Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020)

Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangaveltur um eigið útlit. Ljóskuhugtakið vísar því bæði til ytra útlits og ákveðinna karaktereinkenna. Konur geta því verið ljóshærðar án þess að vera ljóskur og að sama skapi eru til dökkhærðar og rauðhærðar ljóskur, bæði karlkyns og kvenkyns. Dæmigerð ljóska þarf aldrei að greiða sekt fyrir of hraðan akstur eða gera sjálf við sprungið dekk. Henni nægir að setja upp blítt bros, galopna augun og segja „úps“; þá er sektin gleymd eða herramaður stokkinn út til að skipta um dekkið.

Enda þótt ljóskuímyndin sé 20. aldar fyrirbæri hafa menn sóst eftir ljósu hári miklu lengur. Til eru frásagnir frá tímum Grikkja og Rómverja um að bæði karlar og konur hafi reynt að lýsa hár sitt með því að strá yfir það frjókorna- eða gullsalla, skola það með pottöskulausn, eða sitja með hárið óvarið úti í miklu sólskini til þess að ná fram hinum eftirsótta gullna blæ. Allar götur síðan hefur ljóst hár verið tengt fegurð, æsku og kynþokka, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Það er því engin furða þótt konur hafi löngum verið tilbúnar að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í að öðlast hinn eftirsótta ljósa háralit.

En hvaðan skildi mýtan um heimsku ljóskuna vera upprunnin? Hvað var það í menningu 20. aldar sem skóp þörfina fyrir kventýpu sem bæði var falleg og kynþokkafull, en enginn þurfti að taka alvarlega vegna þess að hana skorti bæði vitsmuni og þroska til að hugsa sjálfstætt? Er ímynd heimsku ljóskunnar ef til vill varnarviðbrögð hnignandi karlaveldis á tímum þegar konur höfðu í fyrsta skipti í sögunni sömu tækifæri til náms og karlar, og gerðu í krafti þess tilkall til valda og áhrifa í samfélaginu? Slík samsæriskenning lætur því þó ósvarað hvers vegna ljóskan varð fyrir valinu sem holdgervingur heimskunnar en ekki dökkhærðar eða rauðhærðar konur.

Nærtækasta skýringin á því er ef til vill tengsl ljóskunnar við hið barnslega. Á Íslandi og í öðrum vest-norrænum samfélögum þar sem hinn hvíti kynstofn er í meirihluta, er stór hluti allra barna ljóshærður en í flestum tilfellum dökknar hárið þegar við eldumst. Afskaplega fáir fullorðnir eru með náttúrulega ljóst hár. Meðvitað eða ómeðvitað eru því konur (og karlar) sem lita hár sitt ljóst að reyna á einhvern hátt að viðhalda æskuþokka og barnslegu útliti. Þar sem nútímasamfélag einkennist af gegndarlausri æskudýrkun, og konur gengisfalla stórlega bæði á atvinnu- og hjúskaparmarkaði þegar þær komast um eða yfir miðjan aldur, ætti ekki að koma á óvart að fjölmargar þeirra kjósi að lýsa á sér hárið, þótt oft fylgi ljóskustimpillinn þá í kaupbæti.

Líffræðilegar skýringar sem útskýra hverskyns mannlegt atferli sem vísun í genetíska forskrift, ýta undir þessa tengingu. Samkvæmt slíkum kenningum er eftirsókn karla í ljóskur ekki menningarmótað fyrirbæri, heldur eðlislæg sjálfsbjargarviðleitni. Ljóst hár, vísbending náttúrunnar um æsku, laðar að karldýrið í leit að ungum og frjósömum maka til þess að tryggja framgang gena sinna. Þessi líffræðilega skýringatilgáta segir hins vegar ekkert um það af hverju karlmenn þurftu að trúa því að ljóskurnar, sem þeir hrifust svo mjög af, skyldu endilega vera heimskari en þeir sjálfir.

