Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?

EÖÞ



Uppröðun atóma í demanti



Uppröðun atóma í grafíti

Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli snertiflata, og demantur, harðasta efni sem fyrirfinnst í náttúrunni, skuli vera úr einu og sama frumefninu. Sú er þó raunin og skýringuna á þessu er að finna í uppröðun og tengjum kolefnisfrumeindanna.

Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að kol eru upphaflega mynduð úr flóknum lífrænum sameindum sem umbreytast smám saman í hreinna kolefni á formi grafíts.

Kolefnisatómin í grafíti raða sér saman í þynnur þannig að hvert þeirra tengist þremur öðrum. Þynnurnar raðast svo hver ofan á aðra og mynda veik tengi sín á milli. Hvert atóm í demöntum tengist hins vegar fjórum öðrum og myndar þannig mjög sterka grind. Í raun er uppbygging demants ekki mjög frábrugðin grafíti því ef grafítþynnur eru hitaðar undir miklum þrýstingi myndast tengi milli þynnanna og demantur getur myndast.

Á sama hátt og hægt er að mynda demant úr grafíti við réttar aðstæður má einnig breyta demanti í grafít, þó tilgangurinn með því sé harla lítill. Þá geta þeir sem hafa ráð á notað demanta í stað kola til að grilla lærissneiðar eða lambalæri, því demantar brenna líkt og kol, reyndar ekki fyrr en við 800°C á meðan kol brenna við 400°C.

Heimildir:Myndir:
  • Vefsíða á vegum efnafræðideildar Erie háskóla í Pennsylvaníu.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.7.2002

Spyrjandi

Unnur María Sólmundardóttir

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2603.

EÖÞ. (2002, 22. júlí). Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2603

EÖÞ. „Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?



Uppröðun atóma í demanti



Uppröðun atóma í grafíti

Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli snertiflata, og demantur, harðasta efni sem fyrirfinnst í náttúrunni, skuli vera úr einu og sama frumefninu. Sú er þó raunin og skýringuna á þessu er að finna í uppröðun og tengjum kolefnisfrumeindanna.

Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að kol eru upphaflega mynduð úr flóknum lífrænum sameindum sem umbreytast smám saman í hreinna kolefni á formi grafíts.

Kolefnisatómin í grafíti raða sér saman í þynnur þannig að hvert þeirra tengist þremur öðrum. Þynnurnar raðast svo hver ofan á aðra og mynda veik tengi sín á milli. Hvert atóm í demöntum tengist hins vegar fjórum öðrum og myndar þannig mjög sterka grind. Í raun er uppbygging demants ekki mjög frábrugðin grafíti því ef grafítþynnur eru hitaðar undir miklum þrýstingi myndast tengi milli þynnanna og demantur getur myndast.

Á sama hátt og hægt er að mynda demant úr grafíti við réttar aðstæður má einnig breyta demanti í grafít, þó tilgangurinn með því sé harla lítill. Þá geta þeir sem hafa ráð á notað demanta í stað kola til að grilla lærissneiðar eða lambalæri, því demantar brenna líkt og kol, reyndar ekki fyrr en við 800°C á meðan kol brenna við 400°C.

Heimildir:Myndir:
  • Vefsíða á vegum efnafræðideildar Erie háskóla í Pennsylvaníu.
...