Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hlaupa um í eltingaleik?
Ekki er þó vitað hvenær eða hvernig dýr þróuðu með sér þennan hæfileika að geta leikið sér og haft af því gaman. Vangaveltur um það kalla fram fleiri og flóknari spurningar um eðli tilfinninga hjá dýrum. Við höfum lengi vitað að önnur spendýr sýna tilfinningar eins og reiði, hræðslu og umhyggju fyrir afkvæmum sínum. En tilfinningalíf frumstæðra dýra er mun einfaldara og grófara ef svo má segja. Frumdýr sýna til dæmis flóttaviðbrögð við miklu ljósi, hita eða öðrum þáttum sem gætu skaðað þau. Fræðimenn telja þó mjög ósennilegt ef ekki hreinlega útilokað að svo einfaldar lífverur hafi hæfileikann til þess að skemmta sér og leika sér. Því verður að teljast ólíklegt að fiskar hafi öðlast slíka andlega hæfileika.
Gullfiskaeigendur sem setja ýmislegt dót í búrið gera það kannski fyrst og fremst til þess að gera fiskabúrið meira aðlaðandi að horfa á. Ýmsar skrautlegar sjávarhallir og glitrandi fjársjóðir í kistum gera það skemmtilegra fyrir okkur að fylgjast með gullfiskunum. Enginn leið er að segja til um það hvort líðan fiskanna breytist eitthvað við að hafa dótið í kringum sig.
Ef margar og ólíkar búrfiskategundir eru saman í fiskabúri er algengt að fiskarnir marki sér svæði í búrinu. Mikið dót og fjölbreytilegt umhverfi í fiskabúrinu getur auðveldað fiskum að helga sér svæði og þeir fiskar sem verða á einhvern hátt undir í lífsbaráttunni geta fundið sér öruggt athvarf bak við einhvern hlutinn.
Myndina fengum við af vefsetrinu www.upscm.fsnet.co.uk
Jón Már Halldórsson. „Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2002, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2204.
Jón Már Halldórsson. (2002, 18. mars). Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2204
Jón Már Halldórsson. „Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2002. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2204>.