Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Vilhjálmur Árnason

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi:

  1. Það er rangt að deyða mannverur
  2. Fóstur er mannvera
  3. Þess vegna er rangt að eyða fóstri

Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti mælt að fóstur sé mannvera, þá er ekki þar með sagt að siðferðisstaða þess sé sama og manneskju. En hvar eigum þá að draga mörkin? Ef við ætlum að finna þann „tímapunkt" þar sem mannvera öðlast siðferðisstöðu, þá virðist vera nærtækast að miða við getnað. Þá þegar er orðið til nýtt mannlíf sem vex samkvæmt þroskalögmálum tegundarinnar og mun komast „til manns" ef það fær þá aðhlynningu sem það þarfnast. Það er siðferðileg skylda að veita þá aðhlynningu.

En hvenær hefur getnaður átt sér stað? Nærtækast er að segja að það gerist við samruna eggs og sæðis, því að hið frjóvgaða egg hefur alla þá erfðaeiginleika til að bera sem einkenna munu hinn verðandi einstakling. Gallinn við þessa viðmiðun getnaðar er hins vegar sá að oft festist hið frjóvgaða egg ekki við slímhúð í legi konunnar og þá verður hún ekki ófrísk. Lykkjan varnar til dæmis getnaði með því að hindra að okfruman festist með þessum hætti og sé „tímapunkturinn" settur við frjóvgun er lykkjan hið mesta manndrápstól. Sé getnaði aftur á móti skotið á frest um 10 daga eða svo og miðað við þungun, eða þann tímapunkt þegar okfruman festist, þá verður því varla í móti mælt að hafið sé þroskaferli nýs einstaklings. Og á þessari niðurstöðu má byggja þá staðhæfingu að okkur beri skylda til að veita þessari mannveru þau skilyrði sem hún þarf til að þroskast og dafna.

Margreynt hefur verið að hrekja þessa rökfærslu. Algengast er að draga í efa þá staðhæfingu að enginn tímapunktur annar en getnaður ráði úrslitum um siðferðisstöðu barnsins. Þannig hefur því verið haldið fram að mikilvægur siðferðismunur sé á fæddu og ófæddu barni, því að hið fyrrnefnda sé sjálfstæður einstaklingur með sjálfstæða hagsmuni og réttindi. Þetta þýðir að fyrirburar öðlist sérstaka siðferðisstöðu umfram börn í móðurkviði sem eru á sama þroskastigi. Til að bæta úr þessu misræmi er því haldið fram að í stað þess að miða við fæðingu sé rétt að miða við þann tíma þegar fóstrið verður lífbært, það er fært um að lifa af utan líkama móðurinnar. En þessi tími er stöðugum breytingum undirorpinn og ræðst af tæknilegum framförum og í einstökum tilvikum af tækjakosti sjúkrahúsa. Varla vilja menn að siðferðisstaða fósturs ráðist af jafn breytilegum aðstæðum og þessum.

Heimildir

Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Eru fóstureyðingar morð?" Frelsið (1989), s. 27-45.

Hjördís Hákonardóttir, „Eru fóstureyðingar réttlætanlegar?", Tímarit lögfræðinga (1974), s. 13-30.

Páll Skúlason, „Um siðfræði og siðfræðikennslu", Pælingar, s. 199-203.

Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða. Háskólaútgáfan 1993.

Mynd fengin af vefsetrinu ParenthoodWeb.com

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor emeritus í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

24.3.2000

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=283.

Vilhjálmur Árnason. (2000, 24. mars). Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=283

Vilhjálmur Árnason. „Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi:

  1. Það er rangt að deyða mannverur
  2. Fóstur er mannvera
  3. Þess vegna er rangt að eyða fóstri

Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti mælt að fóstur sé mannvera, þá er ekki þar með sagt að siðferðisstaða þess sé sama og manneskju. En hvar eigum þá að draga mörkin? Ef við ætlum að finna þann „tímapunkt" þar sem mannvera öðlast siðferðisstöðu, þá virðist vera nærtækast að miða við getnað. Þá þegar er orðið til nýtt mannlíf sem vex samkvæmt þroskalögmálum tegundarinnar og mun komast „til manns" ef það fær þá aðhlynningu sem það þarfnast. Það er siðferðileg skylda að veita þá aðhlynningu.

En hvenær hefur getnaður átt sér stað? Nærtækast er að segja að það gerist við samruna eggs og sæðis, því að hið frjóvgaða egg hefur alla þá erfðaeiginleika til að bera sem einkenna munu hinn verðandi einstakling. Gallinn við þessa viðmiðun getnaðar er hins vegar sá að oft festist hið frjóvgaða egg ekki við slímhúð í legi konunnar og þá verður hún ekki ófrísk. Lykkjan varnar til dæmis getnaði með því að hindra að okfruman festist með þessum hætti og sé „tímapunkturinn" settur við frjóvgun er lykkjan hið mesta manndrápstól. Sé getnaði aftur á móti skotið á frest um 10 daga eða svo og miðað við þungun, eða þann tímapunkt þegar okfruman festist, þá verður því varla í móti mælt að hafið sé þroskaferli nýs einstaklings. Og á þessari niðurstöðu má byggja þá staðhæfingu að okkur beri skylda til að veita þessari mannveru þau skilyrði sem hún þarf til að þroskast og dafna.

Margreynt hefur verið að hrekja þessa rökfærslu. Algengast er að draga í efa þá staðhæfingu að enginn tímapunktur annar en getnaður ráði úrslitum um siðferðisstöðu barnsins. Þannig hefur því verið haldið fram að mikilvægur siðferðismunur sé á fæddu og ófæddu barni, því að hið fyrrnefnda sé sjálfstæður einstaklingur með sjálfstæða hagsmuni og réttindi. Þetta þýðir að fyrirburar öðlist sérstaka siðferðisstöðu umfram börn í móðurkviði sem eru á sama þroskastigi. Til að bæta úr þessu misræmi er því haldið fram að í stað þess að miða við fæðingu sé rétt að miða við þann tíma þegar fóstrið verður lífbært, það er fært um að lifa af utan líkama móðurinnar. En þessi tími er stöðugum breytingum undirorpinn og ræðst af tæknilegum framförum og í einstökum tilvikum af tækjakosti sjúkrahúsa. Varla vilja menn að siðferðisstaða fósturs ráðist af jafn breytilegum aðstæðum og þessum.

Heimildir

Guðmundur Heiðar Frímannsson, „Eru fóstureyðingar morð?" Frelsið (1989), s. 27-45.

Hjördís Hákonardóttir, „Eru fóstureyðingar réttlætanlegar?", Tímarit lögfræðinga (1974), s. 13-30.

Páll Skúlason, „Um siðfræði og siðfræðikennslu", Pælingar, s. 199-203.

Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða. Háskólaútgáfan 1993.

Mynd fengin af vefsetrinu ParenthoodWeb.com

...