Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er stjórnarfarið í Kína?

Helga Kristín Kolbeins

Frá því Kína var sameinað í eitt ríki hefur stjórnun landsins miðað að því að halda landinu saman sem einu ríki. Sökum þess hversu víðfemt landið þá hafa landsstjórnir hvers tíma orðið að dreifa valdi sínu og því urðu snemma til staðbundin stjórnvöld sem höfðu það hlutverk að tryggja yfirráð valdsstjórnarinnar. Stjórnarfarið hefur þróast frá því að vera einveldi konungs og keisara öldum saman yfir í lýðveldi snemma á 20. öldinni sem varði þó stutt. Um miðja 20. öldina komst Kommúnistaflokkurinn til valda í Kína en í dag byggir stjórnarfar landsins á sósíalisma með kínverskum einkennum.

Í stað þess að leggja sósíalískt samfélag alfarið niður hafa Kínverjar lagað sósíalismann að sínu samfélagi. Sósíalismi með kínverskum einkennum merkir að samfélagið byggir á þremur kenningum; kenningum Konfúsíusar, Marx og Leníns og kapítalisma.



Hugmyndir Konfúsíusar móta feðraveldið sem ríkir í Kína og þjóðarhollustuna sem að kínverskir borgarar eiga að búa yfir. Þær styðja tengslamyndanir, það er að einstaklingurinn verði að hafa félagsleg tengsl á réttum stöðum til að hafa möguleika á að hafa áhrif. Samkvæmt Konfúsíusi á stuðningur við leiðtoga að vera alger og það er ekki við hæfi að efast um vald hans. Einstaklingurinn á að vera góðhjartaður og hefur rétt til að mótmæla óréttlæti. Samfélagið á að byggja á raunsæi.

Kenningar Marx og Leníns móta stjórnkerfi landsins. Kommúnistaflokkurinn er langstærsti stjórnmálaflokkurinn í Kína og hefur verið við völd frá árinu 1949. Skipulag ríkisins byggir á fimm ára áætlunarbúskap. Kínverski herinn styður Kommúnistaflokkinn og fylgir línum hans. Stjórnkerfið er miðstýrt og ætíð er hugað að því að hagsmunum flokksins sé borgið.

Kenningar kapítalismans móta hagkerfi Kína en samkvæmt lögmálum hans ræður markaðurinn. Áhrif kapítalismans eru bæði til góðs og ills. Þannig hefur orðið mikill efnahagslegur uppgangur en um leið hefur bilið á milli ríkra og fátækra breikkað. Kenningar kapítalista gera kröfu um að landinu sé stjórnað með lögum svo að markaðurinn viti að hverju hann gengur, en engu að síður hefur spilling orðið vandamál í Kína með tilkomu markaðshagkerfisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Höfundur

stjórnsýslufræðingur, MPA

Útgáfudagur

8.7.2009

Spyrjandi

Snædís Arnardóttir

Tilvísun

Helga Kristín Kolbeins. „Hvernig er stjórnarfarið í Kína?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29009.

Helga Kristín Kolbeins. (2009, 8. júlí). Hvernig er stjórnarfarið í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29009

Helga Kristín Kolbeins. „Hvernig er stjórnarfarið í Kína?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29009>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er stjórnarfarið í Kína?
Frá því Kína var sameinað í eitt ríki hefur stjórnun landsins miðað að því að halda landinu saman sem einu ríki. Sökum þess hversu víðfemt landið þá hafa landsstjórnir hvers tíma orðið að dreifa valdi sínu og því urðu snemma til staðbundin stjórnvöld sem höfðu það hlutverk að tryggja yfirráð valdsstjórnarinnar. Stjórnarfarið hefur þróast frá því að vera einveldi konungs og keisara öldum saman yfir í lýðveldi snemma á 20. öldinni sem varði þó stutt. Um miðja 20. öldina komst Kommúnistaflokkurinn til valda í Kína en í dag byggir stjórnarfar landsins á sósíalisma með kínverskum einkennum.

Í stað þess að leggja sósíalískt samfélag alfarið niður hafa Kínverjar lagað sósíalismann að sínu samfélagi. Sósíalismi með kínverskum einkennum merkir að samfélagið byggir á þremur kenningum; kenningum Konfúsíusar, Marx og Leníns og kapítalisma.



Hugmyndir Konfúsíusar móta feðraveldið sem ríkir í Kína og þjóðarhollustuna sem að kínverskir borgarar eiga að búa yfir. Þær styðja tengslamyndanir, það er að einstaklingurinn verði að hafa félagsleg tengsl á réttum stöðum til að hafa möguleika á að hafa áhrif. Samkvæmt Konfúsíusi á stuðningur við leiðtoga að vera alger og það er ekki við hæfi að efast um vald hans. Einstaklingurinn á að vera góðhjartaður og hefur rétt til að mótmæla óréttlæti. Samfélagið á að byggja á raunsæi.

Kenningar Marx og Leníns móta stjórnkerfi landsins. Kommúnistaflokkurinn er langstærsti stjórnmálaflokkurinn í Kína og hefur verið við völd frá árinu 1949. Skipulag ríkisins byggir á fimm ára áætlunarbúskap. Kínverski herinn styður Kommúnistaflokkinn og fylgir línum hans. Stjórnkerfið er miðstýrt og ætíð er hugað að því að hagsmunum flokksins sé borgið.

Kenningar kapítalismans móta hagkerfi Kína en samkvæmt lögmálum hans ræður markaðurinn. Áhrif kapítalismans eru bæði til góðs og ills. Þannig hefur orðið mikill efnahagslegur uppgangur en um leið hefur bilið á milli ríkra og fátækra breikkað. Kenningar kapítalista gera kröfu um að landinu sé stjórnað með lögum svo að markaðurinn viti að hverju hann gengur, en engu að síður hefur spilling orðið vandamál í Kína með tilkomu markaðshagkerfisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

...