Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?

Gísli Már Gíslason

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvar halda mýflugur sig meðan illa viðrar? Ekki er flugu að sjá í nokkra daga, en svo er allt morandi af þeim um leið og sólin skín.
Flestar mýflugur, bæði rykmý og bitmý eru á fullorðna stiginu í skamman tíma á sumrin. Lofthiti þarf að vera yfir ákveðnu lágmarki til þess að þær geti flogið og vindhraði má ekki vera of mikill.

Þetta á við um öll skordýr, en lágmarkshitinn og vindhraðinn eru mismunandi milli tegunda. Til dæmis geta sumar tegundir kulmýs flogið í frosti, en einstaklingarnir hafa þá tekið í sig hitaorku frá sólinni sem hitar líkama þeirra upp fyrir frostmark.

Skordýr inni í húsum, eins og húsflugan, geta aðeins flogið úti við í heitu veðri. Þegar kólnar í veðri eða þegar hvessir setjast mýflugur og fleiri skordýr í gróður og leita þar skjóls og bíða betra veðurs. Um leið og sólin skín aftur og vindur er hægur þá fer mýið af stað að leita sér að maka.

Mynd: NanoArtWorks.com

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2003

Spyrjandi

Guðmundur Friðriksson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3039.

Gísli Már Gíslason. (2003, 22. janúar). Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3039

Gísli Már Gíslason. „Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3039>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar halda mýflugur sig þegar illa viðrar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvar halda mýflugur sig meðan illa viðrar? Ekki er flugu að sjá í nokkra daga, en svo er allt morandi af þeim um leið og sólin skín.
Flestar mýflugur, bæði rykmý og bitmý eru á fullorðna stiginu í skamman tíma á sumrin. Lofthiti þarf að vera yfir ákveðnu lágmarki til þess að þær geti flogið og vindhraði má ekki vera of mikill.

Þetta á við um öll skordýr, en lágmarkshitinn og vindhraðinn eru mismunandi milli tegunda. Til dæmis geta sumar tegundir kulmýs flogið í frosti, en einstaklingarnir hafa þá tekið í sig hitaorku frá sólinni sem hitar líkama þeirra upp fyrir frostmark.

Skordýr inni í húsum, eins og húsflugan, geta aðeins flogið úti við í heitu veðri. Þegar kólnar í veðri eða þegar hvessir setjast mýflugur og fleiri skordýr í gróður og leita þar skjóls og bíða betra veðurs. Um leið og sólin skín aftur og vindur er hægur þá fer mýið af stað að leita sér að maka.

Mynd: NanoArtWorks.com...