Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?

Hörður Kristinsson (1937-2023)

Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið, mest fjalllendi, skriður og melar á láglendi. Þessar tölur eru fengnar beint af kortagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands, gróðurkort í mælikvarða 1:500.000.

Ef miðað er við hina grófu gróðurflokkun þessa sama korts kemur einnig fram að af hinu fullgróna landi flokkast 627,5 km2 sem mosagróður, 604 km2 eru mólendi, graslendi og ræktað land, 393,5 km2 flokkast sem votlendi og 49,5 km2 eru birkiskógur og kjarr.



Meginhluti þess lands sem flokkast undir mosagróður eru hraunin á láglendi og heiðalöndin einkum austan til á skaganum. Votlendið er einkum sunnan á Snæfellsnesi, Þórsnes og nokkur svæði á Skógarströndinni. Mikið af því fjalllendi sem flokkast sem minna en hálfgróið land, er að nokkrum hluta gróið, bæði mosum, skófum og strjálum fjallagróðri.

Samkvæmt gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar um útbreiðslu plantna á Íslandi eru þekktar um 330 tegundir villtra íslenskra blómplantna og byrkninga á Snæfellsnesi miðað við sömu mörk og að ofan er getið. Þá eru smátegundir undafífla ekki taldar með. Þetta eru rúmlega 70% íslensku flórunnar. Allar tegundir í þessum hópi finnast einnig annars staðar á landinu, en nokkrar eru mjög sjaldgæfar á Íslandi. Hins vegar er vitað um eina tegund af fléttum og eina af mosum sem hvergi eru þekktar á Íslandi nema á Snæfellsnesi.

Höfundur þakkar þeim Guðmundi Guðjónssyni og Hans Hansen fyrir flatarmálstölur af gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Höfundur

Hörður Kristinsson (1937-2023)

sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

8.4.2002

Spyrjandi

Baldur Guðjónsson

Tilvísun

Hörður Kristinsson (1937-2023). „Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2274.

Hörður Kristinsson (1937-2023). (2002, 8. apríl). Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2274

Hörður Kristinsson (1937-2023). „Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2274>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?
Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið, mest fjalllendi, skriður og melar á láglendi. Þessar tölur eru fengnar beint af kortagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands, gróðurkort í mælikvarða 1:500.000.

Ef miðað er við hina grófu gróðurflokkun þessa sama korts kemur einnig fram að af hinu fullgróna landi flokkast 627,5 km2 sem mosagróður, 604 km2 eru mólendi, graslendi og ræktað land, 393,5 km2 flokkast sem votlendi og 49,5 km2 eru birkiskógur og kjarr.



Meginhluti þess lands sem flokkast undir mosagróður eru hraunin á láglendi og heiðalöndin einkum austan til á skaganum. Votlendið er einkum sunnan á Snæfellsnesi, Þórsnes og nokkur svæði á Skógarströndinni. Mikið af því fjalllendi sem flokkast sem minna en hálfgróið land, er að nokkrum hluta gróið, bæði mosum, skófum og strjálum fjallagróðri.

Samkvæmt gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar um útbreiðslu plantna á Íslandi eru þekktar um 330 tegundir villtra íslenskra blómplantna og byrkninga á Snæfellsnesi miðað við sömu mörk og að ofan er getið. Þá eru smátegundir undafífla ekki taldar með. Þetta eru rúmlega 70% íslensku flórunnar. Allar tegundir í þessum hópi finnast einnig annars staðar á landinu, en nokkrar eru mjög sjaldgæfar á Íslandi. Hins vegar er vitað um eina tegund af fléttum og eina af mosum sem hvergi eru þekktar á Íslandi nema á Snæfellsnesi.

Höfundur þakkar þeim Guðmundi Guðjónssyni og Hans Hansen fyrir flatarmálstölur af gróðurkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands....