Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?

Jón Elvar Guðmundsson

Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali.

Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:
Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þess tilkynna viðmælanda sínum um fyrirætlun sína.
Með þessu er mælt fyrir um meginreglu varðandi hljóðritun símtala. Alla jafna þarf því að tilkynna viðmælanda um hljóðritun símtals, hins vegar er ekki þörf á samþykki viðmælanda. Markmiðið er því að hljóðritun fari ekki fram án vitneskju hlutaðeigandi aðila og þannig sé friðhelgi einkalífs manna tryggð.



Hins vegar koma fram undantekningar frá meginreglunni í þessari sömu 44. gr. laga um fjarskipti, 4. og 5. mgr. Þar kemur fram að ekki þarf að tilkynna sérstaklega um upptöku samtals þegar ótvírætt má ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina. Þá kemur fram að opinberum stofnunum sé heimilt að hljóðrita samtöl sem þeim berast þegar slík hljóðritun er eðlilegur þáttur í starfsemi stjórnvalds og nauðsynleg vegna þjóðar- og almannaöryggis.

Undantekningarnar frá meginreglunni voru lögfestar með lögum nr. 29/2001 sem sett voru síðar en meginreglan sjálf. Ástæða þess að undantekningarnar voru lagðar fram á þingi var sú að meginreglan var talin geta verið of víðtæk, til dæmis með tilliti til hljóðritana lögreglu, blaðamanna, fórnarlamba persónuofsókna og fjármálastofnana.

Að því er varðar fyrri undantekninguna þá þjónar hún þeim tilgangi að koma til móts við fyrirtæki sem hljóðrita samtöl, þegar það er eðlilegur þáttur í rekstri þeirra. Þetta getur átt við um fjármálafyrirtæki þar sem samtöl geta verið grundvöllur samninga. Þá kemur undantekning þessi til móts við fréttamenn og þolendur ofsókna.

Álit samgönguráðherra, flutningsmanns lagafrumvarpsins, og meirihluta samgöngunefndar á ákvæðinu er það að einföld tilkynning nægi svo telja megi að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritun, til dæmis almenn tilkynning fjölmiðils og tilkynning fórnarlambs ofsókna í eitt skipti fyrir öll að hljóðritun eigi sér stað.

Að því er varðar seinni undantekninguna þá þjónar hún þeim tilgangi að koma til móts við stofnanir eins og lögregluna, Neyðarlínuna, og þess háttar. Hins vegar eru sett þau skilyrði að bæði sé um að ræða eðilegan þátt í starfsemi stjórnvalds sem og nauðsynlegan vegna þjóðar og almannaöryggis. Því verða að teljast líkur á því að heimildin nái alla jafna aðeins til stofnana sem gæta öryggis almennings og þjóðar en ekki annarra stofnana.

Þó að heimilt geti verið að hljóðrita samtöl, þá ber þeim sem slíkt gera að hafa í huga ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs, sem og almenna löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Svarið við fyrri hluta spurningarinnar ræðst því af aðstæðum. Ef viðmælanda er tilkynnt að hljóðritun á sér stað þá er almennt ekki þörf á beinu samþykki hans á því að hljóðritun fari fram, enda má segja að áframhaldandi þátttaka hans í viðkomandi samtali jafngildi samþykki í verki.

Seinni hluti spurningarinnar lýtur að því hvort útvarpa megi símtali. Leggja ber áherslu á að niðurstaðan ræðst af efni símtalsins sem og því hvort upptaka var heimil.

Við útvarp ber sá sem flytur efni í eigin nafni ábyrgð á því. Því ber að gæta að reglum um friðhelgi einkalífsins og persónuvernd. Telja verður líklegt að óheimilt sé að útvarpa upptöku sem er gerð í heimildarleysi. Hins vegar er ekki víst að heimilt sé að útvarpa upptöku þrátt fyrir að hún sé löglega til komin. Þá ræður efni upptökunnar því hvort heimilt sé að útvarpa henni. Í því sambandi er rétt að vekja athygli á 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem hljóðar svo:
Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Heimildir
  • Þingskjal 203, 126. lþ. 193. mál.
  • Þingskjal 949, 126. lþ. 193. mál.

Mynd: HB

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

30.1.2003

Spyrjandi

Rúnar Svavarsson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3084.

Jón Elvar Guðmundsson. (2003, 30. janúar). Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3084

Jón Elvar Guðmundsson. „Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3084>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali.

Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:
Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þess tilkynna viðmælanda sínum um fyrirætlun sína.
Með þessu er mælt fyrir um meginreglu varðandi hljóðritun símtala. Alla jafna þarf því að tilkynna viðmælanda um hljóðritun símtals, hins vegar er ekki þörf á samþykki viðmælanda. Markmiðið er því að hljóðritun fari ekki fram án vitneskju hlutaðeigandi aðila og þannig sé friðhelgi einkalífs manna tryggð.



Hins vegar koma fram undantekningar frá meginreglunni í þessari sömu 44. gr. laga um fjarskipti, 4. og 5. mgr. Þar kemur fram að ekki þarf að tilkynna sérstaklega um upptöku samtals þegar ótvírætt má ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina. Þá kemur fram að opinberum stofnunum sé heimilt að hljóðrita samtöl sem þeim berast þegar slík hljóðritun er eðlilegur þáttur í starfsemi stjórnvalds og nauðsynleg vegna þjóðar- og almannaöryggis.

Undantekningarnar frá meginreglunni voru lögfestar með lögum nr. 29/2001 sem sett voru síðar en meginreglan sjálf. Ástæða þess að undantekningarnar voru lagðar fram á þingi var sú að meginreglan var talin geta verið of víðtæk, til dæmis með tilliti til hljóðritana lögreglu, blaðamanna, fórnarlamba persónuofsókna og fjármálastofnana.

Að því er varðar fyrri undantekninguna þá þjónar hún þeim tilgangi að koma til móts við fyrirtæki sem hljóðrita samtöl, þegar það er eðlilegur þáttur í rekstri þeirra. Þetta getur átt við um fjármálafyrirtæki þar sem samtöl geta verið grundvöllur samninga. Þá kemur undantekning þessi til móts við fréttamenn og þolendur ofsókna.

Álit samgönguráðherra, flutningsmanns lagafrumvarpsins, og meirihluta samgöngunefndar á ákvæðinu er það að einföld tilkynning nægi svo telja megi að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritun, til dæmis almenn tilkynning fjölmiðils og tilkynning fórnarlambs ofsókna í eitt skipti fyrir öll að hljóðritun eigi sér stað.

Að því er varðar seinni undantekninguna þá þjónar hún þeim tilgangi að koma til móts við stofnanir eins og lögregluna, Neyðarlínuna, og þess háttar. Hins vegar eru sett þau skilyrði að bæði sé um að ræða eðilegan þátt í starfsemi stjórnvalds sem og nauðsynlegan vegna þjóðar og almannaöryggis. Því verða að teljast líkur á því að heimildin nái alla jafna aðeins til stofnana sem gæta öryggis almennings og þjóðar en ekki annarra stofnana.

Þó að heimilt geti verið að hljóðrita samtöl, þá ber þeim sem slíkt gera að hafa í huga ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs, sem og almenna löggjöf um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Svarið við fyrri hluta spurningarinnar ræðst því af aðstæðum. Ef viðmælanda er tilkynnt að hljóðritun á sér stað þá er almennt ekki þörf á beinu samþykki hans á því að hljóðritun fari fram, enda má segja að áframhaldandi þátttaka hans í viðkomandi samtali jafngildi samþykki í verki.

Seinni hluti spurningarinnar lýtur að því hvort útvarpa megi símtali. Leggja ber áherslu á að niðurstaðan ræðst af efni símtalsins sem og því hvort upptaka var heimil.

Við útvarp ber sá sem flytur efni í eigin nafni ábyrgð á því. Því ber að gæta að reglum um friðhelgi einkalífsins og persónuvernd. Telja verður líklegt að óheimilt sé að útvarpa upptöku sem er gerð í heimildarleysi. Hins vegar er ekki víst að heimilt sé að útvarpa upptöku þrátt fyrir að hún sé löglega til komin. Þá ræður efni upptökunnar því hvort heimilt sé að útvarpa henni. Í því sambandi er rétt að vekja athygli á 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem hljóðar svo:
Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Heimildir
  • Þingskjal 203, 126. lþ. 193. mál.
  • Þingskjal 949, 126. lþ. 193. mál.

Mynd: HB...