Í annarri tilgátu er skýringa leitað í menningunni. Goðsagan um heimsku ljóskuna kom fyrst fram í skáldsögunni Gentlemen Prefer Blondes frá árinu 1925 eftir bandaríska rithöfundinn og leikskáldið Anita Loos. Þar birtist heimska ljóskan í fyrsta skipti í líki hinnar gullfallegu en vitgrönnu söngkonu Lorelei Lee, sem aðeins hafði áhuga á ríkum karlmönnum og demöntunum sem þeir gáfu af sér. Á millistríðsárunum höfnuðu tískudrósirnar svokölluðu íhaldssamri tísku og hefðbundnum kvenlegum gildum. Þær voru óhræddar við að reyna hverskyns nýjungar og því kvenna líklegastar til að gera tilraunir með platínu-ljósan háralit sem þá var nýkominn á markaðinn. Í draumaverksmiðjunni Hollywood er ljóskan ein af erkitýpunum í kvikmyndasögu 20. aldar. Aðal kyntákn fjórða áratugarins Jean Harlow hratt þannig af stað mikilli ljóskubylgju og árið 1932 auglýsti L’Oréal „Men prefer blondes and that´s who they marry“ (Beauty, bls. 126) eða „karlar vilja ljóskur, og þeim munu þeir giftast.“ Frægara tilbrigði við sama stef var dans- og söngvamyndin Gentlemen Prefer Blondes (1953) sem var byggð á skáldsögu Anita Loos. Þar fór frægasta ljóska og kyntákn 20. aldarinnar, Marilyn Monroe, með aðalhlutverkið.

Enn í dag fara ljóskur með aðalhlutverk í popp- og dægurmenningu. Ein af þekktustu ljóskum samtímans er ef til vill Phoebe í þáttaröðinni Friends sem leikin er af Lisu Kudrow, og ein frægasta ljóskan í popheiminum er án efa bandaríska unglingagoðið Britney Spears. Stundum snýr Hollywood þó ljóskuímyndinni á hvolf. Skemmtilegt dæmi um það er myndin Legally Blond þar sem ljóskan, leikin af Reese Witherspoon, fær loks uppreisn æru. Í ljós kemur að ljóskan er bráðgreind, og þegar á reynir kemur sértækur þekkingarheimur ljóskunnar að góðum notum við að greiða úr torráðnum lagaflækjum.



En hvernig er samspil ímyndar og veruleika? Hver er staða ljóskunnar í íslensku nútímasamfélagi? Þótt fáir trúi því í alvöru að ljóskur séu heimskari en annað fólk, lifir goðsagan um ljóskuna enn góðu lífi, og áhrifin koma fram á ólíklegustu stöðum. Til dæmis kom það fram í launakönnun VR fyrir árið 2000 að konur fengu að meðaltali 18% lægri laun en karlar, og að ljóshært, brosmilt og lágvaxið fólk fékk að meðaltali lægri laun en hávaxnir starfsmenn með dökkt, rautt, eða grátt hár. Goðsögnin um heimsku ljóskunna er því ekki bara góður brandari heldur samfélagsmýta sem hefur áhrif á það hvað stendur á launaseðlunum okkar.

Helstu heimildir
  • Beauty: The Twentieth Century, New York 2000.
  • Cooper, Wendy, Hair: Sex, Society, Symbolism, London 1971.
  • Hairstyles: A Cultural History of Fashions in Hair from Antiquity up to the Present Day (ritstj. Maria Jedding-Gesterling), Hamborg 1988.
  • Launakönnun VR árið 2000.

Mynd af Jean Harlow: Java's Bachelor Pad

Mynd af Marilyn Monroe: pjs.net

Mynd úr Legally Blonde of af Britney Spears: superiorpics

Mynd af Lisu Kudrow: USA Today

Höfundur

Útgáfudagur

23.10.2002

Spyrjandi

Edda Bergsveinsdóttir, f. 1988
Bryndís Petersen, f. 1990

Tilvísun

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?“ Vísindavefurinn, 23. október 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2812.

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). (2002, 23. október). Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2812

Þorgerður Þorvaldsdóttir (1968-2020). „Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2812>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?
Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangaveltur um eigið útlit. Ljóskuhugtakið vísar því bæði til ytra útlits og ákveðinna karaktereinkenna. Konur geta því verið ljóshærðar án þess að vera ljóskur og að sama skapi eru til dökkhærðar og rauðhærðar ljóskur, bæði karlkyns og kvenkyns. Dæmigerð ljóska þarf aldrei að greiða sekt fyrir of hraðan akstur eða gera sjálf við sprungið dekk. Henni nægir að setja upp blítt bros, galopna augun og segja „úps“; þá er sektin gleymd eða herramaður stokkinn út til að skipta um dekkið.

Enda þótt ljóskuímyndin sé 20. aldar fyrirbæri hafa menn sóst eftir ljósu hári miklu lengur. Til eru frásagnir frá tímum Grikkja og Rómverja um að bæði karlar og konur hafi reynt að lýsa hár sitt með því að strá yfir það frjókorna- eða gullsalla, skola það með pottöskulausn, eða sitja með hárið óvarið úti í miklu sólskini til þess að ná fram hinum eftirsótta gullna blæ. Allar götur síðan hefur ljóst hár verið tengt fegurð, æsku og kynþokka, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Það er því engin furða þótt konur hafi löngum verið tilbúnar að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í að öðlast hinn eftirsótta ljósa háralit.

En hvaðan skildi mýtan um heimsku ljóskuna vera upprunnin? Hvað var það í menningu 20. aldar sem skóp þörfina fyrir kventýpu sem bæði var falleg og kynþokkafull, en enginn þurfti að taka alvarlega vegna þess að hana skorti bæði vitsmuni og þroska til að hugsa sjálfstætt? Er ímynd heimsku ljóskunnar ef til vill varnarviðbrögð hnignandi karlaveldis á tímum þegar konur höfðu í fyrsta skipti í sögunni sömu tækifæri til náms og karlar, og gerðu í krafti þess tilkall til valda og áhrifa í samfélaginu? Slík samsæriskenning lætur því þó ósvarað hvers vegna ljóskan varð fyrir valinu sem holdgervingur heimskunnar en ekki dökkhærðar eða rauðhærðar konur.

Nærtækasta skýringin á því er ef til vill tengsl ljóskunnar við hið barnslega. Á Íslandi og í öðrum vest-norrænum samfélögum þar sem hinn hvíti kynstofn er í meirihluta, er stór hluti allra barna ljóshærður en í flestum tilfellum dökknar hárið þegar við eldumst. Afskaplega fáir fullorðnir eru með náttúrulega ljóst hár. Meðvitað eða ómeðvitað eru því konur (og karlar) sem lita hár sitt ljóst að reyna á einhvern hátt að viðhalda æskuþokka og barnslegu útliti. Þar sem nútímasamfélag einkennist af gegndarlausri æskudýrkun, og konur gengisfalla stórlega bæði á atvinnu- og hjúskaparmarkaði þegar þær komast um eða yfir miðjan aldur, ætti ekki að koma á óvart að fjölmargar þeirra kjósi að lýsa á sér hárið, þótt oft fylgi ljóskustimpillinn þá í kaupbæti.

Líffræðilegar skýringar sem útskýra hverskyns mannlegt atferli sem vísun í genetíska forskrift, ýta undir þessa tengingu. Samkvæmt slíkum kenningum er eftirsókn karla í ljóskur ekki menningarmótað fyrirbæri, heldur eðlislæg sjálfsbjargarviðleitni. Ljóst hár, vísbending náttúrunnar um æsku, laðar að karldýrið í leit að ungum og frjósömum maka til þess að tryggja framgang gena sinna. Þessi líffræðilega skýringatilgáta segir hins vegar ekkert um það af hverju karlmenn þurftu að trúa því að ljóskurnar, sem þeir hrifust svo mjög af, skyldu endilega vera heimskari en þeir sjálfir.

Í annarri tilgátu er skýringa leitað í menningunni. Goðsagan um heimsku ljóskuna kom fyrst fram í skáldsögunni Gentlemen Prefer Blondes frá árinu 1925 eftir bandaríska rithöfundinn og leikskáldið Anita Loos. Þar birtist heimska ljóskan í fyrsta skipti í líki hinnar gullfallegu en vitgrönnu söngkonu Lorelei Lee, sem aðeins hafði áhuga á ríkum karlmönnum og demöntunum sem þeir gáfu af sér. Á millistríðsárunum höfnuðu tískudrósirnar svokölluðu íhaldssamri tísku og hefðbundnum kvenlegum gildum. Þær voru óhræddar við að reyna hverskyns nýjungar og því kvenna líklegastar til að gera tilraunir með platínu-ljósan háralit sem þá var nýkominn á markaðinn. Í draumaverksmiðjunni Hollywood er ljóskan ein af erkitýpunum í kvikmyndasögu 20. aldar. Aðal kyntákn fjórða áratugarins Jean Harlow hratt þannig af stað mikilli ljóskubylgju og árið 1932 auglýsti L’Oréal „Men prefer blondes and that´s who they marry“ (Beauty, bls. 126) eða „karlar vilja ljóskur, og þeim munu þeir giftast.“ Frægara tilbrigði við sama stef var dans- og söngvamyndin Gentlemen Prefer Blondes (1953) sem var byggð á skáldsögu Anita Loos. Þar fór frægasta ljóska og kyntákn 20. aldarinnar, Marilyn Monroe, með aðalhlutverkið.

Enn í dag fara ljóskur með aðalhlutverk í popp- og dægurmenningu. Ein af þekktustu ljóskum samtímans er ef til vill Phoebe í þáttaröðinni Friends sem leikin er af Lisu Kudrow, og ein frægasta ljóskan í popheiminum er án efa bandaríska unglingagoðið Britney Spears. Stundum snýr Hollywood þó ljóskuímyndinni á hvolf. Skemmtilegt dæmi um það er myndin Legally Blond þar sem ljóskan, leikin af Reese Witherspoon, fær loks uppreisn æru. Í ljós kemur að ljóskan er bráðgreind, og þegar á reynir kemur sértækur þekkingarheimur ljóskunnar að góðum notum við að greiða úr torráðnum lagaflækjum.



En hvernig er samspil ímyndar og veruleika? Hver er staða ljóskunnar í íslensku nútímasamfélagi? Þótt fáir trúi því í alvöru að ljóskur séu heimskari en annað fólk, lifir goðsagan um ljóskuna enn góðu lífi, og áhrifin koma fram á ólíklegustu stöðum. Til dæmis kom það fram í launakönnun VR fyrir árið 2000 að konur fengu að meðaltali 18% lægri laun en karlar, og að ljóshært, brosmilt og lágvaxið fólk fékk að meðaltali lægri laun en hávaxnir starfsmenn með dökkt, rautt, eða grátt hár. Goðsögnin um heimsku ljóskunna er því ekki bara góður brandari heldur samfélagsmýta sem hefur áhrif á það hvað stendur á launaseðlunum okkar.

Helstu heimildir
  • Beauty: The Twentieth Century, New York 2000.
  • Cooper, Wendy, Hair: Sex, Society, Symbolism, London 1971.
  • Hairstyles: A Cultural History of Fashions in Hair from Antiquity up to the Present Day (ritstj. Maria Jedding-Gesterling), Hamborg 1988.
  • Launakönnun VR árið 2000.

Mynd af Jean Harlow: Java's Bachelor Pad

Mynd af Marilyn Monroe: pjs.net

Mynd úr Legally Blonde of af Britney Spears: superiorpics

Mynd af Lisu Kudrow: USA Today...