Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er höfuðborg Hollands?

EDS



Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir að höfuðborg sé borg eða bær sem er opinbert stjórnsetur ríkis eða þjóðar. Samkvæmt þessu ætti Haag að vera höfuðborg Hollands þar sem aðsetur stjórnvalda er þar. En sú er ekki raunin heldur er það Amsterdam sem er höfuðborgin. Í Britannica Online er sú skýring gefin að samkvæmt stjórnarskrá Hollands skuli arftaki krúnunnar krýndur í Amsterdam og þar með sé hún höfuðborg landsins þó stjórnsýslan sé mestöll í Haag.


Íbúar Hollands eru tæplega 16 milljónir talsins. Amsterdam er stærsta borgin með tæplega 740.000 íbúa. Borgin er miðstöð fjármála og viðskipta en er einnig þekkt fyrir blómlegt menningarlíf. Rotterdam er önnur stærsta borg Hollands með um 560.000 íbúa og er hún ein af umsvifamestu hafnarborgum heims. Haag er svo þriðja stærsta borgin þar sem um 460.000 manns búa. Fyrir utan að vera aðsetur stjórnvalda í Hollandi eru margar alþjóðlegar stofnanir í Haag svo sem Mannréttindadómstóllinn og Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna.


Heimildir:

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1990.

Britannica Online

www.geohive.com



Mynd: Amsterdam Monumenten

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.5.2002

Spyrjandi

Sölvi Guðmundsson, f. 1988

Tilvísun

EDS. „Hver er höfuðborg Hollands?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2395.

EDS. (2002, 17. maí). Hver er höfuðborg Hollands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2395

EDS. „Hver er höfuðborg Hollands?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2395>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er höfuðborg Hollands?


Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir að höfuðborg sé borg eða bær sem er opinbert stjórnsetur ríkis eða þjóðar. Samkvæmt þessu ætti Haag að vera höfuðborg Hollands þar sem aðsetur stjórnvalda er þar. En sú er ekki raunin heldur er það Amsterdam sem er höfuðborgin. Í Britannica Online er sú skýring gefin að samkvæmt stjórnarskrá Hollands skuli arftaki krúnunnar krýndur í Amsterdam og þar með sé hún höfuðborg landsins þó stjórnsýslan sé mestöll í Haag.


Íbúar Hollands eru tæplega 16 milljónir talsins. Amsterdam er stærsta borgin með tæplega 740.000 íbúa. Borgin er miðstöð fjármála og viðskipta en er einnig þekkt fyrir blómlegt menningarlíf. Rotterdam er önnur stærsta borg Hollands með um 560.000 íbúa og er hún ein af umsvifamestu hafnarborgum heims. Haag er svo þriðja stærsta borgin þar sem um 460.000 manns búa. Fyrir utan að vera aðsetur stjórnvalda í Hollandi eru margar alþjóðlegar stofnanir í Haag svo sem Mannréttindadómstóllinn og Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna.


Heimildir:

Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1990.

Britannica Online

www.geohive.com



Mynd: Amsterdam Monumenten...