Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Þuríður Þorbjarnardóttir



Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins og rifbeinum og höfuðkúpubeinum og einnig í köstum langra beina.

Blóðflögur eru í raun kjarnalaus frumubrot sem myndast við það að umfrymi mjög stórra frumna í blóðmerg, svokallaðra blóðflögumæðra, kvarnast í sundur. Vöxtur og þroskun blóðflögumæðra er undir stjórn sykurprótíns sem myndast í lifur og að minna leyti í nýrum og mætti kalla blóðflöguvaka (thrombopoietin). Blóðflögumæður eru risastórar frumur sem myndast við það að fara í gegnum allt að sjöföldun kjarna og umfrymis án þess að skipting fylgi í kjölfarið. Þannig verða þær að risastórum frumum sem eru 50-100 míkrómetrar í þvermál með sepóttum kjarna sem inniheldur mörg eintök af erfðaefni (DNA).

Blóðflögumæður hafa anga eða útskot sem klípast af miðhluta frumunnar og verða að blóðflögum sem eru um 3 míkrómetrar í þvermál. Þær berast í æðar í blóðmergnum og komast þannig í blóðrásina. Þetta þroskunarferli í blóðmerg tekur um 10 sólarhringa. Þegar út í blóðrásina er komið endast blóðflögur aðeins í 5-9 daga, enda ekki með kjarna til að stjórna starfsemi þeirra eins og fullgildar frumur.

Blóðflögur eyðast í lifur og milta eins og önnur blóðkorn en á fósturskeiði sjá þessi líffæri, ásamt blóðmergi, um myndun þeirra. Við eyðingu koma átfrumur í milta og lifur við sögu. Þær innbyrða útjöskuðu blóðflögurnar í átbólur sem renna saman við leysibólur, en þær innihalda meltiensím. Við samruna þessara tveggja bóla myndast meltibóla og innan hennar sundrast blóðflagan. Nýtanleg efni úr henni eru nýtt af líkamanum en önnur berast með öðrum úrgangsefnum út úr líkamanum.

Mynd: Eastern Kentucky University - Department of Biological Sciences

Höfundur

Útgáfudagur

15.10.2002

Spyrjandi

Ásthildur Guðjohnsen

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?“ Vísindavefurinn, 15. október 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2786.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 15. október). Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2786

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2786>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?


Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins og rifbeinum og höfuðkúpubeinum og einnig í köstum langra beina.

Blóðflögur eru í raun kjarnalaus frumubrot sem myndast við það að umfrymi mjög stórra frumna í blóðmerg, svokallaðra blóðflögumæðra, kvarnast í sundur. Vöxtur og þroskun blóðflögumæðra er undir stjórn sykurprótíns sem myndast í lifur og að minna leyti í nýrum og mætti kalla blóðflöguvaka (thrombopoietin). Blóðflögumæður eru risastórar frumur sem myndast við það að fara í gegnum allt að sjöföldun kjarna og umfrymis án þess að skipting fylgi í kjölfarið. Þannig verða þær að risastórum frumum sem eru 50-100 míkrómetrar í þvermál með sepóttum kjarna sem inniheldur mörg eintök af erfðaefni (DNA).

Blóðflögumæður hafa anga eða útskot sem klípast af miðhluta frumunnar og verða að blóðflögum sem eru um 3 míkrómetrar í þvermál. Þær berast í æðar í blóðmergnum og komast þannig í blóðrásina. Þetta þroskunarferli í blóðmerg tekur um 10 sólarhringa. Þegar út í blóðrásina er komið endast blóðflögur aðeins í 5-9 daga, enda ekki með kjarna til að stjórna starfsemi þeirra eins og fullgildar frumur.

Blóðflögur eyðast í lifur og milta eins og önnur blóðkorn en á fósturskeiði sjá þessi líffæri, ásamt blóðmergi, um myndun þeirra. Við eyðingu koma átfrumur í milta og lifur við sögu. Þær innbyrða útjöskuðu blóðflögurnar í átbólur sem renna saman við leysibólur, en þær innihalda meltiensím. Við samruna þessara tveggja bóla myndast meltibóla og innan hennar sundrast blóðflagan. Nýtanleg efni úr henni eru nýtt af líkamanum en önnur berast með öðrum úrgangsefnum út úr líkamanum.

Mynd: Eastern Kentucky University - Department of Biological Sciences...