Meginhluti þess lands sem flokkast undir mosagróður eru hraunin á láglendi og heiðalöndin einkum austan til á skaganum. Votlendið er einkum sunnan á Snæfellsnesi, Þórsnes og nokkur svæði á Skógarströndinni. Mikið af því fjalllendi sem flokkast sem minna en hálfgróið land, er að nokkrum hluta gróið, bæði mosum, skófum og strjálum fjallagróðri. Samkvæmt gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar um útbreiðslu plantna á Íslandi eru þekktar um 330 tegundir villtra íslenskra blómplantna og byrkninga á Snæfellsnesi miðað við sömu mörk og að ofan er getið. Þá eru smátegundir undafífla ekki taldar með. Þetta eru rúmlega 70% íslensku flórunnar. Allar tegundir í þessum hópi finnast einnig annars staðar á landinu, en nokkrar eru mjög sjaldgæfar á Íslandi. Hins vegar er vitað um eina tegund af fléttum og eina af mosum sem hvergi eru þekktar á Íslandi nema á Snæfellsnesi. Höfundur þakkar þeim Guðmundi Guðjónssyni og Hans Hansen fyrir flatarmálstölur af gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?
Meginhluti þess lands sem flokkast undir mosagróður eru hraunin á láglendi og heiðalöndin einkum austan til á skaganum. Votlendið er einkum sunnan á Snæfellsnesi, Þórsnes og nokkur svæði á Skógarströndinni. Mikið af því fjalllendi sem flokkast sem minna en hálfgróið land, er að nokkrum hluta gróið, bæði mosum, skófum og strjálum fjallagróðri. Samkvæmt gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar um útbreiðslu plantna á Íslandi eru þekktar um 330 tegundir villtra íslenskra blómplantna og byrkninga á Snæfellsnesi miðað við sömu mörk og að ofan er getið. Þá eru smátegundir undafífla ekki taldar með. Þetta eru rúmlega 70% íslensku flórunnar. Allar tegundir í þessum hópi finnast einnig annars staðar á landinu, en nokkrar eru mjög sjaldgæfar á Íslandi. Hins vegar er vitað um eina tegund af fléttum og eina af mosum sem hvergi eru þekktar á Íslandi nema á Snæfellsnesi. Höfundur þakkar þeim Guðmundi Guðjónssyni og Hans Hansen fyrir flatarmálstölur af gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Útgáfudagur
8.4.2002
Spyrjandi
Baldur Guðjónsson
Tilvísun
Hörður Kristinsson (1937-2023). „Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2274.
Hörður Kristinsson (1937-2023). (2002, 8. apríl). Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2274
Hörður Kristinsson (1937-2023). „Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2274>.