Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó alveg ljóst hve stór stofninn var hér við land.

Upp úr 1800 fór heldur betur að halla undan fæti hjá geirfuglinum sökum ofveiði. Aðallega voru það sjómenn sem veiddu hann á löngum veiðiferðum sínum á þessum slóðum enda var geirfuglinn stór og kjötmikill og auðveldur viðureignar enda ófleygur. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað.

Einn af tæplega 80 uppstoppuðum geirfuglum (Pinguinis impennis) sem til eru í heiminum. Þessi er á Kelvingrove safninu í Glasgow.

Geirfuglinn var mjög stór fugl, rúmir 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn í ættinni Alcae eða svartfuglaætt. Ýmsar aðrar tegundir í þessari ætt eru algengar hér á landi í fuglabjörgum allt í kringum landið eins og álka (Alca torda), langvía (Uria aalge), stuttnefja (Uria lomvia) og lundi (Fratercula arctica).

Ofveiði er sem fyrr segir meginástæða þess að geirfuglinn dó út en síðustu tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey í byrjun júní 1844. Frásögn af því var skráð af Englendingnum Alfred Newton. Hann heimsótti Ísland, ásamt náttúrufræðingnum John Walley, árið 1858 í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga um geirfugla og ræddu þeir við þá sem tóku þátt í ferðinni út í Eldey. Samkvæmt leiðangursmönnum réru nokkrir menn út að eynni í þeim tilgangi að ná í eintök af fuglinum fyrir danska náttúrugripasafnarann Carl Siemsen. Þrír menn tóku land, Sigurður Ísleifsson, Ketill Ketilsson og Jón Brandsson en aðrir biðu í bátnum. Þeir Jón Brandsson og Sigurður Ísleifsson fundu fljótt sinn fuglinn hvor og drápu en Ketill kom til baka tómhentur enda voru þá síðustu tveir geirfuglarnir fallnir í valinn og þar með lokið sögu þessara mörgæsa norðurhafanna. Sorgarsagan um örlög geirfuglsins staðfestir það að stjórnlausar veiðar geta þurrkað út tegundir á mjög skömmum tíma.

Þess má geta að Náttúrufræðistofnun Íslands á uppstoppað eintak af geirfuglinum sem var keypt á uppboði á Sothebys í Lundúnum árið 1971, en rétt innan við 80 uppstoppaðir fuglar eru til í heiminum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar var uppfært lítillega 23.11.2017.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.4.2002

Síðast uppfært

23.11.2017

Spyrjandi

Þorsteinn Gunnar Jónsson, f. 1993
Kristján Sæmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2328.

Jón Már Halldórsson. (2002, 22. apríl). Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2328

Jón Már Halldórsson. „Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó alveg ljóst hve stór stofninn var hér við land.

Upp úr 1800 fór heldur betur að halla undan fæti hjá geirfuglinum sökum ofveiði. Aðallega voru það sjómenn sem veiddu hann á löngum veiðiferðum sínum á þessum slóðum enda var geirfuglinn stór og kjötmikill og auðveldur viðureignar enda ófleygur. Geirfuglinn var einnig veiddur vegna fjaðranna sem voru notaðar í fatnað.

Einn af tæplega 80 uppstoppuðum geirfuglum (Pinguinis impennis) sem til eru í heiminum. Þessi er á Kelvingrove safninu í Glasgow.

Geirfuglinn var mjög stór fugl, rúmir 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn í ættinni Alcae eða svartfuglaætt. Ýmsar aðrar tegundir í þessari ætt eru algengar hér á landi í fuglabjörgum allt í kringum landið eins og álka (Alca torda), langvía (Uria aalge), stuttnefja (Uria lomvia) og lundi (Fratercula arctica).

Ofveiði er sem fyrr segir meginástæða þess að geirfuglinn dó út en síðustu tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey í byrjun júní 1844. Frásögn af því var skráð af Englendingnum Alfred Newton. Hann heimsótti Ísland, ásamt náttúrufræðingnum John Walley, árið 1858 í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga um geirfugla og ræddu þeir við þá sem tóku þátt í ferðinni út í Eldey. Samkvæmt leiðangursmönnum réru nokkrir menn út að eynni í þeim tilgangi að ná í eintök af fuglinum fyrir danska náttúrugripasafnarann Carl Siemsen. Þrír menn tóku land, Sigurður Ísleifsson, Ketill Ketilsson og Jón Brandsson en aðrir biðu í bátnum. Þeir Jón Brandsson og Sigurður Ísleifsson fundu fljótt sinn fuglinn hvor og drápu en Ketill kom til baka tómhentur enda voru þá síðustu tveir geirfuglarnir fallnir í valinn og þar með lokið sögu þessara mörgæsa norðurhafanna. Sorgarsagan um örlög geirfuglsins staðfestir það að stjórnlausar veiðar geta þurrkað út tegundir á mjög skömmum tíma.

Þess má geta að Náttúrufræðistofnun Íslands á uppstoppað eintak af geirfuglinum sem var keypt á uppboði á Sothebys í Lundúnum árið 1971, en rétt innan við 80 uppstoppaðir fuglar eru til í heiminum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar var uppfært lítillega 23.11.2017.

...