Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru sæfíflar?

Jón Már Halldórsson

Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa.

Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru sambýli eins og dæmigerðir kórallar gera. Þessi hópur hefur fjölda arma eða anga í kringum munnopið. Fjöldi armanna er yfirleitt margfeldi af tölunni 6, til dæmis 12, 18 eða 24.

Um 6000 tegundir sæfífla eru þekktar, en sæfíflar eru tegundaauðugasti undirhópur holdýra. Allt að tveir þriðju allra holdýra eru sæfíflar. Sæfíflar eru botnfastir og finnast á grunnsævi og allt niður á 5000 metra dýpi. Þeir lifa aðallega í hlýjum sjó og geta verið ákaflega litskrúðugir.

Sæfíflar eru algengastir á holsepaformi en finnast einnig á kórallaformi. Líkamsbyggingu sæfífla er þannig háttað að þeir hafa aðeins eitt op sem þeir éta með og nota til að losa sig við úrgang. Í örmum sæfíflanna eru stingfrumur (nematocysts) líkt og hjá marglyttum. Sæfíflarnir nota stingfrumurnar til að lama bráð, til dæmis smáa fiska. Mörg dýr lifa á sæfíflum, meðal annars fiskar og margar tegundir sæsnigla.



Sæfíflar geta fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Við kynæxlun dæla einstaklingar kynfrumum frá sér og frjóvgun verður í sjónum. Okfruman þroskast síðan í lirfu sem festir sig við hafsbotninn og umbreytist þar í fullorðinn holsepa. Við kynlausa æxlun myndast nýr einstaklingur með einhvers konar knappskoti. Sá einstaklingur hefur sama erfðaefni og hinn fyrri.

Sæfíflar eru ákaflega mismunandi að stærð. Stærsta tegundin, Stichodactyla mertensii eða risasæfífillinn getur orðið allt að 1,25 metrar að lengd og er hann jafnframt stærsta núlifandi holdýrið. Algengt er að smáir fiskar lifi í nánu samneyti við sæfífla og leiti þar skjóls fyrir ránfiskum sem forðast að koma nálægt örmum sæfífilsins.

Myndin er fengin af vefsetrinu Pocatello High School.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2002

Spyrjandi

Örn Hilmisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru sæfíflar?“ Vísindavefurinn, 8. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2767.

Jón Már Halldórsson. (2002, 8. október). Hvað eru sæfíflar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2767

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru sæfíflar?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sæfíflar?
Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa.

Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru sambýli eins og dæmigerðir kórallar gera. Þessi hópur hefur fjölda arma eða anga í kringum munnopið. Fjöldi armanna er yfirleitt margfeldi af tölunni 6, til dæmis 12, 18 eða 24.

Um 6000 tegundir sæfífla eru þekktar, en sæfíflar eru tegundaauðugasti undirhópur holdýra. Allt að tveir þriðju allra holdýra eru sæfíflar. Sæfíflar eru botnfastir og finnast á grunnsævi og allt niður á 5000 metra dýpi. Þeir lifa aðallega í hlýjum sjó og geta verið ákaflega litskrúðugir.

Sæfíflar eru algengastir á holsepaformi en finnast einnig á kórallaformi. Líkamsbyggingu sæfífla er þannig háttað að þeir hafa aðeins eitt op sem þeir éta með og nota til að losa sig við úrgang. Í örmum sæfíflanna eru stingfrumur (nematocysts) líkt og hjá marglyttum. Sæfíflarnir nota stingfrumurnar til að lama bráð, til dæmis smáa fiska. Mörg dýr lifa á sæfíflum, meðal annars fiskar og margar tegundir sæsnigla.



Sæfíflar geta fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Við kynæxlun dæla einstaklingar kynfrumum frá sér og frjóvgun verður í sjónum. Okfruman þroskast síðan í lirfu sem festir sig við hafsbotninn og umbreytist þar í fullorðinn holsepa. Við kynlausa æxlun myndast nýr einstaklingur með einhvers konar knappskoti. Sá einstaklingur hefur sama erfðaefni og hinn fyrri.

Sæfíflar eru ákaflega mismunandi að stærð. Stærsta tegundin, Stichodactyla mertensii eða risasæfífillinn getur orðið allt að 1,25 metrar að lengd og er hann jafnframt stærsta núlifandi holdýrið. Algengt er að smáir fiskar lifi í nánu samneyti við sæfífla og leiti þar skjóls fyrir ránfiskum sem forðast að koma nálægt örmum sæfífilsins.

Myndin er fengin af vefsetrinu Pocatello High School....