyrjandi

Andri Þórhallsson, f. 1990

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3167.

Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 24. febrúar). Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3167

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?
Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur.

Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sama hátt og gert er með til dæmis örgjörva. Einungis er hægt að mæla hraðann með tilteknar einingar kerfisins í huga, til dæmis hraða samskipta milli ákveðins vefþjóns og ákveðinnar notendatölvu.

Sá hraði verður aldrei meiri en hraði hægasta hlekksins í kerfinu og er misjafnt hver sá hlekkur er. Oftast er það tenging notendatölvu við þjónustuaðila, það er, sá hraði sem mótald venjulegra tölvunotenda vinnur á. Nú um stundir er algengt að heyra auglýsingar þar sem 256 kb/s eða 512 kb/s tengingar eru boðnar [Í dag(16.07.2010) er boðið upp á tengingar með um 12 til 50Mb/s]. Notandi með tengingu upp á 256 kb/s getur því sagt að hámarkshraði upplýsinga af Internetinu til hans séu 256 kílóbitar (kb) á sekúndu, eða 32 kílóbæti (kB) á sekúndu. Þegar notendur eru komnir með háhraðatengingar af þessu tagi er ekki víst að tenging þeirra sé hægasti hlekkurinn; vel getur verið að netþjónar sem þeir tengjast nái ekki að metta tenginguna.

Tengingar fyrirtækja við netið eru gjarnan hraðari og eru jafnvel farnar að nálgast þann hraða að innanhúsnetkerfið verður takmarkandi þáttur. Slík netkerfi eru oftast 10 eða 100 megabitar en líklega er stutt að bíða þess að gígabita netkerfi verði komin í almenna notkun.

Í stuttu máli: ekki er hægt að tala um vinnsluhraða Internetsins nema tiltaka nákvæmlega hvaða einingar þess átt er við.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: ECHO Online...