Meðal spendýra sem finnast í eyðimörkinni má nefna stökkmýs, héra, broddgelti, fé, uxa, dádýr, gasellur, hýenur og apa. Meira en 300 tegundir af fuglum finnast í Sahara þar á meðal strútar, ýmsar tegundir ránfugla, uglur, hrafnar og svokallaðir sekreterafuglar sem eru mjög háfættir afrískir ránfuglar, um 120 sentimetra langir. Einn slíkan má sjá á myndinni hér á undan. Einnig má sjá froska, körtur og krókódílar í vatnsbólum og vötnum Sahara. Eðlur, kameljón og jafnvel kóbraslöngur má finna við steina og sandhóla. Mikið er um snigla í eyðimörkinni enda eru þeir mikilvæg fæða fyrir fugla og önnur dýr. Eyðimerkursniglar eru sérstakir að því leyti að þeir geta legið í dvala í mörg ár og ekki rankað við sér fyrr en rignir.
Heimsatlas Máls og Menningar. 1998, bls 68-71.
Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
Myndina af úlfaldanum fundum við á heimasíðu ferðaskrifstofunnar Crazy Camel