Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð.

Eldur verður til við það að tiltekin efni í eldfima efninu sem brennur ganga í samband við súrefni úr loftinu. En þegar ekkert er eftir af eldfimum efnum stöðvast bruninn og eldurinn slokknar. Það er þetta sem átt er við þegar stundum er sagt í fréttum að "allt hafi brunnið sem brunnið gat".

Eldur verður til við það að tiltekin efni í eldfima efninu sem brennur ganga í samband við súrefni úr loftinu.

Eldur getur líka slokknað af því að súrefni komist ekki að honum. Þannig er stundum sagt frá því í fjölmiðlum að menn hafi slökkt eld inni í húsi með því að loka öllum dyrum og gluggum, og stundum slokknar eldurinn af sjálfu sér vegna súrefnisskorts.

Þegar vatn er notað til að slökkva eld skiptir mestu að það þarf sérlega mikla orku (varma) til að breyta vatni í gufu. Við getum séð þetta ef við setjum til dæmis einn lítra af vatni í pott á eldavélarhellu með fullum straum; þá líður langur tími þar til allt vatnið hefur gufað upp.

Þegar vatn hitnar og gufar upp vegna snertingar við afmarkaðan heitan hlut eða efni eins og eld kólnar hann mjög mikið af þessum ástæðum. Það er þessi kæling eldsins og eldsneytisins sem skiptir mestu þegar við skvettum vatni á eld, en auk þess stuðlar vatnið að því að súrefnið fær ekki eins greiðan aðgang að eldinum.

Að vísu eru til efni sem geta brunnið í vatni með því að draga eða rífa til sín súrefnið úr vatninu en slíkt er sjaldgæft. Fjallað er um dæmi um þetta í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn? Vatn mundi augljóslega ekki duga til að slökkva eldinn sem þar er sagt frá, heldur nærist hann þvert á móti einmitt á vatni svipað og spyrjandi hefur ef til vill í huga.

Vatn hentar sem sagt ekki alltaf til að slökkva eld en þá getum við notað önnur efni, til dæmis koltvísýring eða einhvers konar froðu. Koltvísýringurinn er fullbrunnið efni eins og vatnið. Hann verkar ekki eins kælandi en hins vegar er hann þyngri en loft og getur því lagst kringum eldinn og hindrað súrefnisstreymið að eldinum verulega. Froða verkar að þessu leyti á svipaðan hátt.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.5.2002

Síðast uppfært

6.9.2021

Spyrjandi

Geimálfurinn

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2373.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 10. maí). Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2373

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?
Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð.

Eldur verður til við það að tiltekin efni í eldfima efninu sem brennur ganga í samband við súrefni úr loftinu. En þegar ekkert er eftir af eldfimum efnum stöðvast bruninn og eldurinn slokknar. Það er þetta sem átt er við þegar stundum er sagt í fréttum að "allt hafi brunnið sem brunnið gat".

Eldur verður til við það að tiltekin efni í eldfima efninu sem brennur ganga í samband við súrefni úr loftinu.

Eldur getur líka slokknað af því að súrefni komist ekki að honum. Þannig er stundum sagt frá því í fjölmiðlum að menn hafi slökkt eld inni í húsi með því að loka öllum dyrum og gluggum, og stundum slokknar eldurinn af sjálfu sér vegna súrefnisskorts.

Þegar vatn er notað til að slökkva eld skiptir mestu að það þarf sérlega mikla orku (varma) til að breyta vatni í gufu. Við getum séð þetta ef við setjum til dæmis einn lítra af vatni í pott á eldavélarhellu með fullum straum; þá líður langur tími þar til allt vatnið hefur gufað upp.

Þegar vatn hitnar og gufar upp vegna snertingar við afmarkaðan heitan hlut eða efni eins og eld kólnar hann mjög mikið af þessum ástæðum. Það er þessi kæling eldsins og eldsneytisins sem skiptir mestu þegar við skvettum vatni á eld, en auk þess stuðlar vatnið að því að súrefnið fær ekki eins greiðan aðgang að eldinum.

Að vísu eru til efni sem geta brunnið í vatni með því að draga eða rífa til sín súrefnið úr vatninu en slíkt er sjaldgæft. Fjallað er um dæmi um þetta í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn? Vatn mundi augljóslega ekki duga til að slökkva eldinn sem þar er sagt frá, heldur nærist hann þvert á móti einmitt á vatni svipað og spyrjandi hefur ef til vill í huga.

Vatn hentar sem sagt ekki alltaf til að slökkva eld en þá getum við notað önnur efni, til dæmis koltvísýring eða einhvers konar froðu. Koltvísýringurinn er fullbrunnið efni eins og vatnið. Hann verkar ekki eins kælandi en hins vegar er hann þyngri en loft og getur því lagst kringum eldinn og hindrað súrefnisstreymið að eldinum verulega. Froða verkar að þessu leyti á svipaðan hátt.

Mynd: