Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja skrifa nafnið Aaron með tveimur ö-um” mætti halda því fram að -u- í endingunni -um hafi haft áhrif á a-ið og það því hljóðverpst. Þessu fylgja þó þau vandkvæði að tveir bókstafir falla þá saman, A og Ö, og setningin gefur rangar upplýsingar. Ekkert Ö er í Aaron. Því er betra að segja: „Margir vilja skrifa Aaron með tveimur a-um”, það er án hljóðvarps.
Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja skrifa nafnið Aaron með tveimur ö-um” mætti halda því fram að -u- í endingunni -um hafi haft áhrif á a-ið og það því hljóðverpst. Þessu fylgja þó þau vandkvæði að tveir bókstafir falla þá saman, A og Ö, og setningin gefur rangar upplýsingar. Ekkert Ö er í Aaron. Því er betra að segja: „Margir vilja skrifa Aaron með tveimur a-um”, það er án hljóðvarps.