Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er alnæmi það sama og HIV-veiran?

EDS

Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að alnæmi (Aquired Immunodeficiency Syndrome – AIDS) er sjúkdómurinn sem HIV veiran (Human Immunodeficiency Virus) veldur. Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna góða útskýringu á hugtökunum HIV og alnæmi. Þar segir:
HIV er sú veira sem valdið getur alnæmi en eftir að fólk smitast brýtur veiran smátt og smátt niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í dag er raunin þó sú að mörg lyf eru komin á markaðinn sem haldið geta veirunni í skefjum. Lyfin hafa þó því miður ekki gagnast öllum, bæði vegna þess að sumir mynda óþol gegn þeim og eins geta fylgt þeim það miklar aukaverkanir að fólk á afar erfitt með að taka lyfin. En til allrar lukku er þessi hópur ekki stór og stöðugt er verið að þróa ný lyf.

ALNÆMI kallast það þegar HIV veirunni hefur tekist að brjóta ónæmiskerfi líkamans niður fyrir ákveðin viðmiðunarmörk, sem oftast er miðað við fjölda T-frumna líkamans (T-frumur eru hjálparfrumur, einskonar hornsteinar ónæmiskerfisins), en fari þær niður fyrir mælieininguna 200 er talað um að einstaklingurinn sé kominn með alnæmi.

Rætt er um að einstaklingur sé HIV jákvæður (hafi hann mælst með jákvæða svörun úr blóðprufu), með alnæmi eins og útskýrt var að framan og svo alnæmi á lokastigi, sem er þá lokastig sjúkdómsins þar sem ekkert er hægt að gera fyrir sjúklinginn. Sem betur fer er það orðið sjaldgæfara með tilkomu nýrra og bættra lyfjablandna.
HIV-veiran var greind í upphafi 9. áratugarins og fljótlega tókst að þróa aðferð til að mæla mótefni gegn henni í blóði. Á þeim árum sem liðin eru hefur þekking manna á veirunni og hegðan hennar stóraukist en þó er enn langt í land að vísindamenn skilji hana til fulls. Engin raunveruleg lækning er til við alnæmi enn sem komið er en komið hafa fram lyf sem geta haldið veirunni í skefjum og þar með dregið úr líkum á því að sjúkdómseinkenni komi fram. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun bóluefnis gegn alnæmi en þó tilraunir á dýrum lofi góði virðist langt í að nothæft bóluefni fyrir menn verði á boðstólum.

Heimildir:Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum um HIV og alnæmi:Lesa má um HIV og alnæmi á fleiri stöðum á netinu, til dæmis:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.6.2002

Síðast uppfært

21.11.2022

Spyrjandi

Sindri Þór, f. 1987

Tilvísun

EDS. „Er alnæmi það sama og HIV-veiran?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2450.

EDS. (2002, 3. júní). Er alnæmi það sama og HIV-veiran? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2450

EDS. „Er alnæmi það sama og HIV-veiran?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2450>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er alnæmi það sama og HIV-veiran?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að alnæmi (Aquired Immunodeficiency Syndrome – AIDS) er sjúkdómurinn sem HIV veiran (Human Immunodeficiency Virus) veldur. Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna góða útskýringu á hugtökunum HIV og alnæmi. Þar segir:

HIV er sú veira sem valdið getur alnæmi en eftir að fólk smitast brýtur veiran smátt og smátt niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í dag er raunin þó sú að mörg lyf eru komin á markaðinn sem haldið geta veirunni í skefjum. Lyfin hafa þó því miður ekki gagnast öllum, bæði vegna þess að sumir mynda óþol gegn þeim og eins geta fylgt þeim það miklar aukaverkanir að fólk á afar erfitt með að taka lyfin. En til allrar lukku er þessi hópur ekki stór og stöðugt er verið að þróa ný lyf.

ALNÆMI kallast það þegar HIV veirunni hefur tekist að brjóta ónæmiskerfi líkamans niður fyrir ákveðin viðmiðunarmörk, sem oftast er miðað við fjölda T-frumna líkamans (T-frumur eru hjálparfrumur, einskonar hornsteinar ónæmiskerfisins), en fari þær niður fyrir mælieininguna 200 er talað um að einstaklingurinn sé kominn með alnæmi.

Rætt er um að einstaklingur sé HIV jákvæður (hafi hann mælst með jákvæða svörun úr blóðprufu), með alnæmi eins og útskýrt var að framan og svo alnæmi á lokastigi, sem er þá lokastig sjúkdómsins þar sem ekkert er hægt að gera fyrir sjúklinginn. Sem betur fer er það orðið sjaldgæfara með tilkomu nýrra og bættra lyfjablandna.
HIV-veiran var greind í upphafi 9. áratugarins og fljótlega tókst að þróa aðferð til að mæla mótefni gegn henni í blóði. Á þeim árum sem liðin eru hefur þekking manna á veirunni og hegðan hennar stóraukist en þó er enn langt í land að vísindamenn skilji hana til fulls. Engin raunveruleg lækning er til við alnæmi enn sem komið er en komið hafa fram lyf sem geta haldið veirunni í skefjum og þar með dregið úr líkum á því að sjúkdómseinkenni komi fram. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun bóluefnis gegn alnæmi en þó tilraunir á dýrum lofi góði virðist langt í að nothæft bóluefni fyrir menn verði á boðstólum.

Heimildir:Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum um HIV og alnæmi:Lesa má um HIV og alnæmi á fleiri stöðum á netinu, til dæmis:...