Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanburðar má nefna Ballarholt á landamerkjum jarðarinnar Heiði í Rangárvallasýslu, þar sem merking gæti verið „kúlulaga holt“. Enn má nefna Balljökul (sem jafnframt hefur verið nefndur Baldjökull), sem líklega á við Eiríksjökul upphaflega, þar sem kúlulagið er áberandi.

Þórhallur Vilmundarson fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar telur hugsanlegt að upphaflegt nafn Ballarár hafi verið Böll í merkingunni „hávær á“, en að einnig komi til álita að nafnið sé runnið frá bhel- „blása upp“ eða „skaðleg á, á sem bólgnar upp“ (Grímnir 2:16).

Um orðið saur í til dæmis Saurbæ og Saurum er það að segja, að talið hefur verið að það gæti merkt „bleytu, vætu“. Það er skylt lýsingarorðinu súr. Í norskum mállýskum er lýsingarorðið sur haft um „blautan jarðveg“. Saurar geta því merkt „votlendi“, samanber seyra „kelda, dý, lækjarsytra“.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

14.6.2002

Spyrjandi

Ólafur Ragnars

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2496.

Svavar Sigmundsson. (2002, 14. júní). Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2496

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2496>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?
Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanburðar má nefna Ballarholt á landamerkjum jarðarinnar Heiði í Rangárvallasýslu, þar sem merking gæti verið „kúlulaga holt“. Enn má nefna Balljökul (sem jafnframt hefur verið nefndur Baldjökull), sem líklega á við Eiríksjökul upphaflega, þar sem kúlulagið er áberandi.

Þórhallur Vilmundarson fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar telur hugsanlegt að upphaflegt nafn Ballarár hafi verið Böll í merkingunni „hávær á“, en að einnig komi til álita að nafnið sé runnið frá bhel- „blása upp“ eða „skaðleg á, á sem bólgnar upp“ (Grímnir 2:16).

Um orðið saur í til dæmis Saurbæ og Saurum er það að segja, að talið hefur verið að það gæti merkt „bleytu, vætu“. Það er skylt lýsingarorðinu súr. Í norskum mállýskum er lýsingarorðið sur haft um „blautan jarðveg“. Saurar geta því merkt „votlendi“, samanber seyra „kelda, dý, lækjarsytra“.

...