Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver byggð á Baffinslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs.

Nokkur lítil þorp og bæir eru á Baffinslandi en að öðru leyti er það óbyggt. Stærstur þessara bæja er Iqaluit við Frobisherflóa á Suður-Baffinslandi, en þar búa um 5.000 manns. Þrír aðrir bæir eru með yfir 1.000 íbúa. Iqaluit var upphaflega verslunarstaður á vegum Hudson Bay Company en í síðari heimstyrjöldinni kom bandaríski flugherinn upp herstöð þar. Í lok sjötta áratugarins hófu kanadísk stjórnvöld átak í því að efla þjónustu á svæðinu meðal annars með því að fjölga heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og fleiri opinberum starfsmönnum í Iqaluit. Árangurinn varð sá að á sjöunda áratugnum þjónaði Iqaluit sem miðstöð stjórnsýslu og samgangna fyrir austur hluta heimskautasvæðis Kanada.

Árið 1999 var austur hluti Norðvesturhéraðsins í Kanada (Northwest Territories) gerður að sérstöku sjálfsstjórnarhéraði sem fékk nafnið Nunavut. Iqaluit var valinn höfuðstaður Nunavut enda stærsti bærinn á svæðinu. Nunavut nær yfir flestar eyjar heimskautasvæðis Kanada, þar á meðal Baffinsland og Ellesmere eyju, auk norð-austasta hluta meginlandsins. Nunavut nær alls yfir um 2 milljónir km2 eða um 21% af flatarmáli Kanada. Árið 2001 voru íbúar Nunavut tæplega 27.000 talsins í 26 bæjum og þorpum. Um 85% íbúa svæðisins eru Inúítar og meirihluti íbúanna hefur Inuktitut sem móðurmál.

Heimildir:

Britannica Online

City of Iqaluit

Government of Nunavut

Nunavut Bureau of Statistics

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.6.2002

Spyrjandi

Kim Svavarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er einhver byggð á Baffinslandi?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2535.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 27. júní). Er einhver byggð á Baffinslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2535

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er einhver byggð á Baffinslandi?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2535>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver byggð á Baffinslandi?
Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs.

Nokkur lítil þorp og bæir eru á Baffinslandi en að öðru leyti er það óbyggt. Stærstur þessara bæja er Iqaluit við Frobisherflóa á Suður-Baffinslandi, en þar búa um 5.000 manns. Þrír aðrir bæir eru með yfir 1.000 íbúa. Iqaluit var upphaflega verslunarstaður á vegum Hudson Bay Company en í síðari heimstyrjöldinni kom bandaríski flugherinn upp herstöð þar. Í lok sjötta áratugarins hófu kanadísk stjórnvöld átak í því að efla þjónustu á svæðinu meðal annars með því að fjölga heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og fleiri opinberum starfsmönnum í Iqaluit. Árangurinn varð sá að á sjöunda áratugnum þjónaði Iqaluit sem miðstöð stjórnsýslu og samgangna fyrir austur hluta heimskautasvæðis Kanada.

Árið 1999 var austur hluti Norðvesturhéraðsins í Kanada (Northwest Territories) gerður að sérstöku sjálfsstjórnarhéraði sem fékk nafnið Nunavut. Iqaluit var valinn höfuðstaður Nunavut enda stærsti bærinn á svæðinu. Nunavut nær yfir flestar eyjar heimskautasvæðis Kanada, þar á meðal Baffinsland og Ellesmere eyju, auk norð-austasta hluta meginlandsins. Nunavut nær alls yfir um 2 milljónir km2 eða um 21% af flatarmáli Kanada. Árið 2001 voru íbúar Nunavut tæplega 27.000 talsins í 26 bæjum og þorpum. Um 85% íbúa svæðisins eru Inúítar og meirihluti íbúanna hefur Inuktitut sem móðurmál.

Heimildir:

Britannica Online

City of Iqaluit

Government of Nunavut

Nunavut Bureau of Statistics...