Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra.
Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota er talið vera AM 162 A fol. θ, en θ er grískur bókstafur sem er borinn fram 'þeta'. Handritsbrotið er kennt við hann og venjulega kallað þetubrotið. Það er talið vera frá því um 1250. Texti brotsins hefur nú verið gefinn út stafréttur af Bjarna Einarssyni í nýrri útgáfu Egils sögu: Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen. Editiones Arnamagnæanæ A 19 (Kh. 2001), bls. 88-100. Þar er einnig stafréttur texti Möðruvallabókar.
Önnur gömul brot af Egils sögu eru AM 162 A ζ ('zeta'), frá seinni hluta 13. aldar, δ ('delta'), frá því um 1300 og γ ('gamma') frá síðasta fjórðungi 13. aldar.
Vésteinn Ólason. „Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?“ Vísindavefurinn, 20. september 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2260.
Vésteinn Ólason. (2002, 20. september). Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2260
Vésteinn Ólason. „Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2260>.