Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fjölga fuglar sér?

Jón Már Halldórsson

Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast í einni rás sem nefnist vas deferens. Sú rás víkkar út í stærri rás sem nefnist cloaca. Cloaca er sameiginleg rás fyrir sæði og úrgangsefni.

Karlfuglar hafa ekki getnaðarlim líkt og spendýr. Nokkrir hópar og ættir, svo sem endur, gæsir og svanir (anseriformes) og ættin Tinamidae, hafa þó líffæri (cracidae) sem gegnir svipuðu hlutverki og getnaðarlimur. Í kvenfuglum eru aðeins vinstra eggjabúið og eggjaleiðararnir virk.

Samfarir fugla fara einfaldlega þannig fram að karlfuglinn kemur sér fyrir uppi á kvenfuglinum, leggur kynop sitt við kynop kvenfuglsins og sæði berst úr karlfuglinum í kvenfuglinn. Samfarirnar taka aðeins örfáar sekúndur hjá langflestum fuglum.



Frjóvgun verður síðan í eggfrumunni og ferli fer á stað sem leiðir til myndunar eggja. Fjöldi eggja er breytilegur milli tegunda og milli einstaklinga hverrar tegundar.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2002

Spyrjandi

Jón Daði Jónsson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga fuglar sér?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2917.

Jón Már Halldórsson. (2002, 28. nóvember). Hvernig fjölga fuglar sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2917

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga fuglar sér?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2917>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga fuglar sér?
Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast í einni rás sem nefnist vas deferens. Sú rás víkkar út í stærri rás sem nefnist cloaca. Cloaca er sameiginleg rás fyrir sæði og úrgangsefni.

Karlfuglar hafa ekki getnaðarlim líkt og spendýr. Nokkrir hópar og ættir, svo sem endur, gæsir og svanir (anseriformes) og ættin Tinamidae, hafa þó líffæri (cracidae) sem gegnir svipuðu hlutverki og getnaðarlimur. Í kvenfuglum eru aðeins vinstra eggjabúið og eggjaleiðararnir virk.

Samfarir fugla fara einfaldlega þannig fram að karlfuglinn kemur sér fyrir uppi á kvenfuglinum, leggur kynop sitt við kynop kvenfuglsins og sæði berst úr karlfuglinum í kvenfuglinn. Samfarirnar taka aðeins örfáar sekúndur hjá langflestum fuglum.



Frjóvgun verður síðan í eggfrumunni og ferli fer á stað sem leiðir til myndunar eggja. Fjöldi eggja er breytilegur milli tegunda og milli einstaklinga hverrar tegundar.

Mynd:...