Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi sem tengist venjulegri úrkomu. Munurinn liggur í þéttleika vatnsdropanna í loftinu. Til þess að skilja betur hvað hér er á ferðinni er rétt að lesa fyrst svarið við spurningunni Hvernig myndast regnboginn? Þar er lýst hjálpartæki til að auðvelda skilning á lögun regnbogans en við getum líka notað þetta verkfæri til að skilja að regnboginn hefur dýpt.
- Hvernig myndast regnboginn? eftir Ara Ólafsson
- Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?? eftir HMS
Mynd af regnboga: University of Illiniois at Urbana-Chapaign - Department of Astronomy - SPECTRA